Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hlutdeildin hæst í garðyrkjunni
Fréttir 23. mars 2023

Hlutdeildin hæst í garðyrkjunni

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Skortur er á áreiðanlegum opinberum gögnum um framleiðslumagn og markaðshlutdeild lífrænt vottaðra matvæla á Íslandi.

Tillögur eru komnar fram um eflingu lífrænnar matvælaframleiðslu á Íslandi.

Stefna stjórnvalda er að auka hlutfall þessara matvara markvisst með tímasettri áætlun og eru tillögurnar ein birtingarmynd stefnunnar. Þeim er þannig ætlað að auka sjálfbærni íslensks landbúnaðar, þar sem eftirspurn eftir vottuðum lífrænum vörum fer vaxandi. Plássfrekastir vöruflokka á íslenskum lífrænt vottuðum markaði eru garðyrkja, eggjaframleiðsla, mjólkurvinnsla og kornframleiðsla til manneldis.

Hlutfallið er hæst í garðyrkju, en þar er vitað að 13 af um 200 framleiðendum eru lífrænt vottaðir, eða um 6,5 prósent.

Nesbú er eini íslenski eggja­framleiðandinn og er talið að markaðshlutdeild þeirra sé um fimm prósent í dag. Móðir Jörð ræktar um 100 tonn af korni á ári af um 9.500 tonna heildarframleiðslu í landinu, eða tæplega eitt prósent. Kornið frá Vallanesi er hins vegar allt ræktað til manneldis – og er stór hluti af þeirri heildarframleiðslu í landinu.

Biobú ætlar að vinna mjólk úr 700.000 lítrum á þessu ári af um 800 þúsund lítra heildarmagni sem er í boði. Það er um 0,54 prósent framleiðsla af heildarkvóta ársins.

Sjá nánar í fréttaskýringu á bls. 20–21 í nýju Bændablaði.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...