Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Nautgripafóður hjá SS helst óbreytt fram í september 2025, en verð á kúafóðri hefur verið óbreytt hjá fyrirtækinu frá því í september 2023.
Nautgripafóður hjá SS helst óbreytt fram í september 2025, en verð á kúafóðri hefur verið óbreytt hjá fyrirtækinu frá því í september 2023.
Mynd / Bbl
Fréttir 25. febrúar 2025

Hækkanir á fóðurmörkuðum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á undanförnum vikum hafa orðið verðhækkanir á fóðri hjá nokkrum fóðursölum. Sláturfélag Suðurlands (SS ) hefur hins vegar gefið út að verðið hjá þeim verði óbreytt á nautgripa- og ærfóðri.

Koma verðhækkanir fóðursala í kjölfar kostnaðarhækkana á ýmsum liðum rekstrar, verðhækkana á hráefnum á heimsmarkaði og hærri flutningskostnaði. Verðhækkanirnar nema fáeinum prósentum að jafnaði.

Hagræðing í ferlum tengdum innkaupum

Ástæðan fyrir óbreyttu verðlagi hjá SS er sú, eins og fram kemur í tilkynningu á vef félagsins, að með samningum og hagræðingu í ferlum tengdum innkaupum hafi náðst að tryggja óbreytt verð þrátt fyrir hækkanir á markaði.

Vill félagið með þessu tryggja bændum fyrirsjáanleika og þannig auðvelda bændum að gera rekstraráætlanir fyrir rekstur búanna.

Alexander Áki Felixson, deildarstjóri búvörudeildar SS, segir að félagið taki sjálft á sig hækkun milli samningstímabila auk áhættu vegna gengis og annarra kostnaðarhækkana eins og á flutningi til landsins og heimkeyrslu á fóðrinu til bænda. Þessu sé mætt með hagræðingu í ferlum tengdum innkaupum og flutningi til landsins.

Óbreytt verð fram í september

Óbreytt verð á nautgripafóðri verður fram í september 2025. Á vef SS kemur fram að verð á kúafóðri hafi verið óbreytt frá því í september 2023 og verði áfram.

Þá helst verð á ærfóðri einnig óbreytt út sama tímabil, en lækkaði síðasta haust um fimm prósent frá fyrri verðskrá.

Skylt efni: fóðurverð

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.