Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Umhverfisstofnun vinnur að tillögu um hvernig megi draga úr veiðum á helsingja.
Umhverfisstofnun vinnur að tillögu um hvernig megi draga úr veiðum á helsingja.
Mynd / Wiki
Fréttir 4. september 2024

Helsinginn viðkvæmur og dregið úr veiðum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Veiðitímabil á grágæs og heiðagæs er hafið. Leitað er leiða til að draga úr veiðum á helsingja. Sölubann gildir áfram um grágæs.

Umhverfisstofnun vinnur nú að tillögu um hvernig megi draga úr veiðum á helsingja. Leyfilegt er að veiða hann milli 1. september og 15. mars ár hvert.

Sú staða er komin upp að Austur- Grænlandsstofn helsingja, sem íslenski stofninn tilheyrir, hefur rýrnað mjög á allra síðustu árum. Stofninn hefur orðið fyrir verulegum afföllum vegna bráðrar fuglaflensu á síðustu tveimur árum. Einnig hefur viðkomubrestur verið viðvarandi síðustu tvö sumur. Frá þessu greinir á vef Umhverfisstofnunar.

Tilmæli um að draga úr veiðum

Stofninn var metinn um 57.000 fuglar í mars 2024 og er því kominn nærri neðri viðmiðunarmörkum AEWA samningsins (alþjóðlegur samningur um verndun afrísk- evrasískra sjó- og vatnafugla sem Ísland er aðili að) sem miðast við 54.000 fugla að vori. Af þessu tilefni hefur vinnuhópur EGMP (European Goose Manage- ment Platform) sem starfar undir AEWA, sent Bretlandi og Íslandi tilmæli um að draga verulega úr veiðum á helsingja árið 2024 eða stöðva þær alveg.

Umhverfisstofnun vinnur því að tillögum til ráðherra um hvernig draga megi úr veiðum til að uppfylla skilyrði samningsins.

Grágæs fækkar

Veiðitímabilið á grágæs og heiðagæs hófst þriðjudaginn 20. ágúst og stendur til 15. mars, eins og síðustu ár. Íslenski grágæsastofninn náði hámarki árið 2011 og var þá 112.000 fuglar. Síðan þá hefur grágæs fækkað og bentu talningar ársins 2023 til þess að stofninn væri 59.000 fuglar. Í ljósi veikrar stöðu grágæsastofnsins mun sölubann áfram gilda um tegundina.

Heiðagæsastofninn stendur sem fyrr nokkuð sterkur en hefur þó verið að dragast saman á síðustu árum, segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Hámarki náði stofninn árið 2019 þegar hann var talinn vera um hálf milljón fugla. Samkvæmt talningum ársins 2023 stóð stofninn í 335.730 fuglum.

Skylt efni: Helsingi

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...