Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann, eigendur Friðheima, ásamt Ólafi Þorvalds bruggmeistara og Jóni Kb. Sigfússyni, matreiðslumeistara á Friðheimum, þegar nýja bjórnum var fagnað.
Helena Hermundardóttir og Knútur Rafn Ármann, eigendur Friðheima, ásamt Ólafi Þorvalds bruggmeistara og Jóni Kb. Sigfússyni, matreiðslumeistara á Friðheimum, þegar nýja bjórnum var fagnað.
Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarssson
Líf&Starf 3. maí 2018

Fyrsti tómatbjór landsins kemur frá Friðheimum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Viðtökurnar eru mjög góðar, það eru allir ánægðir og lýsa bjórnum sem ferskum og mjög sumarlegum, enda sumar allt árið hjá okkur hér inn í gróðurhúsunum,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkju- og ferðaþjónustubóndi á Friðheimum í Reykholti í Biskupstungum, aðspurður um viðtökur við nýja bjórnum frá Friðheimum. 
 
Um er að ræða bjór úr tómötum frá Friðheimum sem bruggmeistarinn Ólafur Þorvalds, bruggmeistari í handverksbrugghúsinu í Ægisgarði í Reykjavík, bruggar. Bjórinn er 4,5% að styrkleika og verður eingöngu seldur á krana í Friðheimum til að byrja með.  Ferðaþjónusta er orðinn langstærsti hlutinn í starfsemi Friðheima en tekið er á móti hópnum í gróðurhúsin í mat og drykk og þá er boðið upp á hestasýningar sem hafa slegið í gegn.
 
 Í Friðheimum starfa um 50 manns yfir sumartímann. Magnús Hlynur Hreiðarsson var í Friðheimum og tók meðfylgjandi myndir þegar nýi tómatbjórinn var kynntur fyrir íbúum uppsveita Árnessýslu.

6 myndir:

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...