Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra.
Fréttir 21. september 2017

Gamaldags hugmyndafræði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra segir að hún hafi átt góðan og gagnlegan fund með Landssamtökum sauðfjárbænda í Bændahöllinni í vikunni.

„Fundurinn var góður og skemmtilegur enda alltaf gott að hitta bændur. Fundurinn var málefnalegur og margar eðlilegar ábendingar sem komu fram. Aftur á móti er að mínu mati alveg ljóst eftir fundinn að stefna bændaforustunnar, að halds í útflutningsskylduna, sama hvað hefur átt sér stað í samtölum milli hennar og ráðuneytisins, hefur tafið málið og liggur ljóst fyrir.

Að mínu mati er auðvelt að rökstyðja verulega mikið viðbótarfjármagn eftir að búið er að skrifa undir búvörusamningana ef menn ætla að leysa vandann til framtíðar. Það gengur aftur á móti ekki að setja viðbótarfé í óskilgreind verkefni sem ekki hafa hlotið viðeigandi meðferð í fagráðuneyti landbúnaðarmála. Það væri óábyrg stjórnsýsla að mínu mati.

Ég hef beitt mér fyrir viðbótarfjármagni til þess að ráðast að rótum vanda sauðfjáreigenda og að koma til móts við bændur með svæðisbundnum stuðningi vegna kjaraskerðingar bænda vegna lækkunar á afurðaverði afurðastöðvanna. Auk þess til að fara í ýmiss konar kerfisbreytingar eins og að stokka upp Framleiðnisjóð landbúnaðarins og beita honum sem alvöru matvælaþróunarsjóði, fara í aukna kolefnisjöfnun og meiri lífræna ræktun.“

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...