Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá búgreinaþingi árið 2022.
Frá búgreinaþingi árið 2022.
Mynd / H.Kr.
Í deiglunni 10. febrúar 2023

Búgreinaþing á næsta leiti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Búgreinaþing Bændasamtaka Íslands verður haldið á Hótel Natura í Reykjavík dagana 22. og 23. febrúar næstkomandi. Búast má við yfir 200 bændum á þingið.

Fullgildir félagsmenn BÍ innan hverrar búgreinadeildar hafa rétt til fundarsetu og kjörgengi á búgreinaþingi sinnar deildar, nema samþykktir og reglur tiltaki annað. Þannig hafa búgreinadeildir nautgripabænda, sauðfjárbænda og skógarbænda kosið sína fulltrúa á þinginu. Aðrar búgreinadeildir hafa til hádegis miðvikudaginn 15. febrúar til að skrá þátttöku sína.

Alls eru ellefu búgreinadeildir starfandi innan BÍ.

Gunnar Þorgeirsson, for­maður BÍ, mun setja þingið kl. 11. Þá mun Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis,­ orku­ og loftslagsráðherra ávarpa þingið.

Tvær kynningar munu eiga sér stað áður en búgreinadeildirnar taka til starfa. Annars vegar verður kynning á Náttúruhamfaratryggingu Íslands, en síðla hausts fól matvælaráðherra stjórn Bjarg­ráðasjóðs að kanna möguleika á sameiningu sjóðanna tveggja.

Þá verður samstarfsvettvangur BÍ og Samtaka fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) kynntur.

„Sameiginleg mál allra búgreina verður á dagskrá í upphafi þingsins. Þar má nefna hugmyndir um hugsanlegar breytingar sem lúta að breyttum samþykktum Bændasamtakanna, með það í huga að gera starfið skilvirkara. Rætt verður hvort halda eigi búgreinaþing að hausti og Búnaðarþing að vori eða hvort sameina eigi þingin í einn stærri viðburð að vori. Loftslagsmálin verða rædd ásamt hugsanlegu samstarfi SAFL og BÍ,“ segir Gunnar.

Á búgreinaþingum eru tekin fyrir mál sem búgreinadeildirnar hafa sent til umfjöllunar og ályktunar. Gunnar segir að endurskoðun búvörusamninga verði þar ofarlega á baugi. „Áherslur hverrar búgreinar fyrir sig ættu að að koma þar fram þar sem vinna við endurskoðunina er fyrirhuguð á þessu ári.“

Gert er ráð fyrir að flestar búgreinadeildirnar ljúki fundum sínum í dagslok miðvikudaginn 22. febrúar en fundum sauðfjár­ og nautgripabænda verður fram haldið fimmtudaginn 23. febrúar.

Skylt efni: Búgreinaþing

Er nauðsynlegt að vera með kornmyllu?
Fréttaskýring 10. febrúar 2025

Er nauðsynlegt að vera með kornmyllu?

Einu hveitimyllu landsins verður lokað á allra næstu vikum. Með því verða Íslend...

Bændur telja búgrein sína beitta misrétti innan stjórnsýslunnar
Fréttaskýring 5. febrúar 2025

Bændur telja búgrein sína beitta misrétti innan stjórnsýslunnar

Forsvarsmenn stærstu svínabúa landsins eiga í ágreiningi við hið opinbera vegna ...

Að bera kvíðboga fyrir óvissri framtíð
Fréttaskýring 17. janúar 2025

Að bera kvíðboga fyrir óvissri framtíð

Loftslagsbreytingar og þeir erfiðleikar sem þær valda fylla marga streitu og kví...

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver
Fréttaskýring 30. desember 2024

Betri rekstrargrundvöllur fyrir lífgasver

Stefnt er að stofnun rekstrarfélags á næstunni utan um starfsemi á lífgas- og áb...

Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...