Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Heildsölu- og lágmarksverð mjólkur hækkar til framleiðenda
Mynd / smh
Fréttir 29. mars 2021

Heildsölu- og lágmarksverð mjólkur hækkar til framleiðenda

Höfundur: smh

Lágmarksverð mjólkur til bænda og heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða hækkar samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvöru.

Helstu breytingarnar eru að lágmarksverð fyrsta flokks mjólkur til bænda hækkar um 3,77 prósent, úr 97,84 krónum á lítrann í 101,53 krónum á lítrann.

Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkar um 3,47 prósent, nema smjör sem hækkar um 8,47 prósent og heildsöluverð á mjólkurdufti verður óbreytt.

Í tilkynningur úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að verðhækkunin sé komin til vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur, en síðasta verðbreyting fór fram 1. júní 2020. Frá síðustu verðbreytingu til marsmánaðar 2021 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 3,77%. Fyrir sama tímabil er reiknuð hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar afurðastöðva 3,58%. 

Ákvörðun verðlagsnefndar um að halda heildsöluverði á undanrennu- og nýmjólkurdufti óbreyttu og að hækka smjör sérstaklega um 5%, er liður í því að ýta undir betra jafnvægi milli fituríkra og próteinríkra mjólkurvara á markaði og vegna þess að heildsöluverð á smjöri hefur verið undir framleiðslukostnaði um árabil,“ segir í tilkynningunni.

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...