Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Höfundur: Magnús Hlynur Hauksson

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putzmeister um fyrsta rafmagnsknúna steypubílinn.

Bifreiðin verður einnig fyrst sinnar tegundar í heiminum frá framleiðandanum. Einnig gekk Steypustöðin frá kaupum á Hybrid steypudælu og mun því geta dælt steypu á byggingasvæðum með verulega lágri kolefnislosun frá flutningum. Rafmagnsteypubíllinn er 100% rafknúinn og mengar því ekkert, hvort sem er í akstri eða losun steypunnar á verkstað.

„Það var ótrúlega gaman að ganga frá þessum samningi, það er ákveðinn viðurkenning fyrir íslenska steypumarkaðinn að fá þetta traust og ryðja þannig brautina í heiminum fyrir umhverfisvæna steypuflutninga,“ segir Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar. „Til að taka skrefið af fullri alvöru höfum við einnig fest kaup á tvinndælu sem dælir á 100% rafmagni á verkstað. Þannig myndast enginn kolefnisútblástur á verkstað meðan á steypuframkvæmdum stendur,“ bætir Björn Ingi við.

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast
Fréttir 25. janúar 2023

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast

Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst á þessu ári, samkvæmt núgildan...

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum
Fréttir 24. janúar 2023

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum

Ungir bændur hafa verið að kalla eftir því að þeir geti nýtt öll fasteignakaupsú...

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna
Fréttir 23. janúar 2023

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna

Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningar...

Vinnsla á próteini úr grasi
Fréttir 20. janúar 2023

Vinnsla á próteini úr grasi

Þörf heimsins fyrir prótein er alltaf að aukast og sífellt er leitað leiða til a...