Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Herlirfur plága í maísrækt í Afríku
Fréttir 28. apríl 2017

Herlirfur plága í maísrækt í Afríku

Höfundur: Vilmundur Hansen

Plága herlirfa herjar á maísakra í Suður-Afríku og öðrum löndum í sunnanverðri Afríku. Uppskerubrestur af völdum plágunnar er gríðarlegur.

Eftir að lirfurnar skríða úr eggi geta þær valdið gríðarlegum skemmdum á maís og uppskerubresti á stórum svæðum. Löndin sem verst hafa komið út úr slíkum plágum eru Suður-Afríka, Sambía, Malaví og Simbabve.

Landbúnaðarfræðingar segja að auk þess að leggjast á maís sæki lirfan í aðrar matjurtir eins og soja, kartöflur og jarðhnetur svo dæmi séu nefnd.

Fiðrildið, sem lirfan er ein birtingarmyndin af, barst í Afríku frá Suður-Ameríku í lok sjötta áratugar síðustu aldar og hefur verið að breiðast út síðan þá, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að útrýma henni.

Lítið er vitað um hegðunar­mynstur fiðrildanna í Afríku og er talin hætta á að þau geti orðið árstíðabundin plága á mismunandi stöðum í álfunni verði ekkert að gert.

Skylt efni: Afríka | plágur maís | lirfur

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...