Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hækkun sjávarmáls vegna bráðnunar Grænlandsjökuls
Fréttir 19. desember 2018

Hækkun sjávarmáls vegna bráðnunar Grænlandsjökuls

Höfundur: Vilmundur Hansen

Leysingavatn vegna bráðnunar Grænlandsjökuls hefur aukist mikið undanfarin ár. Bráðnun jökulsins vegna hlýnunar lofthita á jörðinni er hraðari og meiri en búist var við og hækkun sjávarmáls vegna bráðnunarinnar því meiri en búist var við.

Bráðnun Grænlandsjökuls á ári er sögð vera 50% meiri núna en fyrir daga iðnbyltingarinnar samkvæmt því sem segir í nýlegri grein í Nature. Það sem meira er að aukið magn leysingavatns frá jöklinum er nánast til komið á síðustu tveimur áratugum og er bráðnun jökulsins meiri síðustu tvo áratugina en síðustu átta aldir.

Samkvæmt grein Nature er jökullinn viðkvæmari fyrir hlýnuninni en búist hafði verið við. Borsýni sem tekin voru úr jöklinum gera vísindamönnum kleift að rannsaka bráðnun hans allt að 400 ár aftur í tímann. Samkvæmt þeimer ekki um að villast að bráðnunin hefur aukist jafnt og þétt frá dögum iðnbyltingarinnar og mikið síðustu árin.

Í greininni segir að leysingavatn frá Grænlandsjökli leggi til um 20% af hækkun sjávarmáls í heiminum í dag en með sama áframhaldi verði það um 40% um næstu aldamót. Þar segir einnig að ef ekkert verði að gert til að stöðva og draga úr hlýnun jarðar endi með því að bráðnun jökla verði það mikil að hún muni verða þess valdandi að stór landsvæði, ræktunarlönd og borgir fari undir sjávarmál. 

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...