Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Guðjón Auðunsson
Guðjón Auðunsson
Fréttir 19. september 2024

Guðjón ráðinn til Ísey

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Guðjón Auðunsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf.

Guðjón er rekstrarhagfræðingur að mennt með víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi að því er fram kemur í tilkynningu frá Ísey útflutningi. Hann lét af störfum sem forstjóri Reita fasteignafélags fyrr á árinu.

„Meginverkefni nýs framkvæmdastjóra, í samvinnu við öflugt teymi starfsmanna Ísey hér á landi og erlendra samstarfsaðila, er að stuðla að enn frekari sókn á erlenda markaði með vöru og vörumerkið „ÍSEY“,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Ísey útflutningur er systurfélag Mjólkursamsölunnar, stofnað árið 2018 í þeim tilgangi að halda utan um erlenda starfsemi og útrás með vörur félagsins. Það er í áttatíu prósenta eigu Auðhumlu en Kaupfélag Skagfirðinga á tuttugu prósent í félaginu.

Í maí bárust fregnir af því að kúabændur á starfssvæði Auðhumlu fengju arðgreiðslu vegna góðs gengis Ísey útflutnings á árinu 2023. Ómar Geir Þorgeirsson var áður framkvæmdastjóri Ísey útflutnings.

Skylt efni: Ísey. úflutningur

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...