Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Heitið Monsanto lagt niður og Bayer kemur í staðinn
Fréttir 26. júní 2018

Heitið Monsanto lagt niður og Bayer kemur í staðinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir um það bil ári keypti þýska lyfjafyrirtækið Bayer bandaríska fræ- og efnaframleiðslu og erfðatæknifyrirtækið Monsanto. Verðið sem Bayer greiddi fyrir Monsanto var 64 milljarðar bandaríkjadala og var upphæðin greidd í reiðufé.

Monsanto er þekktast fyrir framleiðslu sína á plöntueitrinu glyphosate sem er virka efnið Roundup og fyrir framleiðslu og sölu á erfðabreyttum fræjum.

Fyrirtækið hefur lengi haft á sér slæmt orð fyrir hörku í viðskiptum við bændur þegar kemur að einkarétti á notkun á erfðabreyttu fræ. Auk þess sem sagt er að Monsanto hafi haldið leyndum upplýsingum um þann heilsuskaða sem notkun á glyphosate veldur.

Eftir kaup Bayer á Monsanto hefur verið ákveðið að hætta notkun á nafninu Monsanto og fella það burt af öllum framleiðsluvörum þess. Nafnabreytingin er liður í því að losa Bayer við það slæma orðspor sem fer af Monsanto.

Reyndar kemur nafnabreytingin ekki á óvart því að í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum var Monsanto á lista yfir tíu mest hötuðu fyrirtæki þar vestra.

Hugmyndin að nafnabreytingunni er ekki ný á nálinni því að stjórn Monsanto mun hafa íhugað að breyta nafni fyrirtækisins áður en Bayer kom til sögunnar sem kaupandi.

Framleiðsluvörur Bayer verða áfram þær sömu og Monsanto bara undir öðrum vöruheitum. 

Skylt efni: Monsanto | Bayer

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...