Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Guðjón Auðunsson
Guðjón Auðunsson
Fréttir 19. september 2024

Guðjón ráðinn til Ísey

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Guðjón Auðunsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf.

Guðjón er rekstrarhagfræðingur að mennt með víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi að því er fram kemur í tilkynningu frá Ísey útflutningi. Hann lét af störfum sem forstjóri Reita fasteignafélags fyrr á árinu.

„Meginverkefni nýs framkvæmdastjóra, í samvinnu við öflugt teymi starfsmanna Ísey hér á landi og erlendra samstarfsaðila, er að stuðla að enn frekari sókn á erlenda markaði með vöru og vörumerkið „ÍSEY“,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Ísey útflutningur er systurfélag Mjólkursamsölunnar, stofnað árið 2018 í þeim tilgangi að halda utan um erlenda starfsemi og útrás með vörur félagsins. Það er í áttatíu prósenta eigu Auðhumlu en Kaupfélag Skagfirðinga á tuttugu prósent í félaginu.

Í maí bárust fregnir af því að kúabændur á starfssvæði Auðhumlu fengju arðgreiðslu vegna góðs gengis Ísey útflutnings á árinu 2023. Ómar Geir Þorgeirsson var áður framkvæmdastjóri Ísey útflutnings.

Skylt efni: Ísey. úflutningur

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.