Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hækkun sjávarmáls vegna bráðnunar Grænlandsjökuls
Fréttir 19. desember 2018

Hækkun sjávarmáls vegna bráðnunar Grænlandsjökuls

Höfundur: Vilmundur Hansen

Leysingavatn vegna bráðnunar Grænlandsjökuls hefur aukist mikið undanfarin ár. Bráðnun jökulsins vegna hlýnunar lofthita á jörðinni er hraðari og meiri en búist var við og hækkun sjávarmáls vegna bráðnunarinnar því meiri en búist var við.

Bráðnun Grænlandsjökuls á ári er sögð vera 50% meiri núna en fyrir daga iðnbyltingarinnar samkvæmt því sem segir í nýlegri grein í Nature. Það sem meira er að aukið magn leysingavatns frá jöklinum er nánast til komið á síðustu tveimur áratugum og er bráðnun jökulsins meiri síðustu tvo áratugina en síðustu átta aldir.

Samkvæmt grein Nature er jökullinn viðkvæmari fyrir hlýnuninni en búist hafði verið við. Borsýni sem tekin voru úr jöklinum gera vísindamönnum kleift að rannsaka bráðnun hans allt að 400 ár aftur í tímann. Samkvæmt þeimer ekki um að villast að bráðnunin hefur aukist jafnt og þétt frá dögum iðnbyltingarinnar og mikið síðustu árin.

Í greininni segir að leysingavatn frá Grænlandsjökli leggi til um 20% af hækkun sjávarmáls í heiminum í dag en með sama áframhaldi verði það um 40% um næstu aldamót. Þar segir einnig að ef ekkert verði að gert til að stöðva og draga úr hlýnun jarðar endi með því að bráðnun jökla verði það mikil að hún muni verða þess valdandi að stór landsvæði, ræktunarlönd og borgir fari undir sjávarmál. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f