Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Herlirfur plága í maísrækt í Afríku
Fréttir 28. apríl 2017

Herlirfur plága í maísrækt í Afríku

Höfundur: Vilmundur Hansen

Plága herlirfa herjar á maísakra í Suður-Afríku og öðrum löndum í sunnanverðri Afríku. Uppskerubrestur af völdum plágunnar er gríðarlegur.

Eftir að lirfurnar skríða úr eggi geta þær valdið gríðarlegum skemmdum á maís og uppskerubresti á stórum svæðum. Löndin sem verst hafa komið út úr slíkum plágum eru Suður-Afríka, Sambía, Malaví og Simbabve.

Landbúnaðarfræðingar segja að auk þess að leggjast á maís sæki lirfan í aðrar matjurtir eins og soja, kartöflur og jarðhnetur svo dæmi séu nefnd.

Fiðrildið, sem lirfan er ein birtingarmyndin af, barst í Afríku frá Suður-Ameríku í lok sjötta áratugar síðustu aldar og hefur verið að breiðast út síðan þá, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að útrýma henni.

Lítið er vitað um hegðunar­mynstur fiðrildanna í Afríku og er talin hætta á að þau geti orðið árstíðabundin plága á mismunandi stöðum í álfunni verði ekkert að gert.

Skylt efni: Afríka | plágur maís | lirfur

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...