Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bóndi í Gerði í Suðursveit segir helsingjann fljótan að eyðileggja túnin. Hann grafi upp grænfóðurakra og taki jafnvel upp kartöflur. Fjöldi helsingja á svæðinu hafi aukist mjög, allt frá árinu 2017.
Bóndi í Gerði í Suðursveit segir helsingjann fljótan að eyðileggja túnin. Hann grafi upp grænfóðurakra og taki jafnvel upp kartöflur. Fjöldi helsingja á svæðinu hafi aukist mjög, allt frá árinu 2017.
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurlandi horfir upp á fuglana eyðileggja tún og akra sumar hvert og segir þeim fjölga ár frá ári.

Björn Þorbergsson.

Umhverfisstofnun skoðar hvernig draga megi úr veiðum á helsingja. Er ástæðan sögð vera sú að Austur-Grænlandsstofninn hafi rýrnað mjög á allra síðustu árum sökum fuglaflensu og viðkomubrestur verið síðustu tvö sumur. Ýmsir hafa orðið til að draga þetta í efa og benda á aukinn fjölda helsingja, einkum á austanverðu Suðurlandi og landnám hans vestur og austur um land.

Björn Þorbergsson, bóndi í Gerði í Suðursveit, er einn þeirra sem orðið hefur áþreifanlega var við mjög aukna viðkomu helsingja á landi sínu, mitt á milli Skaftafells og Hafnar í Hornafirði. Þar er rekið myndarlegt sauðfjárbú og ferðaþjónusta.

„Ég er ekki sammála því sem Umhverfisstofnun segir um fækkun helsingja,“ segir Björn. Hann telur helsingjastofninn þvert á móti hafa stækkað hin síðustu ár og fregnir berist af fuglum vestur að Ölfusá og austur í Stöðvarfjörð.

„Þetta er að valda okkur í allri sýslunni stórtjóni. Helsinginn er hér frá því í byrjun apríl og fram á haust. Þeir eru fljótir að rústa túnunum. Það verður að skoða þetta eitthvað betur, sýslan hér er öll undir,“ segir hann enn fremur.

Valda verri vor- og haustbeit

„Helsinginn fór að koma hér í tún árið 2017 og fjöldinn fór mjög vaxandi frá ári til árs,“ heldur Björn áfram. „Hann er búinn að vera yfir okkur í allt sumar og það hefur hann aldrei gert áður. Hann hefur alltaf horfið í einhvern tíma. Hann hefur aldrei verið eins skæður og núna og eyðilagði m.a. grænfóðurakur hér í sumar. Ég varð að sá í hann aftur um 10. júlí því allt var rifið upp úr akrinum. Það var ekkert eftir og eiginlega bara alveg ótrúlegt að horfa upp á það. Fuglarnir eru svo framir að þeir rifu meira að segja upp karöflurnar fyrir kartöflubændur í fyrra,“ segir hann.

Björn segir helsingjana koma fyrstu viku aprílmánaðar og vera fram í september.

„Í vor var maður bara mjög sáttur við hvernig túnin fóru af stað, miðað við hversu kalt var. Þegar átti að setja féð út var eins og væri janúar, það var bara sviðin jörð eftir helsingjana, útskýrir hann. „Við höfum frestað því að bera á túnin til að reyna að losna við fuglana og nú er svo komið að við erum ekki að bera á fyrr en um miðjan júní sem þýðir að vorbeitin fyrir búfénað er mjög döpur og meiri kostnaður náttúrlega, af fóðurbæti og heyi. Þetta gerir að verkum að sláttur var seinni á ferðinni sem þýðir aftur að haustbeitin getur orðið verri. Þetta er því slæm keðjuverkun. Og það er ekki eins og að helsinginn sé að koma hér eina eða tvær vikur heldur er hann yfirvofandi frá fyrstu viku apríl og út í september.“

Ekki auðveiddir og hræðast ekkert

Björn segir helsingjann hreinlega það versta sem hægt sé að fá í túnin og miklu verri en t.d. gæs. „Helsingjarnir fara saman í stórum hópum og eru svo þétt þegar þeir koma. Þeir setjast í eitt horn á túnunum, fara eins og faraldur yfir túnið og það er eins og sviðin jörð eftir. Þegar fuglarnir eru svo komnir yfir túnið fara þeir aftur þangað sem þeir byrjuðu. Það eru hér tún í nágrenninu sem eru illa farin sem hann hefur verið ásækinn í núna. Þetta er stórtjón í rauninni, bæði tíminn sem fer í þetta og líka fjárhagslegt tjón vegna áburðarkaupa t.d., sem er bara orðið þó nokkuð,“ segir Björn jafnframt.

Erfiðara er að veiða helsingjann en grágæsina þar sem hann hagar sér á annan hátt. Hann er óútreiknanlegri og fremur ólíklegt að hann komi aftur á sama staðinn að morgni, sé hann rekinn upp að kveldi. Björn segir þurfa mikla þolinmæði og tíma til að veiða hann. Fuglahræður geri heldur ekkert gagn, það hafi verið reynt og fuglinn jafnan hvað þéttastur þar. „Helsinginn lætur ekki hræða sig og er dálítill skæruliði í sér,“ hnýtir Björn við.

Hann stórefast því um að helsingja sé að fækka hér á landi, bæði af þeim aukna fjölda sem hann sér á sínu svæði og hversu víða hann hefur heyrt af fuglunum. Fara þurfi í nýjar talningar áður en ákvörðun sé tekin um að hamla veiðum. Björn hefur setið fundi með Umhverfisstofnun þar sem farið er yfir þessi mál og segist hann hafa gagnrýnt tölur stofnunarinnar um fjölda helsingja á svæðinu, en fyrir daufum eyrum, líkt og raunar með fjölda hreindýra.

Skylt efni: Helsingi

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.