Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hlutdeildin hæst í garðyrkjunni
Fréttir 23. mars 2023

Hlutdeildin hæst í garðyrkjunni

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Skortur er á áreiðanlegum opinberum gögnum um framleiðslumagn og markaðshlutdeild lífrænt vottaðra matvæla á Íslandi.

Tillögur eru komnar fram um eflingu lífrænnar matvælaframleiðslu á Íslandi.

Stefna stjórnvalda er að auka hlutfall þessara matvara markvisst með tímasettri áætlun og eru tillögurnar ein birtingarmynd stefnunnar. Þeim er þannig ætlað að auka sjálfbærni íslensks landbúnaðar, þar sem eftirspurn eftir vottuðum lífrænum vörum fer vaxandi. Plássfrekastir vöruflokka á íslenskum lífrænt vottuðum markaði eru garðyrkja, eggjaframleiðsla, mjólkurvinnsla og kornframleiðsla til manneldis.

Hlutfallið er hæst í garðyrkju, en þar er vitað að 13 af um 200 framleiðendum eru lífrænt vottaðir, eða um 6,5 prósent.

Nesbú er eini íslenski eggja­framleiðandinn og er talið að markaðshlutdeild þeirra sé um fimm prósent í dag. Móðir Jörð ræktar um 100 tonn af korni á ári af um 9.500 tonna heildarframleiðslu í landinu, eða tæplega eitt prósent. Kornið frá Vallanesi er hins vegar allt ræktað til manneldis – og er stór hluti af þeirri heildarframleiðslu í landinu.

Biobú ætlar að vinna mjólk úr 700.000 lítrum á þessu ári af um 800 þúsund lítra heildarmagni sem er í boði. Það er um 0,54 prósent framleiðsla af heildarkvóta ársins.

Sjá nánar í fréttaskýringu á bls. 20–21 í nýju Bændablaði.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...