Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hefur aldrei slegið í október fyrr
Mynd / Guðmundur Rafn Guðmundsson
Fréttir 21. október 2021

Hefur aldrei slegið í október fyrr

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Ég hef aldrei slegið í október fyrr,“ segir Stefáns Rúnar Sævarsson, bóndi á Syðri-Grund í Grýtubakkahreppi, sem lauk slætti í dag í ljómandi fínu veðri og 10 stiga hita. Færi gafst líka á að slá á miðvikudag. Stefán náði ríflega 100 rúllum í þessum síðbúna slætti, en hann fór yfir um 30 hektara af túnum.

Hann sló síðast 10. ágúst síðastliðinn, en svo voru alls kyns verkefni önnur sem þurfti að setja í forgang, eins og að taka upp kartöflur, auk þess sem veður var ekki alltaf hliðhollt. Undanfarið hefur verið gríðarleg rigningartíð sem hentar ekki fyrir heyskap að hausti. „Ég átti nú alls ekki von á að þessi rigningarkafli yrði svona langur, en það var bara allt í einu þegar vel var liðið á september komið haugagras. Gæti verið að áburður hafi farið að virka í rigningartíðinni,“ segir Stefán og bætir við að nú sé hann steinhættur.

„Ætli maður splæsi ekki á sig soðbrauði með hangikjöti,“ svarar Stefán, spurður hvort ekki ætti að halda upp á daginn og heyskaparlokin.

Sláttur á Syðri-Grund í október. Stefán bóndi náði um 100 rúllum á tveimur dögum.

Skylt efni: heyskapur | Sláttur

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...