Landsmót hestamanna fór síðast frá á Hólum árið 2016.
Landsmót hestamanna fór síðast frá á Hólum árið 2016.
Mynd / LM
Fréttir 22. desember 2025

Nýjungar næsta sumar

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Landsmót hestamanna fer fram á Hólum í Hjaltadal næsta sumar, dagana 5.–11. júlí.

Undirbúningur er í fullum gangi en miklar framkvæmdir hafa verið á svæðinu í sumar. „Það ríkir mikil eftirvænting eftir mótinu. Svæðið lítur mjög vel út en búið er að leggja mikla vinnu í vellina og Skagfirðingar munu leggja sitt af mörkum í að gera mótið hið glæsilegasta,“ segir Unnur Rún Sigurpálsdóttir en hún er í mótstjórn ásamt þeim Sigurlínu Erlu Magnúsdóttur og Hildu Karen Garðarsdóttur.

Tveir nýir flokkar á mótinu

Á síðasta LH þingi var samþykkt að A-flokkur ungmenna væri sýningargrein á Landsmóti og hefur verið tekin sú ákvörðun að bjóða upp á þessa grein á komandi Landsmóti ásamt því að B-flokkur áhugamanna kemur einnig inn sem sýningargrein. Ákvörðunin hefur vakið athygli en vonast mótshaldarar til að með þessu verði aukin aðsókn á mótið.

„Við ræddum þetta, að bæta við áhugamannaflokknum, og sitt sýndist hverjum. Við höfum séð það síðustu ár að það er mikil aukning í fjölda áhugamanna sem eru að taka þátt í keppni og þetta fólk dregur með sér mikinn fjölda áhorfenda. Þessir knapar eru líka margir mjög vel ríðandi og með þessu teljum við okkur ná að hleypa fleiri knöpum að,“ segir Unnur Rún, en eftir að hafa verið með íþróttakeppnina á Landsmótum síðustu tvö mót langaði þau að gefa þessu fyrirkomulagi séns.

Enda mótið á laugardegi

Fyrstu drög að dagskrá Landsmóts hestamanna, sem mun fara fram á Hólum sumarið 2026, hafa verið birt á vef mótsins, landsmot.is. Mótið mun hefjast sunnudaginn 5. júlí á forkeppni í barnaflokki á gæðingavelli og á kynbótavellinum byrja 4ra vetra hryssur.

„Þetta var gert á Hellu og þótti okkur takast vel til. Með því að hafa barnaflokk og unglingaflokk á sunnudeginum og frítt inn getum við gert yngri krökkunum hærra undir höfði. Það er ekki eins gaman fyrir þau að vera að ríða í braut klukkan átta á mánudeginum og svona geta allir í fjölskyldunni komið og horft á unga fólkið okkar.“

Mótinu lýkur svo laugardagskvöldið 11. júlí með pomp og prakt og á sunnudeginum munu mörg hrossaræktarbú vera með opin hús svo Landsmótsgestir geta kynnt sér starfsemi þeirra. Miðasala er hafin á mótið en sérstakt tilborðsverð er á vikupössum til áramóta.

Guðmundur Hallgrímsson heiðraður
Fréttir 22. desember 2025

Guðmundur Hallgrímsson heiðraður

Fyrir skemmstu kom fulltrúi frá svissneska rúningsklippuframleiðandanum Heiniger...

Nýjungar næsta sumar
Fréttir 22. desember 2025

Nýjungar næsta sumar

Landsmót hestamanna fer fram á Hólum í Hjaltadal næsta sumar, dagana 5.–11. júlí...

Í fyrsta skipti greitt fyrir kornframleiðslu
Fréttir 19. desember 2025

Í fyrsta skipti greitt fyrir kornframleiðslu

Í fyrsta skipti styðja stjórnvöld nú beint kornframleiðslu kornbænda. Nýverið va...

Leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum
Fréttir 19. desember 2025

Leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum

Málþing var haldið á dögunum á Laugum í Sælingsdal, um leiðir til byggðafestu á ...

Metuppskera af þurrkuðu korni
Fréttir 19. desember 2025

Metuppskera af þurrkuðu korni

Afar hagstæð veðurskilyrði voru á Íslandi í sumar og haust til kornræktar, sem s...

Ekki sjálfgefið að framleiðslan nægi fyrir innanlandsþörf
Fréttir 19. desember 2025

Ekki sjálfgefið að framleiðslan nægi fyrir innanlandsþörf

Eins og fram kemur í forsíðufrétt hefur kindakjötsframleiðsla dregist mjög saman...

Erfðagreining eykur rekjanleika nautakjöts
Fréttir 18. desember 2025

Erfðagreining eykur rekjanleika nautakjöts

Matís tekur þátt í alþjóðlegu verkefni, BLINK, sem miðar að þróun rekjanleikaker...

Víðast hvar nóg af rjúpu og gæftir góðar
Fréttir 18. desember 2025

Víðast hvar nóg af rjúpu og gæftir góðar

Rjúpnaveiðitímabilinu lýkur 22. desember á Austurlandi og stendur lengst þar. Ve...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f