Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Heitið Monsanto lagt niður og Bayer kemur í staðinn
Fréttir 26. júní 2018

Heitið Monsanto lagt niður og Bayer kemur í staðinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir um það bil ári keypti þýska lyfjafyrirtækið Bayer bandaríska fræ- og efnaframleiðslu og erfðatæknifyrirtækið Monsanto. Verðið sem Bayer greiddi fyrir Monsanto var 64 milljarðar bandaríkjadala og var upphæðin greidd í reiðufé.

Monsanto er þekktast fyrir framleiðslu sína á plöntueitrinu glyphosate sem er virka efnið Roundup og fyrir framleiðslu og sölu á erfðabreyttum fræjum.

Fyrirtækið hefur lengi haft á sér slæmt orð fyrir hörku í viðskiptum við bændur þegar kemur að einkarétti á notkun á erfðabreyttu fræ. Auk þess sem sagt er að Monsanto hafi haldið leyndum upplýsingum um þann heilsuskaða sem notkun á glyphosate veldur.

Eftir kaup Bayer á Monsanto hefur verið ákveðið að hætta notkun á nafninu Monsanto og fella það burt af öllum framleiðsluvörum þess. Nafnabreytingin er liður í því að losa Bayer við það slæma orðspor sem fer af Monsanto.

Reyndar kemur nafnabreytingin ekki á óvart því að í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum var Monsanto á lista yfir tíu mest hötuðu fyrirtæki þar vestra.

Hugmyndin að nafnabreytingunni er ekki ný á nálinni því að stjórn Monsanto mun hafa íhugað að breyta nafni fyrirtækisins áður en Bayer kom til sögunnar sem kaupandi.

Framleiðsluvörur Bayer verða áfram þær sömu og Monsanto bara undir öðrum vöruheitum. 

Skylt efni: Monsanto | Bayer

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda
Fréttir 3. júní 2022

Spretthópur skipaður til að bregðast við afkomuvanda bænda

Tilkynnt var um það á vef matvælaráðuneytisins í morgun að Svandís Svavarsdóttir...

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%
Fréttir 2. júní 2022

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%

Þrátt fyrir allt tal um að draga verði úr losun koltvísýrings (CO2) þá jókst not...