Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Verðlaunakýrin, Særós, sem þykir fegurst allra kúa á Íslandi. Eins og sjá má er hún hyrnd og mjög falleg á litinn.
Verðlaunakýrin, Særós, sem þykir fegurst allra kúa á Íslandi. Eins og sjá má er hún hyrnd og mjög falleg á litinn.
Mynd / Guðbergur Egill Eyjólfsson
Fréttir 8. október 2025

Hyrndar kýr eru innan við 1% af stofninum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikil aðsókn hefur verið í dýragarðinn Daladýrð í Brúnagerði við Vaglaskóg í sumar.

Bændurnir og eigendur dýragarðsins Daladýrðar í Brúnagerði við Vaglaskóg í Fnjóskadal, þau Hrefna Björk og Guðbergur Egill. Mynd / Aðsend

„Ég er enn formaður Búkollu, sem barðist á móti innflutningi norska kúakynsins, og nú erum við komin með fjórar hyrndar kýr því við ætlum að leggja okkar af mörkum við að bjarga hyrndu kúnni en hún er orðin innan við 1% af stofninum. Við eigum fjórar hyrndar kýr, sem við erum mjög stolt af,“ segir Hrefna Björk Sigurðardóttir, en hún og maður hennar, Guðbergur Egill Eyjólfsson, eru með dýragarðinn Daladýrð í Brúnagerði við Vaglaskóg í Fnjóskadal með kýrnar sínar og annan búpening, sem vekur alltaf mikla athygli gesta.

Skrautlegasta kýrin

Þá má geta þess að kýrin Særós, sem er sægrá og hyrnd, var nýlega útnefnd skrautlegasta kýrin í myndasamkeppni hjá „Slow Food“ samtökunum.

„Dýragarðurinn gengur mjög vel og það verður opið hjá okkur í allan vetur eins og alltaf, eða frá klukkan 11.00 til 18.00 alla daga vikunnar,“ segir Hrefna Björk.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.