Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Birki (Betula pubescens) að hausti. Almenningur er hvattur til að safna birkifræi meðan tíðin er þokkaleg.
Birki (Betula pubescens) að hausti. Almenningur er hvattur til að safna birkifræi meðan tíðin er þokkaleg.
Mynd / Couleur
Fréttir 15. október 2024

Gott fræár í birkinu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Söfnun birkifræs hefur gengið ágætlega þetta haustið og víðast talsvert af fræi.

Land og skógur stendur að átakinu Söfnum og sáum birkifræi í samvinnu við skógræktarfélög landsins, Lionshreyfingunni o.fl. Safna má birkifræi fram undir jól
eða svo lengi sem það hangir á trjánum og þannig ekki sérstök útmörk á söfnunarátakinu. 

Hægt að safna fram eftir vetri

Söfnunin hófst á degi íslenskrar náttúru um miðjan september, með söfnun birkifræs í Reykhúsaskógi í Eyjafjarðarsveit á vegum Lionsklúbbsins Sifjar. Mikið var af fræi á trjám og það orðið vel þroskað. Hið sama virðist gilda víðast hvar um landið og því gott fræár.

Er fólk hvatt til að safna birkifræi og þannig stuðla að útbreiðslu birkis. Fá má fræsöfnunaröskjur og skila fræi í Bónus, Olís eða til starfsstöðva Lands og skógar. Fólk getur einnig sjálft sáð fræi þar sem vænlegt er fyrir það að dafna.

Stækka birkiskóga

Tilgangurinn með verkefninu er að efla útbreiðslu birkiskóga, meðal annars með því að virkja almenning til söfnunar og dreifingar birkifræs, en einnig að veita fræðslu til félagasamtaka, skóla, fyrirtækja og stofnana um vernd og
endurheimt birkiskóga.

Markmiðið er að þekja birkiskóglendis fari úr 1,5 prósentum landsins í 5 prósent fram til ársins 2030. Með verkefnum, sem einkum miða að
útbreiðslu birkiskóga og birkikjarrs, vilja íslensk stjórnvöld taka svokallaðri Bonn-áskorun og þar með auka landgæði, efla jarðvegsauðlindina og styrkja byggð í landinu.

Á Íslandi hafa tvær tegundir birkiættkvíslarinnar þrifist í þúsundir ára og eru báðar mjög einkennandi fyrir íslenska náttúru. Annars vegar er ilmbjörk (birki) og hins vegar fjalldrapi sem er mjög smávaxinn runni og myndar því ekki skóg eða kjarr.

Skylt efni: Birki | Skógrækt | birkifræ

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...

40 þúsund notendur í 24 löndum
Fréttir 4. júlí 2025

40 þúsund notendur í 24 löndum

Smáforritið HorseDay fagnaði þriggja ára afmæli í síðasta mánuði en forritið hef...

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum
Fréttir 4. júlí 2025

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum

Hitabylgjan hér á landi í maí hefði ekki orðið jafnmikil og raun bar vitni nema ...

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 3. júlí 2025

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni

Í Samráðsgátt stjórnvalda eru nú til umsagnar drög að stefnu um líffræðilega fjö...

Hættir með Klausturkaffi í árslok
Fréttir 3. júlí 2025

Hættir með Klausturkaffi í árslok

Veitingahúsið Klausturkaffi í Skriðuklaustri í Fljótsdal fagnar 25 ára afmæli í ...