Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Rennt fyrir fisk á Hafravatni fyrir tveimur árum, veiðin var einn og einn fiskur.
Rennt fyrir fisk á Hafravatni fyrir tveimur árum, veiðin var einn og einn fiskur.
Mynd / G. Bender
Í deiglunni 6. desember 2017

Fleiri veiðimenn leggja stund á dorgveiði

Höfundur: Gunnar Bender
„Mér finnst þeim fjölga sem leggja stund á dorgveiði, þetta er skemmtilegt sport og styttir biðina eftir að veiðitíminn byrji fyrir alvöru,“ sagði veiðimaður sem ég hitti í veiðibúð  fyrir fáum dögum. Hann meinti greinilega hvert orð sem hann sagði.
 
„Maður fer um leið og ísinn er orðinn nógu traustur, hann er að verða það sums staðar núna, bíð spenntur. En biðin styttist, ég fer mest á Hafravatn, upp í Svínadal og austur fyrir fjall. Þú kemur bara með á dorg í vetur, Bender,“ sagði veiðimaður sem sagðist hafa veitt á stöng fyrir fimm árum á aðfangadag og fékk fisk. 
„Ísinn er orðinn traustur, eins og á Meðalfellsvatni,  en enginn er samt farinn að veiða á vatninu ennþá,“ sagði Sigurþór Gíslason á Meðalfelli þegar Meðalfellsvatn bar á góma. 
 
Veiðimenn voru á Hafravatni fyrir fáum dögum, en voru reyndar ekki að dorga heldur með stöng. Það var smá vök en veiðin gekk rólega og kalt var í veðri og ég skildi ekki orð af því sem veiðimennirnir ræddu um. 

Skylt efni: dorgveiði

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs
Fréttaskýring 18. apríl 2024

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs

Alþingi samþykkti 21. mars sl. breytingu á búvörulögum sem felur í sér undanþágu...

Mikilvægasta rými jarðar
Fréttaskýring 29. mars 2024

Mikilvægasta rými jarðar

Stærsta innlögn nýrra fræsafna í Alþjóðlegu fræhvelfinguna á Svalbarða átti sér ...

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg
Fréttaskýring 8. mars 2024

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg

Vísbendingar eru um að bændur séu líklegri til að þjást af einkennum streitu og ...

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast
Fréttaskýring 23. febrúar 2024

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast

Á komandi áratugum er líklegt að landbúnaður breytist verulega. Þættir eins og t...

Úrgangsmálin í ólestri
Fréttaskýring 9. febrúar 2024

Úrgangsmálin í ólestri

Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög hér á landi þar sem bann er lagt við urðun á...

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika
Fréttaskýring 30. janúar 2024

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika

Aðstöðumunur kúabænda vegna mismunandi stuðnings við kvótakaup milli landsvæða h...

Auður, kvóti, mjólk og skuld
Fréttaskýring 26. janúar 2024

Auður, kvóti, mjólk og skuld

Þegar tiltekinn hópur bænda hefur tök á að eignast mjólkurkvóta með því að vera ...

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða
Fréttaskýring 13. janúar 2024

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða

Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), segir að ...