Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Kjartan Lárusson að dæma á glímumóti á Laugarvatni.
Kjartan Lárusson að dæma á glímumóti á Laugarvatni.
Mynd / Antanas Sakinis
Fréttir 30. janúar 2025

Glímueldhuginn Kjartan

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Glímusamband Íslands hefur útnefnt Kjartan Lárusson frá Austurey í Bláskógabyggð sem Glímueldhuga ársins 2024.

Með tilnefningunni vill stjórn Glímusambandsins koma á framfæri þakklæti fyrir framlag þeirra sjálfboðaliða sem gegna mikilvægu hlutverki í glímustarfi á Íslandi.

Glímueldhugi ársins 2024 hjá Glímusambandi Íslands, Kjartan Lárusson.
Byrjaði eftir þrítugt

„Ég er bara mjög stoltur og hrærður að vera valinn fyrsti eldhuginn hjá Glímusambandi Íslands. Ég fékk fyrst áhuga á glímu á unglingsárum þegar ég var að fylgjast með frændum mínum, Kjartani og Guðmundi Helgasonum í Haga. Sjálfur byrjaði ég ekki fyrr en ég var orðinn þrítugur, eða árið 1985, að keppa í glímu eftir að hafa verið mikið í blaki, körfubolta og fleiri greinum með Laugdælum. Við urðum til dæmis Íslandsmeistari í efstu deild í blaki árið 1979 og Íslands- og bikarmeistari árið 1980. Auk þess varð ég Íslandsmeistari í körfubolta í þriðju efstu deild 1976,“ segir Kjartan alsæll.

Eignast góða vini

Kjartan segist hafa keppt mikið í glímu frá árunum 1985 til 2007 og oftast verið í verðlaunasætum. „Ég varð meðal annars bikarmeistari Íslands, fjórðungsmeistari Suðurlands, skjaldarhafi Skarphéðins, Íslandsmeistari í sveitaglímu og í þriðja sæti í Íslandsglímu svo eitthvað sé nefnt,“ segir Kjartan.

Í dag er hann aðallega að dæma á glímumótum. „Það er mjög gefandi starf og mikið af góðu fólki sem maður kynnist og eignast góða vini, bæði dómara, keppendur og annað glímuáhugafólk,“ segir glímueldhuginn.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.