Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Kjartan Lárusson að dæma á glímumóti á Laugarvatni.
Kjartan Lárusson að dæma á glímumóti á Laugarvatni.
Mynd / Antanas Sakinis
Fréttir 30. janúar 2025

Glímueldhuginn Kjartan

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Glímusamband Íslands hefur útnefnt Kjartan Lárusson frá Austurey í Bláskógabyggð sem Glímueldhuga ársins 2024.

Með tilnefningunni vill stjórn Glímusambandsins koma á framfæri þakklæti fyrir framlag þeirra sjálfboðaliða sem gegna mikilvægu hlutverki í glímustarfi á Íslandi.

Glímueldhugi ársins 2024 hjá Glímusambandi Íslands, Kjartan Lárusson.
Byrjaði eftir þrítugt

„Ég er bara mjög stoltur og hrærður að vera valinn fyrsti eldhuginn hjá Glímusambandi Íslands. Ég fékk fyrst áhuga á glímu á unglingsárum þegar ég var að fylgjast með frændum mínum, Kjartani og Guðmundi Helgasonum í Haga. Sjálfur byrjaði ég ekki fyrr en ég var orðinn þrítugur, eða árið 1985, að keppa í glímu eftir að hafa verið mikið í blaki, körfubolta og fleiri greinum með Laugdælum. Við urðum til dæmis Íslandsmeistari í efstu deild í blaki árið 1979 og Íslands- og bikarmeistari árið 1980. Auk þess varð ég Íslandsmeistari í körfubolta í þriðju efstu deild 1976,“ segir Kjartan alsæll.

Eignast góða vini

Kjartan segist hafa keppt mikið í glímu frá árunum 1985 til 2007 og oftast verið í verðlaunasætum. „Ég varð meðal annars bikarmeistari Íslands, fjórðungsmeistari Suðurlands, skjaldarhafi Skarphéðins, Íslandsmeistari í sveitaglímu og í þriðja sæti í Íslandsglímu svo eitthvað sé nefnt,“ segir Kjartan.

Í dag er hann aðallega að dæma á glímumótum. „Það er mjög gefandi starf og mikið af góðu fólki sem maður kynnist og eignast góða vini, bæði dómara, keppendur og annað glímuáhugafólk,“ segir glímueldhuginn.

Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...