Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Norðurorka stendur í umfangsmiklum framkvæmdum við lagningu Hjalteyrarlagnar. Fyrsti áfangi verksins nær frá dælustöð við Glerártorg og út fyrir Hlíðarbraut.
Norðurorka stendur í umfangsmiklum framkvæmdum við lagningu Hjalteyrarlagnar. Fyrsti áfangi verksins nær frá dælustöð við Glerártorg og út fyrir Hlíðarbraut.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 15. október 2018

Hjalteyrarlögn dugar samfélaginu við Eyjafjörð næstu áratugi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Stöðugur vöxtur hefur verið í heitavatnsnotkun Akureyringa undanfarin ár, það er komið að ákveðnum þáttaskilum í rekstri veitunnar, en yfir köldustu vetrardagana er hún á fullum afköstum og má lítið út af bregða,“ segir Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku. 
 
Fyrirtækið hefur í sumar staðið í umfangsmiklum framkvæmdum við lagningu Hjalteyrarlagnar sem svo er nefnd, frá dælustöð Norðurorku við Glerártorg á Akureyri, og nær fyrsti áfangi verksins út fyrir Hlíðarbraut í norðri og er honum nú að mestu lokið.  
 
Um 60% af hitaveituvatni koma af Hjalteyrarsvæðinu
 
Hitaveitukerfið á Akureyri var í upphafi hannað með það í huga að aðveitulagnir kæmu sunnan úr Eyjafjarðarsveit. Helgi segir að fyrri áætlanir hafi gert ráð fyrir frekari vatnsöflun í Eyjafjarðarsveit þar sem allir innviðir séu til staðar. Árangurslaus borun á vinnslusvæði við Botn sumarið 2016 varð til þess að ákveðið var að afla vatns fyrir veituna á Hjalteyrarsvæðinu svo mæta mætti aukinni þörf fyrir orku. „Orkuþörf hitaveitunnar hefur tvöfaldast frá því sem var árið 2000,“ segir Helgi.
 
Hjalteyrarsvæðið sem virkjað var árið 2002 gefur nú þegar um 60% af hitaveituvatni Akureyringa. Helgi segir að sú mikla afkastageta sem fyrir hendi sé á því svæði geti stafað af því að lekt bergs sé betri og aðsteymi vatns greiðara en þekkist á öðrum vinnslusvæðum Norðurorku. Rekja megi það til sprungumyndunar af völdum jarðskjálfta í brotabelti í utanverðum Eyjafirði. „Afkastageta jarðhitakerfisins við Hjalteyri er því mun meiri en annarra jarðhitasvæða sem við nýtum,“ segir Helgi.
 
Kostnaður við allt verkið ríflega tveir milljarðar
 
Hann nefnir að mat Íslenskra orkurannsókna sé að Hjalteyrarkerfið geti staðið undir mun meiri vinnslu en nú er, en flutningsgeta aðveitunnar standi í vegi fyrir nýtingu vinnslusvæðisins. 
 
„Þetta er þannig að yfir köldustu vetrarmánuðina þrýstum við mun meira vatni gegnum lögnina en eðlilegt er, það kostar öflugar dælur og gríðarlega raforku,“ segir Helgi. Nú þegar liggur að mestu fyrir hönnun á nýrri aðveituæð frá vinnslusvæðinu á Hjalteyri sem og einnig hönnun á bættri tengingu aðveitunnar við bæjarkerfið. Í því felast m.a. breytingar á tengingum við meginflutningskerfið innan bæjarins og á dælustöð við Þórunnar­stræti. 
 
Helgi segir að næsta sumar sé stefnt að því að tengja vatnið frá Hjalteyri upp í miðlunartanka í Þórunnarstræti. 
 
„Við áfangaskiptum þessu gríðarstóra verkefni, þetta er mikil fjárfesting, kostnaður er áætlaður ríflega tveir milljarðar króna í heild, boranir og dælubúnaður er þar meðtalinn,“ segir Helgi. Góður árangur var nú í sumar þegar boruð var viðbótarhola á jarðhitasvæðinu við Hjalteyri, en sú borun var eingöngu hugsuð til að fá varaholu í byrjun og ná betra aðgengi niður í núverandi vinnslupott.
 
Lögnin lögð undir Glerá í haust
 
„Við skiptum þessu verkefni upp á fjóra áfanga og er sá fyrsti í gangi núna, hann var boðinn út í vor og var tilboði lægstbjóðenda, frá Finni ehf., tekið. Fyrsti áfangi felst í lagningu nýrrar 500 mm lagnar innanbæjar, frá dælustöð við Glerártorg og út fyrir Hlíðarbraut. Lokaáfanginn í fyrsta áfanga verkefnisins felst í að koma lögninni undir botn Glerár og best hentar að vinna að því þegar dregur í vatnsmagni árinnar síðar í  haust.“  Næsta vor, 2019, verður hafist handa við annan áfanga verksins, sem er frá Hjalteyri og suður að Ósi, sem er norðan við ósa Hörgár.
 
Helgi segir að verkefnið sé stórt og umfangsmikið, en almennt hafi allt gengið með ágætum, alltaf komi þó upp einhver atriði sem ekki var hægt að sjá fyrir.
 
„Við vonum að ný Hjalteyrarlögn muni duga samfélaginu við Eyjafjörð næstu áratugina,“ segir Helgi og bætir við að hún sé hönnuð með þann möguleika í huga að lengja hana enn frekar til norðurs, að jarðhitasvæði við Syðri-Haga/Ytri Vík en það er í eigu Norðurorku.  

Skylt efni: Hjalteyri | Akureyri | Norðurorka

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...

Lömbin léttari en í fyrra
Fréttir 10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Sigurður Bjarni Rafnsson, sláturhússtjóri Kaupfélags Skagfirðinga (KS), segir sl...

Uppskerubrestur á kartöflum
Fréttir 10. október 2024

Uppskerubrestur á kartöflum

Kartöflubændur við Eyjafjörð hafa lent í skakkaföllum út af hreti í byrjun sumar...

Kæra hótanir
Fréttir 8. október 2024

Kæra hótanir

Tveir einstaklingar hafa verið kærðir til lögreglu fyrir hótanir í garð eftirlit...

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Uppskerubrestur á kartöflum
10. október 2024

Uppskerubrestur á kartöflum

Lómur
9. október 2024

Lómur

Lömbin léttari en í fyrra
10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Kæra hótanir
8. október 2024

Kæra hótanir