Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Nautgripafóður hjá SS helst óbreytt fram í september 2025, en verð á kúafóðri hefur verið óbreytt hjá fyrirtækinu frá því í september 2023.
Nautgripafóður hjá SS helst óbreytt fram í september 2025, en verð á kúafóðri hefur verið óbreytt hjá fyrirtækinu frá því í september 2023.
Mynd / Bbl
Fréttir 25. febrúar 2025

Hækkanir á fóðurmörkuðum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á undanförnum vikum hafa orðið verðhækkanir á fóðri hjá nokkrum fóðursölum. Sláturfélag Suðurlands (SS ) hefur hins vegar gefið út að verðið hjá þeim verði óbreytt á nautgripa- og ærfóðri.

Koma verðhækkanir fóðursala í kjölfar kostnaðarhækkana á ýmsum liðum rekstrar, verðhækkana á hráefnum á heimsmarkaði og hærri flutningskostnaði. Verðhækkanirnar nema fáeinum prósentum að jafnaði.

Hagræðing í ferlum tengdum innkaupum

Ástæðan fyrir óbreyttu verðlagi hjá SS er sú, eins og fram kemur í tilkynningu á vef félagsins, að með samningum og hagræðingu í ferlum tengdum innkaupum hafi náðst að tryggja óbreytt verð þrátt fyrir hækkanir á markaði.

Vill félagið með þessu tryggja bændum fyrirsjáanleika og þannig auðvelda bændum að gera rekstraráætlanir fyrir rekstur búanna.

Alexander Áki Felixson, deildarstjóri búvörudeildar SS, segir að félagið taki sjálft á sig hækkun milli samningstímabila auk áhættu vegna gengis og annarra kostnaðarhækkana eins og á flutningi til landsins og heimkeyrslu á fóðrinu til bænda. Þessu sé mætt með hagræðingu í ferlum tengdum innkaupum og flutningi til landsins.

Óbreytt verð fram í september

Óbreytt verð á nautgripafóðri verður fram í september 2025. Á vef SS kemur fram að verð á kúafóðri hafi verið óbreytt frá því í september 2023 og verði áfram.

Þá helst verð á ærfóðri einnig óbreytt út sama tímabil, en lækkaði síðasta haust um fimm prósent frá fyrri verðskrá.

Skylt efni: fóðurverð

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...