Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann, eigendur Friðheima, ásamt Ólafi Þorvalds bruggmeistara og Jóni Kb. Sigfússyni, matreiðslumeistara á Friðheimum, þegar nýja bjórnum var fagnað.
Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann, eigendur Friðheima, ásamt Ólafi Þorvalds bruggmeistara og Jóni Kb. Sigfússyni, matreiðslumeistara á Friðheimum, þegar nýja bjórnum var fagnað.
Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarssson
Líf&Starf 3. maí 2018

Fyrsti tómatbjór landsins kemur frá Friðheimum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Viðtökurnar eru mjög góðar, það eru allir ánægðir og lýsa bjórnum sem ferskum og mjög sumarlegum, enda sumar allt árið hjá okkur hér inn í gróðurhúsunum,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkju- og ferðaþjónustubóndi á Friðheimum í Reykholti í Biskupstungum, aðspurður um viðtökur við nýja bjórnum frá Friðheimum. 
 
Um er að ræða bjór úr tómötum frá Friðheimum sem bruggmeistarinn Ólafur Þorvalds, bruggmeistari í handverksbrugghúsinu í Ægisgarði í Reykjavík, bruggar. Bjórinn er 4,5% að styrkleika og verður eingöngu seldur á krana í Friðheimum til að byrja með.  Ferðaþjónusta er orðinn langstærsti hlutinn í starfsemi Friðheima en tekið er á móti hópnum í gróðurhúsin í mat og drykk og þá er boðið upp á hestasýningar sem hafa slegið í gegn.
 
 Í Friðheimum starfa um 50 manns yfir sumartímann. Magnús Hlynur Hreiðarsson var í Friðheimum og tók meðfylgjandi myndir þegar nýi tómatbjórinn var kynntur fyrir íbúum uppsveita Árnessýslu.

6 myndir:

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...