Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 mánaða.
Nautgripafóður hjá SS helst óbreytt fram í september 2025, en verð á kúafóðri hefur verið óbreytt hjá fyrirtækinu frá því í september 2023.
Nautgripafóður hjá SS helst óbreytt fram í september 2025, en verð á kúafóðri hefur verið óbreytt hjá fyrirtækinu frá því í september 2023.
Mynd / Bbl
Fréttir 25. febrúar 2025

Hækkanir á fóðurmörkuðum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á undanförnum vikum hafa orðið verðhækkanir á fóðri hjá nokkrum fóðursölum. Sláturfélag Suðurlands (SS ) hefur hins vegar gefið út að verðið hjá þeim verði óbreytt á nautgripa- og ærfóðri.

Koma verðhækkanir fóðursala í kjölfar kostnaðarhækkana á ýmsum liðum rekstrar, verðhækkana á hráefnum á heimsmarkaði og hærri flutningskostnaði. Verðhækkanirnar nema fáeinum prósentum að jafnaði.

Hagræðing í ferlum tengdum innkaupum

Ástæðan fyrir óbreyttu verðlagi hjá SS er sú, eins og fram kemur í tilkynningu á vef félagsins, að með samningum og hagræðingu í ferlum tengdum innkaupum hafi náðst að tryggja óbreytt verð þrátt fyrir hækkanir á markaði.

Vill félagið með þessu tryggja bændum fyrirsjáanleika og þannig auðvelda bændum að gera rekstraráætlanir fyrir rekstur búanna.

Alexander Áki Felixson, deildarstjóri búvörudeildar SS, segir að félagið taki sjálft á sig hækkun milli samningstímabila auk áhættu vegna gengis og annarra kostnaðarhækkana eins og á flutningi til landsins og heimkeyrslu á fóðrinu til bænda. Þessu sé mætt með hagræðingu í ferlum tengdum innkaupum og flutningi til landsins.

Óbreytt verð fram í september

Óbreytt verð á nautgripafóðri verður fram í september 2025. Á vef SS kemur fram að verð á kúafóðri hafi verið óbreytt frá því í september 2023 og verði áfram.

Þá helst verð á ærfóðri einnig óbreytt út sama tímabil, en lækkaði síðasta haust um fimm prósent frá fyrri verðskrá.

Skylt efni: fóðurverð

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.