Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nýi hringvöllurinn á Hólum sann­aði ágæti sitt á Landsmóti.
Nýi hringvöllurinn á Hólum sann­aði ágæti sitt á Landsmóti.
Mynd / TB
Fréttir 26. júlí 2016

Hólar verði þjóðarleikvangur íslenska hestsins

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Byggðarráð Skagafjarðar hefur skorað á menntamálaráðherra að setja af stað vinnu við að skoða allar mögulegar útfærslur með það að markmiði að styrkja Háskólann á Hólum sem sjálfstæða menntastofnun og tryggja til framtíðar að yfirstjórn og umsjón haldist í Skagafirði.
 
Byggðarráð segir í bókun að Háskólinn á Hólum sé ein af grunnstoðum í skagfirsku samfélagi og verði mikilvægi hans seint að fullu metið. „Það að vera með öll skólastig innan héraðs, frá leikskóla til háskóla, gefur Skagafirði tækifæri sem mikilvægt er að nýta til framfara fyrir íbúa og atvinnulíf í Skagafirði,“ segir í bókun byggðarráðs.
 
Fylgja eftir jákvæðri umræðu
 
Þá segir að nú sé glæsilegu Landsmóti hestamanna á Hólum nýlokið og mun sú mikla og mikilvæga uppbygging sem þar hefur átt sér stað nýtast skólanum til sóknar um ókomna tíð. „Mikilvægt er fyrir okkur Skagfirðinga að fylgja eftir þeirri jákvæðu umræðu sem Hólar fengu í kjölfar Landsmóts til að sækja fram fyrir skólann enda er Háskólinn á Hólum æðsta menntastofnun íslenska hestsins í heiminum. Er það okkar að tryggja að svo verði áfram.“
 
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar formlega eftir samstarfi við stjórnvöld og Landssamband hestamannafélaga um að Hólar í Hjaltadal verði gerðir að þjóðarleikvangi íslenska hestsins. Sú umgjörð sem þar hefur verið sköpuð er einstök á heimsvísu og öll uppbygging í fortíð, nútíð og framtíð mun nýtast Háskólanum á Hólum, styrkja stöðu hans og festa enn frekar í sessi.
 
Auka þarf rekstrarfé
 
Byggðarráð vill jafnframt ítreka að tryggja þarf sjálfbærni í gæða- og rekstrarmálum skólans. Auka þarf rekstrarfé til skólans og tryggja rekstrargrundvöll hans til framtíðar. Taka þarf af uppsafnaðan halla sem safnast hefur upp á undanförnum árum meðal annars vegna þess að fjárframlög til skólans hafa ekki verið í samræmi við rekstrarforsendur og veita þar með skólanum andrými tl framþróunar.
 

Skylt efni: Hólar | íslenski hesturinn

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.