Háihólmi veltir meira en milljarði króna
Háihólmi ehf. hagnaðist um 7,9 milljónir króna í fyrra. Rekstrartekjur heildsölunnar námu ríflega 1,7 milljörðum króna og hækkuðu um 192% milli ára.
Í ársreikningi félagsins fyrir árið 2024 kemur fram að kostnaðarverð seldra vara hafi numið rétt tæplega hagnaði af vörusölu. Félagið greiddi tæpar 20 milljónir í laun fyrir eitt ársverk sem nemur um 1.630 þúsund krónum á mánuði með launatengdum gjöldum.
Háihólmi ehf. er að fullu í eigu Birgis Karls Ólafssonar, sem hefur frá stofnun félagsins m.a. starfað sem innkaupastjóri hjá Esju gæðafæði, dótturfélagi Kaupfélags Skagfirðinga. Frá árinu 2023 hefur Háihólmi fengið úthlutað tollkvótum fyrir innflutningi á yfir 560 tonnum af landbúnaðarvörum.
Eignir námu um 188 milljónum króna og eigið fé 9,5 milljónum króna undir lok síðasta árs. Engar langtímaskuldir eru skráðar á félagið en viðskiptaskuldir þess voru um 171 milljón króna. Handbært fé í árslok nam 42,7 milljónum króna undir lok ársins 2024 en það var 260 þúsund krónur þá í ársbyrjun.