Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra.
Fréttir 21. september 2017

Gamaldags hugmyndafræði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra segir að hún hafi átt góðan og gagnlegan fund með Landssamtökum sauðfjárbænda í Bændahöllinni í vikunni.

„Fundurinn var góður og skemmtilegur enda alltaf gott að hitta bændur. Fundurinn var málefnalegur og margar eðlilegar ábendingar sem komu fram. Aftur á móti er að mínu mati alveg ljóst eftir fundinn að stefna bændaforustunnar, að halds í útflutningsskylduna, sama hvað hefur átt sér stað í samtölum milli hennar og ráðuneytisins, hefur tafið málið og liggur ljóst fyrir.

Að mínu mati er auðvelt að rökstyðja verulega mikið viðbótarfjármagn eftir að búið er að skrifa undir búvörusamningana ef menn ætla að leysa vandann til framtíðar. Það gengur aftur á móti ekki að setja viðbótarfé í óskilgreind verkefni sem ekki hafa hlotið viðeigandi meðferð í fagráðuneyti landbúnaðarmála. Það væri óábyrg stjórnsýsla að mínu mati.

Ég hef beitt mér fyrir viðbótarfjármagni til þess að ráðast að rótum vanda sauðfjáreigenda og að koma til móts við bændur með svæðisbundnum stuðningi vegna kjaraskerðingar bænda vegna lækkunar á afurðaverði afurðastöðvanna. Auk þess til að fara í ýmiss konar kerfisbreytingar eins og að stokka upp Framleiðnisjóð landbúnaðarins og beita honum sem alvöru matvælaþróunarsjóði, fara í aukna kolefnisjöfnun og meiri lífræna ræktun.“

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...