Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Verðlaunakýrin, Særós, sem þykir fegurst allra kúa á Íslandi. Eins og sjá má er hún hyrnd og mjög falleg á litinn.
Verðlaunakýrin, Særós, sem þykir fegurst allra kúa á Íslandi. Eins og sjá má er hún hyrnd og mjög falleg á litinn.
Mynd / Guðbergur Egill Eyjólfsson
Fréttir 8. október 2025

Hyrndar kýr eru innan við 1% af stofninum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikil aðsókn hefur verið í dýragarðinn Daladýrð í Brúnagerði við Vaglaskóg í sumar.

Bændurnir og eigendur dýragarðsins Daladýrðar í Brúnagerði við Vaglaskóg í Fnjóskadal, þau Hrefna Björk og Guðbergur Egill. Mynd / Aðsend

„Ég er enn formaður Búkollu, sem barðist á móti innflutningi norska kúakynsins, og nú erum við komin með fjórar hyrndar kýr því við ætlum að leggja okkar af mörkum við að bjarga hyrndu kúnni en hún er orðin innan við 1% af stofninum. Við eigum fjórar hyrndar kýr, sem við erum mjög stolt af,“ segir Hrefna Björk Sigurðardóttir, en hún og maður hennar, Guðbergur Egill Eyjólfsson, eru með dýragarðinn Daladýrð í Brúnagerði við Vaglaskóg í Fnjóskadal með kýrnar sínar og annan búpening, sem vekur alltaf mikla athygli gesta.

Skrautlegasta kýrin

Þá má geta þess að kýrin Særós, sem er sægrá og hyrnd, var nýlega útnefnd skrautlegasta kýrin í myndasamkeppni hjá „Slow Food“ samtökunum.

„Dýragarðurinn gengur mjög vel og það verður opið hjá okkur í allan vetur eins og alltaf, eða frá klukkan 11.00 til 18.00 alla daga vikunnar,“ segir Hrefna Björk.

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f