Tún og rýgresisnýræktir í Kaldakinn líta ágætlega út.
Tún og rýgresisnýræktir í Kaldakinn líta ágætlega út.
Mynd / HM
Fréttir 4. ágúst

Hægt að ná góðri uppskeru verði veður gott fram á haustið

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Heilt yfir gengur vel hér á svæðinu. Það er enn mikið eftir af sumrinu og ef haustið verður gott ætti að nást að heyja vel,“ segir Haukur Marteinsson, formaður Bún­aðar­sambands S-Þingeyinga og bóndi á Kvíabóli í Kinn.
 
Haukur Marteinsson.
Hann segir að skortur á vætu hafi sett svip sinn á fyrri hluta sumars, en hefði ekki endilega haft afgerandi áhrif á fyrsta slátt, þótt dæmi væru vissulega um það frá einhverjum stöðum. „Það hefur rignt vel síðustu daga og þó það hafi líka verið kalt hef ég heyrt af því að bændur hafi borið á meiri áburð eftir slátt en vanalega í von um auka uppskeru,“ segir Haukur.
 
 
 
Endurrækt túna með mesta móti
 
Kal var gríðarmikið í sýslunni á liðnu vori og segir Haukur að búið sé að taka út kal á yfir 50 bæjum og sé það á bilinu frá 40 og upp í 90% á milli bæja, þannig að jarðrækt og endurvinnsla túna hafi verið með allra mesta móti.
 
Spretta í nýræktun er að jafnaði góð og telur Haukur að heilmikil uppskera geti náðst það sem eftir lifir sumar og fram á haust verði veður með skaplegum hætti. „Þó er auðvitað misjafnt hversu snemma að vorinu menn komust í að vinna upp tún og vissulega hefur það áhrif þar sem nýlega var búið að sá og að lenda í kjölfarið í þurrkum. Þær nýræktir sem sáð var í fyrst munu gefa mestu uppskeruna,“ segir Haukur.
Haldið í nostalgíu útileguferða
Fréttir 19. september

Haldið í nostalgíu útileguferða

Það hefur verið ævintýralegur vöxtur á framleiðslu íslenska sporthýsisins Mink ...

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35
Fréttir 18. september

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35

Fyrir yfirstandandi sláturtíð var ákveðið að setja af stað tilraunaverkefni um h...

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019
Fréttir 18. september

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur látið gera greiningu á atvinnulífi...

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna
Fréttir 17. september

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna

Á Íslandi sem erlendis er metan (CH4) þekkt sem öruggur, umhverfisvænn og hagkvæ...

Mikil fækkun sauðfjár
Fréttir 17. september

Mikil fækkun sauðfjár

Samkvæmt tölum, sem teknar hafa verð saman um fjárfjölda í Grímsnes- og Grafning...

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu
Fréttir 17. september

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu

Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að veita Norðlenska (sem nú er hluti af...

Búsæld hefur samþykkt sameiningar
Fréttir 17. september

Búsæld hefur samþykkt sameiningar

Samþykkt var á aðalfundi Búsældar ehf. að fela stjórn félagsins fullt og óskorað...

Sjálfbær og holl matvæli eru í forgrunni
Fréttir 16. september

Sjálfbær og holl matvæli eru í forgrunni

Á dögunum héldu Samtök nor­rænna bændasamtaka (NBC) stóran ársfund sinn sem að þ...