Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hefur aldrei slegið í október fyrr
Mynd / Guðmundur Rafn Guðmundsson
Fréttir 21. október 2021

Hefur aldrei slegið í október fyrr

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Ég hef aldrei slegið í október fyrr,“ segir Stefáns Rúnar Sævarsson, bóndi á Syðri-Grund í Grýtubakkahreppi, sem lauk slætti í dag í ljómandi fínu veðri og 10 stiga hita. Færi gafst líka á að slá á miðvikudag. Stefán náði ríflega 100 rúllum í þessum síðbúna slætti, en hann fór yfir um 30 hektara af túnum.

Hann sló síðast 10. ágúst síðastliðinn, en svo voru alls kyns verkefni önnur sem þurfti að setja í forgang, eins og að taka upp kartöflur, auk þess sem veður var ekki alltaf hliðhollt. Undanfarið hefur verið gríðarleg rigningartíð sem hentar ekki fyrir heyskap að hausti. „Ég átti nú alls ekki von á að þessi rigningarkafli yrði svona langur, en það var bara allt í einu þegar vel var liðið á september komið haugagras. Gæti verið að áburður hafi farið að virka í rigningartíðinni,“ segir Stefán og bætir við að nú sé hann steinhættur.

„Ætli maður splæsi ekki á sig soðbrauði með hangikjöti,“ svarar Stefán, spurður hvort ekki ætti að halda upp á daginn og heyskaparlokin.

Sláttur á Syðri-Grund í október. Stefán bóndi náði um 100 rúllum á tveimur dögum.

Skylt efni: heyskapur | Sláttur

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...