Gleðilega hátíð
Bændablaðið óskar lesendum sínum um allt land gleðilegra jóla og þakkar samfylgdina á árinu.
Hér sýnir Guðmundur Sigurjónsson, bóndi á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði, bjúgu og hangikjöt sem reykt er í kofa á bænum. Hann segir þetta árlega hefð í aðdraganda hátíðanna og nýtist kjötið meðal annars sem veislumatur fyrir fjölskylduna.
