Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Inga L. Middleton og Bryndís F. Pétursdóttir kynntu náttúruvætti í sendiráði
Íslands í London. Sturla Sigurjónsson sendiherra fyrir miðju.
Inga L. Middleton og Bryndís F. Pétursdóttir kynntu náttúruvætti í sendiráði Íslands í London. Sturla Sigurjónsson sendiherra fyrir miðju.
Mynd / Aðsend
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga á ósýnilegum íbúum landsins, það er að segja vættum okkar.

Í undirbúningi er alþjóðleg ráðstefna um íslenska náttúruvætti og verður hún haldin í Hofi á Akureyri 31. maí nk. Áætlað er að fylgja ráðstefnunni eftir með opinni vinnustofu í húsakynnum Háskólans á Akureyri daginn eftir.

Að sögn skipuleggjanda, Bryndísar Fjólu Pétursdóttur, garðyrkjufræðings, völvu og eiganda Huldustígs ehf. á Akureyri, er markmið ráðstefnunnar að auðga skilning, þvert á þjóðerni og tungumál, á þeim óáþreifanlega menningararfi er snýr að álfum, huldufólki og öðrum náttúruvættum og um leið að skapa aukin og ný tækifæri á sviði samstarfs, rannsókna, ferðaþjónustu, menningar og lista, auk útflutnings á þekkingu okkar og skynjun á landi og þjóð. Ráðstefnan fer fram á ensku og er í samvinnu við Huldu náttúruhugvísindasetur.

Fyrirlesarar verða, ásamt Bryndísi Fjólu og myndlistar- og kvikmyndagerðarmanninum Ingu Lísu Middleton, Daria Testo frá Mongólíu og Galadriel González Romero frá Kenía, báðar búsettar í Reykjavík. Þær eru báðar sagnakonur og þekkja vel sögur eigin frumbyggjamenningar og náttúruvætta. Einnig flytja Auður Aðalsteinsdóttir, Nancy Marie Brown, Jindrich Pastorek og Ole Martin Sandberg erindi. „Allir fyrirlesarar hafa á einhvern hátt unnið með óáþreifanlegan menningararf og listamenn ráðstefnunnar eiga það sameiginlegt að vilja hafa áhrif á sérstöðu Íslands þegar kemur að söfnun og varðveislu heimilda um náttúruvætti þess og skynjun okkar á landinu sem hefur gefið okkur innblástur í listsköpun í gegnum aldirnar og gerir enn,“ segir í kynningu.

Íslenskar vættir á erlendri grund

Í janúar var viðburður í sendiráði Íslands í London, þar sem Bryndís Fjóla og Inga Lísa voru með kynningu á íslenskum náttúruvættum.

Markmið kynningarinnar var, að sögn Bryndísar Fjólu, að „veita einstaka sýn á íslenskan menningararf og samtímamenningu í gegnum linsu þjóðsagna og óbilandi trú á kraft náttúruheimsins“.

Þær efndu til samtals um íslenska þjóðsagnahefð, álfa, tröll og huldufólk, og áhrif hefðarinnar á íslenska menningu, listir, og tengsl þjóðarinnar við náttúru landsins. Var m.a. komið inn á hvernig trú á álfa og anda hefur mótað túlkun Íslendinga á náttúrunni og orðið innblástur listrænnar sköpunar.

Stefnt er að tveimur sambærilegum viðburðum í Kaupmannahöfn nú í lok mars, á Nordatlantens Brygge á ensku og í Jónshúsi á íslensku.

Samhliða viðburðinum í London opnaði Inga Lísa sýningu á nýjum cyanotype-verkum í sendiráðinu sem sýna íslenska fossa, og verður hún opin út marsmánuð. Meðal verka Ingu Lísu er stuttmyndin Búi, frá árinu 2016, sem fjallar um viðskipti ungrar telpu og huldudrengs.

Endurnýjuð kynni við huldufólk

Bryndís Fjóla er stofnandi og eigandi Huldustígs ehf. Hún hefur m.a. verið með leiðsögn í Lystigarðinum á Akureyri um hulda vætti.

„Huldustígur í Lystigarðinum sýnir okkur að náttúran iðar af lífi í mörgum víddum og óteljandi myndum. Íslendingar, eins og aðrir frumbyggjar í heiminum, tala enn þá um náttúruvætti eins og álfa, huldufólk, hafmeyjur, dreka og tröll í nútíð. Þó að fæst okkar hafi séð álfa eða huldufólk þá þekkjum við flest einhvern sem hefur upplifað, fundið fyrir þeim eða séð þau,“ segir hún.

Huldu- og álfabyggðir sé að finna um allt land, en tilgangur Huldustígs í Lystigarðinum sé að bjóða fólki í þéttbýli að endurnýja kynni sín við huldufólkið og álfana á öruggum og aðgengilegum stað. 

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...