Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Alls hefur APM í Danmörku níu býli í rekstri þar sem hægt er að ala 274.000 kalkúna árlega.
Alls hefur APM í Danmörku níu býli í rekstri þar sem hægt er að ala 274.000 kalkúna árlega.
Fréttir 30. mars 2021

Fuglaflensusmit kom upp hjá stærsta kalkúnaframleiðanda Danmerkur

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Fuglaflensusmit er nú komið upp á kalkúnabúum í Danmörku. Hefur fuglaflensan fundist á tveimur af níu búum stórframleiðanda í landinu. Danska Matvælastofnunin fylgist því sérstaklega vel með búunum.

Átta dönsk kalkúnabú hafa verið sett undir opinbert eftirlit af dönsku Matvælastofnuninni samkvæmt frétt Landsbrugs Avisen. Ástæðan er að fuglaflensusmit af stofni A(8H5N8) HPAI hefur komið upp á tveim af átta býlum sem áður voru í eigu Harboe brugghússins. Búin átta eru nú öll í eigu sama fyrirtækisins, APM Danmark A/S, sem stendur fyrir miklum meirihluta kalkúnframleiðslu í Danmörku.

Alls hefur APM Danmörk níu býli í rekstri þar sem hægt er að ala 274.000 kalkúna árlega. Laugardaginn 6. mars fannst smit á fyrsta kalkúnabúinu af níu sem fyrirtækið rekur.

Það var aukin dánartíðni meðal dýranna sem olli áhyggjum á bænum, sem er staðsettur við Lundby við Skælskør á Vestur-Sjálandi. Á bænum voru tæplega 50.000 kalkúnar. Upphaflega voru aðeins 4.000 kalkúnar drepnir úr einu af tíu kalkúnahúsum á bænum. Nokkrum dögum síðar hafði smitið breiðst út í önnur hús og var öllum dýrunum þá slátrað.

„Þegar fyrst uppgötvaðist um smitið á fyrsta búinu var einnig ákveðið að auka eftirlit með hinum fuglahjörðunum. Það er nokkuð algengt að við könnum hvort það eru náin tengsl við sýkt bú og setjum önnur bú undir opinbert eftirlit, eins og það er kallað,“ útskýrir Tim Petersen, aðstoðarframkvæmdastjóri dönsku Matvælastofnunarinnar, og heldur áfram:

„Í þessu tilfelli var um tilviljanakenndar ferðir starfsfólks að ræða á milli bæjanna og því gátum við ekki verið hundrað prósent viss um að smit bærist ekki til annarra hjarða.“

Miklar áhyggjur af frekari útbreiðslu 

Ótti um frekari smit var staðfestur miðvikudagskvöldið 10. mars á öðru býli fyrirtækisins, sem staðsett er rétt tæpa tvo kílómetra frá því búi sem fyrsta smitið uppgötvaðist. Reyndust prufur þar vera jákvæðar varðandi fuglaflensu, en á búinu voru 24.000 kalkúnar.

„Við höfum verulegar áhyggjur af þessu,“ sagði Tim Petersen.

„Þess vegna erum við að gera eins mikið og við getum til að takmarka útbreiðslu smits. Nú hefur sýkingin sýnt að hún getur farið frá húsi til húsa og þess vegna erum við líka vakandi fyrir öðrum smitleiðum.“ 

Fuglaflensuveiran sem alifuglabændur eru nú að berhjast við er nefnd  A(8H5N8) HPAI.

Átta bú sem áður voru í eigu Harboe

Bæirnir átta sem nú eru undir eftirliti voru sem fyrr segir áður í eigu brugghússins Harboe. Brugghúsið hætti framleiðslu í kalkúnum árið 2004 og síðan var aðstaðan leigð af matvælafyrirtæki í eigu Þjóðverja. Þýska fyrirtækið keypti svo búin undir nafni APM Danmark A/S og er nú alls með níu býli undir kjúklingarækt sína. 

Ekki er lengur eiginlegt kalkúna­sláturhús í Danmörku og þess vegna verður í flestum tilfellum að flytja alifuglana til Þýskalands þar sem kalkúniðnaðurinn er mun  viðameiri. Þessi níu kalkúnabú skiluðu APM Danmark A / S samtals 1,5 milljónir danskra króna í hagnað á fjárhagsárinu 2019/2020.

Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...