Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Háihólmi flytur aðallega inn nautakjöt.
Háihólmi flytur aðallega inn nautakjöt.
Mynd / Kyla Mackie
Fréttir 28. febrúar 2025

Háihólmi veltir meira en milljarði króna

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Háihólmi ehf. hagnaðist um 7,9 milljónir króna í fyrra. Rekstrartekjur heildsölunnar námu ríflega 1,7 milljörðum króna og hækkuðu um 192% milli ára.

Í ársreikningi félagsins fyrir árið 2024 kemur fram að kostnaðarverð seldra vara hafi numið rétt tæplega hagnaði af vörusölu. Félagið greiddi tæpar 20 milljónir í laun fyrir eitt ársverk sem nemur um 1.630 þúsund krónum á mánuði með launatengdum gjöldum.

Háihólmi ehf. er að fullu í eigu Birgis Karls Ólafssonar, sem hefur frá stofnun félagsins m.a. starfað sem innkaupastjóri hjá Esju gæðafæði, dótturfélagi Kaupfélags Skagfirðinga. Frá árinu 2023 hefur Háihólmi fengið úthlutað tollkvótum fyrir innflutningi á yfir 560 tonnum af landbúnaðarvörum.

Eignir námu um 188 milljónum króna og eigið fé 9,5 milljónum króna undir lok síðasta árs. Engar langtímaskuldir eru skráðar á félagið en viðskiptaskuldir þess voru um 171 milljón króna. Handbært fé í árslok nam 42,7 milljónum króna undir lok ársins 2024 en það var 260 þúsund krónur þá í ársbyrjun.

Skylt efni: Háihólmi

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...