Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Heitið Monsanto lagt niður og Bayer kemur í staðinn
Fréttir 26. júní 2018

Heitið Monsanto lagt niður og Bayer kemur í staðinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir um það bil ári keypti þýska lyfjafyrirtækið Bayer bandaríska fræ- og efnaframleiðslu og erfðatæknifyrirtækið Monsanto. Verðið sem Bayer greiddi fyrir Monsanto var 64 milljarðar bandaríkjadala og var upphæðin greidd í reiðufé.

Monsanto er þekktast fyrir framleiðslu sína á plöntueitrinu glyphosate sem er virka efnið Roundup og fyrir framleiðslu og sölu á erfðabreyttum fræjum.

Fyrirtækið hefur lengi haft á sér slæmt orð fyrir hörku í viðskiptum við bændur þegar kemur að einkarétti á notkun á erfðabreyttu fræ. Auk þess sem sagt er að Monsanto hafi haldið leyndum upplýsingum um þann heilsuskaða sem notkun á glyphosate veldur.

Eftir kaup Bayer á Monsanto hefur verið ákveðið að hætta notkun á nafninu Monsanto og fella það burt af öllum framleiðsluvörum þess. Nafnabreytingin er liður í því að losa Bayer við það slæma orðspor sem fer af Monsanto.

Reyndar kemur nafnabreytingin ekki á óvart því að í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum var Monsanto á lista yfir tíu mest hötuðu fyrirtæki þar vestra.

Hugmyndin að nafnabreytingunni er ekki ný á nálinni því að stjórn Monsanto mun hafa íhugað að breyta nafni fyrirtækisins áður en Bayer kom til sögunnar sem kaupandi.

Framleiðsluvörur Bayer verða áfram þær sömu og Monsanto bara undir öðrum vöruheitum. 

Skylt efni: Monsanto | Bayer

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...