Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Háihólmi flytur aðallega inn nautakjöt.
Háihólmi flytur aðallega inn nautakjöt.
Mynd / Kyla Mackie
Fréttir 28. febrúar 2025

Háihólmi veltir meira en milljarði króna

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Háihólmi ehf. hagnaðist um 7,9 milljónir króna í fyrra. Rekstrartekjur heildsölunnar námu ríflega 1,7 milljörðum króna og hækkuðu um 192% milli ára.

Í ársreikningi félagsins fyrir árið 2024 kemur fram að kostnaðarverð seldra vara hafi numið rétt tæplega hagnaði af vörusölu. Félagið greiddi tæpar 20 milljónir í laun fyrir eitt ársverk sem nemur um 1.630 þúsund krónum á mánuði með launatengdum gjöldum.

Háihólmi ehf. er að fullu í eigu Birgis Karls Ólafssonar, sem hefur frá stofnun félagsins m.a. starfað sem innkaupastjóri hjá Esju gæðafæði, dótturfélagi Kaupfélags Skagfirðinga. Frá árinu 2023 hefur Háihólmi fengið úthlutað tollkvótum fyrir innflutningi á yfir 560 tonnum af landbúnaðarvörum.

Eignir námu um 188 milljónum króna og eigið fé 9,5 milljónum króna undir lok síðasta árs. Engar langtímaskuldir eru skráðar á félagið en viðskiptaskuldir þess voru um 171 milljón króna. Handbært fé í árslok nam 42,7 milljónum króna undir lok ársins 2024 en það var 260 þúsund krónur þá í ársbyrjun.

Skylt efni: Háihólmi

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.