Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Rennt fyrir fisk á Hafravatni fyrir tveimur árum, veiðin var einn og einn fiskur.
Rennt fyrir fisk á Hafravatni fyrir tveimur árum, veiðin var einn og einn fiskur.
Mynd / G. Bender
Í deiglunni 6. desember 2017

Fleiri veiðimenn leggja stund á dorgveiði

Höfundur: Gunnar Bender
„Mér finnst þeim fjölga sem leggja stund á dorgveiði, þetta er skemmtilegt sport og styttir biðina eftir að veiðitíminn byrji fyrir alvöru,“ sagði veiðimaður sem ég hitti í veiðibúð  fyrir fáum dögum. Hann meinti greinilega hvert orð sem hann sagði.
 
„Maður fer um leið og ísinn er orðinn nógu traustur, hann er að verða það sums staðar núna, bíð spenntur. En biðin styttist, ég fer mest á Hafravatn, upp í Svínadal og austur fyrir fjall. Þú kemur bara með á dorg í vetur, Bender,“ sagði veiðimaður sem sagðist hafa veitt á stöng fyrir fimm árum á aðfangadag og fékk fisk. 
„Ísinn er orðinn traustur, eins og á Meðalfellsvatni,  en enginn er samt farinn að veiða á vatninu ennþá,“ sagði Sigurþór Gíslason á Meðalfelli þegar Meðalfellsvatn bar á góma. 
 
Veiðimenn voru á Hafravatni fyrir fáum dögum, en voru reyndar ekki að dorga heldur með stöng. Það var smá vök en veiðin gekk rólega og kalt var í veðri og ég skildi ekki orð af því sem veiðimennirnir ræddu um. 

Skylt efni: dorgveiði

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum
Fréttaskýring 4. desember 2025

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum

Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar leiða í ljós að í fæðuneyslu landsmanna...

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
Fréttaskýring 4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Hátt hlutfall gjörunninna matvæla í mataræði mannsins er orðið eitt stærsta lýðh...

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar
Fréttaskýring 22. nóvember 2025

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar

Umhverfis- og orkustofnun og Blámi hafa verið með frekari þróun í smávirkjanakos...

Áskorun að æfa úti á landi
Fréttaskýring 10. nóvember 2025

Áskorun að æfa úti á landi

Einn mikilvægasti þátturinn í uppvexti barna er þátttaka í hvers kyns íþrótta- o...

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi
Fréttaskýring 24. október 2025

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi

Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, sem nú er ...

Mun auðugri auðlind en áður var talið
Fréttaskýring 13. október 2025

Mun auðugri auðlind en áður var talið

Milljarði íslenskra króna var á dögunum úthlutað til verkefna í átaki stjórnvald...

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði
Fréttaskýring 29. september 2025

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði

Talsvert er litið til bændastéttarinnar og landbúnaðarins í nýjum tillögum umhve...

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri
Fréttaskýring 29. september 2025

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri

Í íslenskum veitingarekstri er algengt að notast sé við innflutt hráefni. Ástæðu...