Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nemendur fimm elstu bekkja Höfðaskóla tíndu á dögunum rusl í fjörunum í nágrenni Skagastrandar, með kennurum og starfsfólki frá BioPol. Á svæðinu við Kálfshamarsvík safnaðist um 150 kg af rusli en um það bil 95% af því var alls konar plastefni.
Nemendur fimm elstu bekkja Höfðaskóla tíndu á dögunum rusl í fjörunum í nágrenni Skagastrandar, með kennurum og starfsfólki frá BioPol. Á svæðinu við Kálfshamarsvík safnaðist um 150 kg af rusli en um það bil 95% af því var alls konar plastefni.
Mynd / Vefur Skagastrandar / James Kennedy
Fréttir 28. júní 2018

Gríðarlegt magn af rusli safnaðist í fjöruhreinsunarátaki

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Nemendur fimm elstu bekkja Höfðaskóla tíndu á dögunum rusl í fjörunum í nágrenni Skagastrandar, með kennurum og starfsfólki frá BioPol. Tíundu bekkingar fóru þó lengra því þeir hreinsuðu rusl í Kálfshamarsvík og víkinni norðan við hana. 
 
Sjötti og sjöundi bekkur byrjuðu sinn leiðangur í Bæjarvíkinni á Finnsstaðanesinu og gengu svo alla leið heim að Salthúsinu með pokana sína. Krakkarnir í áttunda og níunda bekk gengu síðan leiðina frá Vindhælisstapanum og heim að Bjarmnesi. Sagt er frá þessu á vef Skagastrandar.
 
Á svæðinu við Kálfshamarsvík safnaðist um 150 kg af rusli en um það bil 95% af því var alls konar plastefni.
 
Bróðurparturinn plastefni ýmiss konar
 
Á svæðinu við Kálfshamarsvík safnaðist um 150 kg af rusli en um það bil 95% af því var alls konar plastefni. Þar voru áberandi stuttir grænir nælonspottar eins og eru  í trollum togara og snurvoðarbáta. 
„Greinilega var um að ræða afskurð sem til fellur þegar verið er að gera við trollið og er hér með farið fram á það við sjómenn að þeir passi betur upp á þessa litlu spotta þannig að þeir fari ekki í sjóinn,“ segir í frétt á vef Skagastrandar. 
 
Dekk áberandi mörg
 
Á leiðinni frá Finnsstöðum og heim tíndust upp 220 kg af alls kyns rusli, meðal annars nokkur gömul dekk og netadræsur auk alls plast- og járnaruslsins. Frá Vindhælisstapanum og heim voru dekk mest áberandi. Krakkarnir tíndu þau saman í stóran haug en síðan voru þau sótt á kerru og með dráttarvél. Giska má á að hér hafi verið um 60–70 dekk og dekkjarifrildi. Auk þess var tínt mikið af plasti eins og á hinum stöðunum.
 
 
Magnið kom á óvart
 
Í þessu hreinsunarátaki, sem er hluti af umhverfismennt skólans, var nemendunum uppálagt að skipta sér ekki af spýtum né fuglshræum sem telja má að séu „eðlilegir“ hlutir í fjörum landsins enda eyðast þeir með tímanum, öfugt við plastið sem sagt er að endist a.m.k. 500 ár í náttúrunni. 
 
Nemendur voru sammála um að það kom þeim á óvart hve mikið af plastrusli þau fundu og áttu erfitt með að ímynda sér hve mikið af því væri þá í hafinu við strendur landsins fyrst svo mikið rekur í fjörurnar. 
Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...