Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann, eigendur Friðheima, ásamt Ólafi Þorvalds bruggmeistara og Jóni Kb. Sigfússyni, matreiðslumeistara á Friðheimum, þegar nýja bjórnum var fagnað.
Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann, eigendur Friðheima, ásamt Ólafi Þorvalds bruggmeistara og Jóni Kb. Sigfússyni, matreiðslumeistara á Friðheimum, þegar nýja bjórnum var fagnað.
Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarssson
Fólk 3. maí 2018

Fyrsti tómatbjór landsins kemur frá Friðheimum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Viðtökurnar eru mjög góðar, það eru allir ánægðir og lýsa bjórnum sem ferskum og mjög sumarlegum, enda sumar allt árið hjá okkur hér inn í gróðurhúsunum,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkju- og ferðaþjónustubóndi á Friðheimum í Reykholti í Biskupstungum, aðspurður um viðtökur við nýja bjórnum frá Friðheimum. 
 
Um er að ræða bjór úr tómötum frá Friðheimum sem bruggmeistarinn Ólafur Þorvalds, bruggmeistari í handverksbrugghúsinu í Ægisgarði í Reykjavík, bruggar. Bjórinn er 4,5% að styrkleika og verður eingöngu seldur á krana í Friðheimum til að byrja með.  Ferðaþjónusta er orðinn langstærsti hlutinn í starfsemi Friðheima en tekið er á móti hópnum í gróðurhúsin í mat og drykk og þá er boðið upp á hestasýningar sem hafa slegið í gegn.
 
 Í Friðheimum starfa um 50 manns yfir sumartímann. Magnús Hlynur Hreiðarsson var í Friðheimum og tók meðfylgjandi myndir þegar nýi tómatbjórinn var kynntur fyrir íbúum uppsveita Árnessýslu.

6 myndir:

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...