Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Heildsölu- og lágmarksverð mjólkur hækkar til framleiðenda
Mynd / smh
Fréttir 29. mars 2021

Heildsölu- og lágmarksverð mjólkur hækkar til framleiðenda

Höfundur: smh

Lágmarksverð mjólkur til bænda og heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða hækkar samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvöru.

Helstu breytingarnar eru að lágmarksverð fyrsta flokks mjólkur til bænda hækkar um 3,77 prósent, úr 97,84 krónum á lítrann í 101,53 krónum á lítrann.

Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkar um 3,47 prósent, nema smjör sem hækkar um 8,47 prósent og heildsöluverð á mjólkurdufti verður óbreytt.

Í tilkynningur úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að verðhækkunin sé komin til vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur, en síðasta verðbreyting fór fram 1. júní 2020. Frá síðustu verðbreytingu til marsmánaðar 2021 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 3,77%. Fyrir sama tímabil er reiknuð hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar afurðastöðva 3,58%. 

Ákvörðun verðlagsnefndar um að halda heildsöluverði á undanrennu- og nýmjólkurdufti óbreyttu og að hækka smjör sérstaklega um 5%, er liður í því að ýta undir betra jafnvægi milli fituríkra og próteinríkra mjólkurvara á markaði og vegna þess að heildsöluverð á smjöri hefur verið undir framleiðslukostnaði um árabil,“ segir í tilkynningunni.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...