Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hækkun sjávarmáls vegna bráðnunar Grænlandsjökuls
Fréttir 19. desember 2018

Hækkun sjávarmáls vegna bráðnunar Grænlandsjökuls

Höfundur: Vilmundur Hansen

Leysingavatn vegna bráðnunar Grænlandsjökuls hefur aukist mikið undanfarin ár. Bráðnun jökulsins vegna hlýnunar lofthita á jörðinni er hraðari og meiri en búist var við og hækkun sjávarmáls vegna bráðnunarinnar því meiri en búist var við.

Bráðnun Grænlandsjökuls á ári er sögð vera 50% meiri núna en fyrir daga iðnbyltingarinnar samkvæmt því sem segir í nýlegri grein í Nature. Það sem meira er að aukið magn leysingavatns frá jöklinum er nánast til komið á síðustu tveimur áratugum og er bráðnun jökulsins meiri síðustu tvo áratugina en síðustu átta aldir.

Samkvæmt grein Nature er jökullinn viðkvæmari fyrir hlýnuninni en búist hafði verið við. Borsýni sem tekin voru úr jöklinum gera vísindamönnum kleift að rannsaka bráðnun hans allt að 400 ár aftur í tímann. Samkvæmt þeimer ekki um að villast að bráðnunin hefur aukist jafnt og þétt frá dögum iðnbyltingarinnar og mikið síðustu árin.

Í greininni segir að leysingavatn frá Grænlandsjökli leggi til um 20% af hækkun sjávarmáls í heiminum í dag en með sama áframhaldi verði það um 40% um næstu aldamót. Þar segir einnig að ef ekkert verði að gert til að stöðva og draga úr hlýnun jarðar endi með því að bráðnun jökla verði það mikil að hún muni verða þess valdandi að stór landsvæði, ræktunarlönd og borgir fari undir sjávarmál. 

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.