Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Guðjón Auðunsson
Guðjón Auðunsson
Fréttir 19. september 2024

Guðjón ráðinn til Ísey

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Guðjón Auðunsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf.

Guðjón er rekstrarhagfræðingur að mennt með víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi að því er fram kemur í tilkynningu frá Ísey útflutningi. Hann lét af störfum sem forstjóri Reita fasteignafélags fyrr á árinu.

„Meginverkefni nýs framkvæmdastjóra, í samvinnu við öflugt teymi starfsmanna Ísey hér á landi og erlendra samstarfsaðila, er að stuðla að enn frekari sókn á erlenda markaði með vöru og vörumerkið „ÍSEY“,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Ísey útflutningur er systurfélag Mjólkursamsölunnar, stofnað árið 2018 í þeim tilgangi að halda utan um erlenda starfsemi og útrás með vörur félagsins. Það er í áttatíu prósenta eigu Auðhumlu en Kaupfélag Skagfirðinga á tuttugu prósent í félaginu.

Í maí bárust fregnir af því að kúabændur á starfssvæði Auðhumlu fengju arðgreiðslu vegna góðs gengis Ísey útflutnings á árinu 2023. Ómar Geir Þorgeirsson var áður framkvæmdastjóri Ísey útflutnings.

Skylt efni: Ísey. úflutningur

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...