Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hefur aldrei slegið í október fyrr
Mynd / Guðmundur Rafn Guðmundsson
Fréttir 21. október 2021

Hefur aldrei slegið í október fyrr

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Ég hef aldrei slegið í október fyrr,“ segir Stefáns Rúnar Sævarsson, bóndi á Syðri-Grund í Grýtubakkahreppi, sem lauk slætti í dag í ljómandi fínu veðri og 10 stiga hita. Færi gafst líka á að slá á miðvikudag. Stefán náði ríflega 100 rúllum í þessum síðbúna slætti, en hann fór yfir um 30 hektara af túnum.

Hann sló síðast 10. ágúst síðastliðinn, en svo voru alls kyns verkefni önnur sem þurfti að setja í forgang, eins og að taka upp kartöflur, auk þess sem veður var ekki alltaf hliðhollt. Undanfarið hefur verið gríðarleg rigningartíð sem hentar ekki fyrir heyskap að hausti. „Ég átti nú alls ekki von á að þessi rigningarkafli yrði svona langur, en það var bara allt í einu þegar vel var liðið á september komið haugagras. Gæti verið að áburður hafi farið að virka í rigningartíðinni,“ segir Stefán og bætir við að nú sé hann steinhættur.

„Ætli maður splæsi ekki á sig soðbrauði með hangikjöti,“ svarar Stefán, spurður hvort ekki ætti að halda upp á daginn og heyskaparlokin.

Sláttur á Syðri-Grund í október. Stefán bóndi náði um 100 rúllum á tveimur dögum.

Skylt efni: heyskapur | Sláttur

Samstaða framleiðenda afar mikilvæg
Fréttir 9. júní 2023

Samstaða framleiðenda afar mikilvæg

Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitfjárbóndi á Háafelli í Hvítársíðu, var kjör...

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur
Fréttir 9. júní 2023

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur

Nokkuð hefur borið á misskilningi eftir að reglum um flutning nautgripa yfir var...

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu
Fréttir 9. júní 2023

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu

Opnað var fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur þann 1. júní sl.

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna
Fréttir 9. júní 2023

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna

Októ Einarsson, Skógræktarfélag Kópavogs og ferðaþjónustufyrirtækið Midgard eru ...

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...