Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Umhverfisstofnun vinnur að tillögu um hvernig megi draga úr veiðum á helsingja.
Umhverfisstofnun vinnur að tillögu um hvernig megi draga úr veiðum á helsingja.
Mynd / Wiki
Fréttir 4. september 2024

Helsinginn viðkvæmur og dregið úr veiðum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Veiðitímabil á grágæs og heiðagæs er hafið. Leitað er leiða til að draga úr veiðum á helsingja. Sölubann gildir áfram um grágæs.

Umhverfisstofnun vinnur nú að tillögu um hvernig megi draga úr veiðum á helsingja. Leyfilegt er að veiða hann milli 1. september og 15. mars ár hvert.

Sú staða er komin upp að Austur- Grænlandsstofn helsingja, sem íslenski stofninn tilheyrir, hefur rýrnað mjög á allra síðustu árum. Stofninn hefur orðið fyrir verulegum afföllum vegna bráðrar fuglaflensu á síðustu tveimur árum. Einnig hefur viðkomubrestur verið viðvarandi síðustu tvö sumur. Frá þessu greinir á vef Umhverfisstofnunar.

Tilmæli um að draga úr veiðum

Stofninn var metinn um 57.000 fuglar í mars 2024 og er því kominn nærri neðri viðmiðunarmörkum AEWA samningsins (alþjóðlegur samningur um verndun afrísk- evrasískra sjó- og vatnafugla sem Ísland er aðili að) sem miðast við 54.000 fugla að vori. Af þessu tilefni hefur vinnuhópur EGMP (European Goose Manage- ment Platform) sem starfar undir AEWA, sent Bretlandi og Íslandi tilmæli um að draga verulega úr veiðum á helsingja árið 2024 eða stöðva þær alveg.

Umhverfisstofnun vinnur því að tillögum til ráðherra um hvernig draga megi úr veiðum til að uppfylla skilyrði samningsins.

Grágæs fækkar

Veiðitímabilið á grágæs og heiðagæs hófst þriðjudaginn 20. ágúst og stendur til 15. mars, eins og síðustu ár. Íslenski grágæsastofninn náði hámarki árið 2011 og var þá 112.000 fuglar. Síðan þá hefur grágæs fækkað og bentu talningar ársins 2023 til þess að stofninn væri 59.000 fuglar. Í ljósi veikrar stöðu grágæsastofnsins mun sölubann áfram gilda um tegundina.

Heiðagæsastofninn stendur sem fyrr nokkuð sterkur en hefur þó verið að dragast saman á síðustu árum, segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Hámarki náði stofninn árið 2019 þegar hann var talinn vera um hálf milljón fugla. Samkvæmt talningum ársins 2023 stóð stofninn í 335.730 fuglum.

Skylt efni: Helsingi

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.