Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Herlirfur plága í maísrækt í Afríku
Fréttir 28. apríl 2017

Herlirfur plága í maísrækt í Afríku

Höfundur: Vilmundur Hansen

Plága herlirfa herjar á maísakra í Suður-Afríku og öðrum löndum í sunnanverðri Afríku. Uppskerubrestur af völdum plágunnar er gríðarlegur.

Eftir að lirfurnar skríða úr eggi geta þær valdið gríðarlegum skemmdum á maís og uppskerubresti á stórum svæðum. Löndin sem verst hafa komið út úr slíkum plágum eru Suður-Afríka, Sambía, Malaví og Simbabve.

Landbúnaðarfræðingar segja að auk þess að leggjast á maís sæki lirfan í aðrar matjurtir eins og soja, kartöflur og jarðhnetur svo dæmi séu nefnd.

Fiðrildið, sem lirfan er ein birtingarmyndin af, barst í Afríku frá Suður-Ameríku í lok sjötta áratugar síðustu aldar og hefur verið að breiðast út síðan þá, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að útrýma henni.

Lítið er vitað um hegðunar­mynstur fiðrildanna í Afríku og er talin hætta á að þau geti orðið árstíðabundin plága á mismunandi stöðum í álfunni verði ekkert að gert.

Skylt efni: Afríka | plágur maís | lirfur

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...