Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta er stærsta hestamót sem haldið hefur verið hérlendis með 1.027 skráningum en talið er að þetta sé heimsmet í skráningum á hestaíþróttamóti.

Reykjavíkurmeistaramót Fáks er alþjóðlegt íþróttamót þar sem knapar og hestar etja kappi saman í hinum ýmsu greinum og styrkleikaflokkum. Hófst mótið á sunnudag 8. júní, og stendur til 15. júní. Reykjavíkurmeistaramótið hefur lengi verið eitt stærsta hestaíþróttamót sem haldið er hérlendis og nú þurfti að bæta við auka degi vegna skráninga.

„Eina fjölda viðmiðið sem við höfum er þátttökufjöldi síðustu ára sem hefur farið vaxandi en þetta var kannski heldur meiri aukning en við áttum von á. Það er rosalega jákvætt að sjá þennan mikla vöxt og áhuga sem ríkir í íþróttinni okkar. Það er líka gaman að sjá að það er fjölgun í öllum flokkum, bæði styrkleikaog aldursflokkum. Maður tekur því fagnandi,“ segir Hilda Karen Garðarsdóttir mótstjóri mótsins.

Undirbúningur fyrir mótið hefur gengið vel og gengið vel að manna mótið að sögn Hildu Karenar en á móti að þessari stærðargráðu vinna tugi sjálfboðaliða.

„Við eigum svo gott fólk hér í Fáki sem er alltaf tilbúið að stökkva af stað og aðstoða. Fólk er líka með mikla reynslu við vinnu á stórmótum sem skiptir mjög miklu máli. Mótið hefur gengið smurt, tímasetningar haldið sér og góð stemning heilt yfir. Auðvitað verða alltaf einhverjar uppákomur en þá skiptir máli að vera lausnamiðaður og þegar knapar og aðstandendur eru það líka þá ganga hlutirnir smurt.“

Reykjavíkurmeistaramótið er eitt af tveimur mótunum þar sem keppendur sem hyggjast tryggja sér sæti í landsliðinu sem fer á heimsleikana í Sviss í ágúst þurfa að taka þátt á. Það má því gera ráð fyrir miklum tilþrifum og spennu í Víðidalnum í vikunni og um helgina þegar úrslitakeppnin fer fram.

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu
Fréttir 14. júlí 2025

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu

Landsáætlun stjórnvalda og bænda um útrýmingu á sauðfjárriðu var nýlega endurútg...