Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá búgreinaþingi árið 2022.
Frá búgreinaþingi árið 2022.
Mynd / H.Kr.
Í deiglunni 10. febrúar 2023

Búgreinaþing á næsta leiti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Búgreinaþing Bændasamtaka Íslands verður haldið á Hótel Natura í Reykjavík dagana 22. og 23. febrúar næstkomandi. Búast má við yfir 200 bændum á þingið.

Fullgildir félagsmenn BÍ innan hverrar búgreinadeildar hafa rétt til fundarsetu og kjörgengi á búgreinaþingi sinnar deildar, nema samþykktir og reglur tiltaki annað. Þannig hafa búgreinadeildir nautgripabænda, sauðfjárbænda og skógarbænda kosið sína fulltrúa á þinginu. Aðrar búgreinadeildir hafa til hádegis miðvikudaginn 15. febrúar til að skrá þátttöku sína.

Alls eru ellefu búgreinadeildir starfandi innan BÍ.

Gunnar Þorgeirsson, for­maður BÍ, mun setja þingið kl. 11. Þá mun Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis,­ orku­ og loftslagsráðherra ávarpa þingið.

Tvær kynningar munu eiga sér stað áður en búgreinadeildirnar taka til starfa. Annars vegar verður kynning á Náttúruhamfaratryggingu Íslands, en síðla hausts fól matvælaráðherra stjórn Bjarg­ráðasjóðs að kanna möguleika á sameiningu sjóðanna tveggja.

Þá verður samstarfsvettvangur BÍ og Samtaka fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) kynntur.

„Sameiginleg mál allra búgreina verður á dagskrá í upphafi þingsins. Þar má nefna hugmyndir um hugsanlegar breytingar sem lúta að breyttum samþykktum Bændasamtakanna, með það í huga að gera starfið skilvirkara. Rætt verður hvort halda eigi búgreinaþing að hausti og Búnaðarþing að vori eða hvort sameina eigi þingin í einn stærri viðburð að vori. Loftslagsmálin verða rædd ásamt hugsanlegu samstarfi SAFL og BÍ,“ segir Gunnar.

Á búgreinaþingum eru tekin fyrir mál sem búgreinadeildirnar hafa sent til umfjöllunar og ályktunar. Gunnar segir að endurskoðun búvörusamninga verði þar ofarlega á baugi. „Áherslur hverrar búgreinar fyrir sig ættu að að koma þar fram þar sem vinna við endurskoðunina er fyrirhuguð á þessu ári.“

Gert er ráð fyrir að flestar búgreinadeildirnar ljúki fundum sínum í dagslok miðvikudaginn 22. febrúar en fundum sauðfjár­ og nautgripabænda verður fram haldið fimmtudaginn 23. febrúar.

Skylt efni: Búgreinaþing

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum
Fréttaskýring 4. desember 2025

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum

Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar leiða í ljós að í fæðuneyslu landsmanna...

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
Fréttaskýring 4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Hátt hlutfall gjörunninna matvæla í mataræði mannsins er orðið eitt stærsta lýðh...

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar
Fréttaskýring 22. nóvember 2025

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar

Umhverfis- og orkustofnun og Blámi hafa verið með frekari þróun í smávirkjanakos...

Áskorun að æfa úti á landi
Fréttaskýring 10. nóvember 2025

Áskorun að æfa úti á landi

Einn mikilvægasti þátturinn í uppvexti barna er þátttaka í hvers kyns íþrótta- o...

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi
Fréttaskýring 24. október 2025

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi

Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, sem nú er ...

Mun auðugri auðlind en áður var talið
Fréttaskýring 13. október 2025

Mun auðugri auðlind en áður var talið

Milljarði íslenskra króna var á dögunum úthlutað til verkefna í átaki stjórnvald...

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði
Fréttaskýring 29. september 2025

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði

Talsvert er litið til bændastéttarinnar og landbúnaðarins í nýjum tillögum umhve...

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri
Fréttaskýring 29. september 2025

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri

Í íslenskum veitingarekstri er algengt að notast sé við innflutt hráefni. Ástæðu...