Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Full aðild talin styrkja rödd Íslands innan SÞ
Mynd / ESB
Fréttir 2. maí 2025

Full aðild talin styrkja rödd Íslands innan SÞ

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Ísland er nú aðili að milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um líffjölbreytni og vistkerfisþjónustu.

Ráðherra umhverfis-, orkuog loftslagsmála, Jóhann Páll Jóhannsson, staðfesti nýlega aðild Íslands að IPBES, milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna, um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfisþjónustu (e. Intergovernmental SciencePolicy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services).

IPBES er alþjóðlegur vettvangur sem sameinar vísindamenn og stjórnvöld með það að markmiði að stuðla að betri ákvörðunum varðandi líffræðilega fjölbreytni og vistkerfisþjónustu.

Íslenskar áherslur á dagskrá

Segir í tilkynningu ráðuneytisins að Ísland hafi hingað til aðeins verið áheyrnaraðili en með fullri aðild skapist tækifæri til að styrkja framlag Íslands á alþjóðavettvangi og koma íslenskum áherslum betur á dagskrá, m.a. varðandi málefni norðurslóða.

Aðildin er sögð mikilvægt framfaraskref í þágu líffræðilegrar fjölbreytni. Með þátttökunni gefist tækifæri til að efla sess líffræðilegrar fjölbreytni í íslenskri stjórnsýslu í krafti baklandsins sem IPBES gefi. Virk þátttaka Íslands í alþjóðlegum vísindarannsóknum og dýpra alþjóðasamstarf séu lykillinn að því að hámarka árangur Íslands í þessum efnum.

Veitir áreiðanlegar upplýsingar

IPBES var stofnað árið 2012 og starfar á svipaðan hátt og milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar; IPCC (e. Intergovernmental Panel on Climate Change). IPBES er, skv. tilkynningunni, einn helsti vettvangur alþjóðlega vísindasamfélagsins til að safna, greina og koma á framfæri grundvallarupplýsingum um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni og veita ráðgjöf á því sviði. IPBES vinnur að því að veita stjórnvöldum og öðrum aðilum áreiðanlegar og vísindalega uppbyggðar upplýsingar um ástand náttúruauðlinda og áhrif mannlegra athafna á líffræðilega fjölbreytni og vistkerfi, ásamt ráðleggingum um hvernig bæta megi þessa stöðu. Fókus IPBES er á líffræðilega fjölbreytni og hvernig við getum verndað náttúruauðlindir sem eru mikilvægar fyrir lífsgæði okkar og þróun.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.