Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Nýi hringvöllurinn á Hólum sann­aði ágæti sitt á Landsmóti.
Nýi hringvöllurinn á Hólum sann­aði ágæti sitt á Landsmóti.
Mynd / TB
Fréttir 26. júlí 2016

Hólar verði þjóðarleikvangur íslenska hestsins

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Byggðarráð Skagafjarðar hefur skorað á menntamálaráðherra að setja af stað vinnu við að skoða allar mögulegar útfærslur með það að markmiði að styrkja Háskólann á Hólum sem sjálfstæða menntastofnun og tryggja til framtíðar að yfirstjórn og umsjón haldist í Skagafirði.
 
Byggðarráð segir í bókun að Háskólinn á Hólum sé ein af grunnstoðum í skagfirsku samfélagi og verði mikilvægi hans seint að fullu metið. „Það að vera með öll skólastig innan héraðs, frá leikskóla til háskóla, gefur Skagafirði tækifæri sem mikilvægt er að nýta til framfara fyrir íbúa og atvinnulíf í Skagafirði,“ segir í bókun byggðarráðs.
 
Fylgja eftir jákvæðri umræðu
 
Þá segir að nú sé glæsilegu Landsmóti hestamanna á Hólum nýlokið og mun sú mikla og mikilvæga uppbygging sem þar hefur átt sér stað nýtast skólanum til sóknar um ókomna tíð. „Mikilvægt er fyrir okkur Skagfirðinga að fylgja eftir þeirri jákvæðu umræðu sem Hólar fengu í kjölfar Landsmóts til að sækja fram fyrir skólann enda er Háskólinn á Hólum æðsta menntastofnun íslenska hestsins í heiminum. Er það okkar að tryggja að svo verði áfram.“
 
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar formlega eftir samstarfi við stjórnvöld og Landssamband hestamannafélaga um að Hólar í Hjaltadal verði gerðir að þjóðarleikvangi íslenska hestsins. Sú umgjörð sem þar hefur verið sköpuð er einstök á heimsvísu og öll uppbygging í fortíð, nútíð og framtíð mun nýtast Háskólanum á Hólum, styrkja stöðu hans og festa enn frekar í sessi.
 
Auka þarf rekstrarfé
 
Byggðarráð vill jafnframt ítreka að tryggja þarf sjálfbærni í gæða- og rekstrarmálum skólans. Auka þarf rekstrarfé til skólans og tryggja rekstrargrundvöll hans til framtíðar. Taka þarf af uppsafnaðan halla sem safnast hefur upp á undanförnum árum meðal annars vegna þess að fjárframlög til skólans hafa ekki verið í samræmi við rekstrarforsendur og veita þar með skólanum andrými tl framþróunar.
 

Skylt efni: Hólar | íslenski hesturinn

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...