Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hundrað milljónir króna settar í lagningu rafstrengja í jörðu
Fréttir 27. apríl 2020

Hundrað milljónir króna settar í lagningu rafstrengja í jörðu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur gengið frá útfærslu 100 milljóna króna fjárfestingar á lagningu dreifikerfis raforku í jörðu í samræmi við sérstakt tímabundið fjárfestingar­átak stjórnvalda.

Verkefnin eru á undirbúningsstigi og framkvæmdir hefjast í sumar. Vegna þessa hefur verið gengið  frá því gagnvart RARIK og Orkubúi Vestfjarða að fjármunirnir verði nýttir á árinu 2020 til þess að flýta mikilvægum framkvæmdum við jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa­dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar­ráðherra.

„Með þessu  framlagi úr fjárfestingarátaki stjórnvalda getum við flýtt enn frekar lagningu dreifikerfis raforku í jörðu á þessu ári, til samræmis við tillögur átakshóps stjórnvalda frá í febrúar. Þessir fjármunir munu nýtast vel strax í sumar við að hefja þær mikilvægu framkvæmdir,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Fjármununum verður skipt þannig:

  • 50 milljónir króna fara í streng­lagningarverkefni hjá RARIK við Laxárdal og Fellsströnd í Dalabyggð, strenglögn frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar, strenglögn frá Vík að Kirkjubæjarklaustri og strenglögn frá Hvolsvelli að Þverá. Alls er um 30 km að ræða af raflínu í jörð og framkvæmdakostnaður samtals 150 milljónir kóna. Mun framlagið dekka öll þau verkefni.
  • Hjá Orkubúi Vestfjarða mun 50 milljóna króna framlag ríkisins verða nýtt í að hefja það verkefni að koma Rauðasandslínu (frá Sauðlauksdal að Rauðasandi) í jörðu í nokkrum áföngum (Sauðlauksdalur - Hnjótur - Breiðavík - Örlygs­höfn - Láginúpur - Breiða­vík - Bjargtangar - Örlygs­hafnarvegur - Rauðisandur).

Alls er þar um 70 km að ræða og heildarfjárfestingarkostnaður um 370 milljónir króna. Mun framlagið nýtast fyrir fyrsta áfanga þess verk­efnis. 

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í þessu tölublaði.

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...

Vantar hvata til að halda áfram
Fréttir 25. maí 2023

Vantar hvata til að halda áfram

Bændur á bæjunum Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá í Miðfirði standa nú í samningavið...

Nauðbeygður til að verjast
Fréttir 25. maí 2023

Nauðbeygður til að verjast

Bændur gætu verið í vanda telji þeir vindmyllur sem reisa á mögulega í nágrenni ...