Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Alls hefur APM í Danmörku níu býli í rekstri þar sem hægt er að ala 274.000 kalkúna árlega.
Alls hefur APM í Danmörku níu býli í rekstri þar sem hægt er að ala 274.000 kalkúna árlega.
Fréttir 30. mars 2021

Fuglaflensusmit kom upp hjá stærsta kalkúnaframleiðanda Danmerkur

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Fuglaflensusmit er nú komið upp á kalkúnabúum í Danmörku. Hefur fuglaflensan fundist á tveimur af níu búum stórframleiðanda í landinu. Danska Matvælastofnunin fylgist því sérstaklega vel með búunum.

Átta dönsk kalkúnabú hafa verið sett undir opinbert eftirlit af dönsku Matvælastofnuninni samkvæmt frétt Landsbrugs Avisen. Ástæðan er að fuglaflensusmit af stofni A(8H5N8) HPAI hefur komið upp á tveim af átta býlum sem áður voru í eigu Harboe brugghússins. Búin átta eru nú öll í eigu sama fyrirtækisins, APM Danmark A/S, sem stendur fyrir miklum meirihluta kalkúnframleiðslu í Danmörku.

Alls hefur APM Danmörk níu býli í rekstri þar sem hægt er að ala 274.000 kalkúna árlega. Laugardaginn 6. mars fannst smit á fyrsta kalkúnabúinu af níu sem fyrirtækið rekur.

Það var aukin dánartíðni meðal dýranna sem olli áhyggjum á bænum, sem er staðsettur við Lundby við Skælskør á Vestur-Sjálandi. Á bænum voru tæplega 50.000 kalkúnar. Upphaflega voru aðeins 4.000 kalkúnar drepnir úr einu af tíu kalkúnahúsum á bænum. Nokkrum dögum síðar hafði smitið breiðst út í önnur hús og var öllum dýrunum þá slátrað.

„Þegar fyrst uppgötvaðist um smitið á fyrsta búinu var einnig ákveðið að auka eftirlit með hinum fuglahjörðunum. Það er nokkuð algengt að við könnum hvort það eru náin tengsl við sýkt bú og setjum önnur bú undir opinbert eftirlit, eins og það er kallað,“ útskýrir Tim Petersen, aðstoðarframkvæmdastjóri dönsku Matvælastofnunarinnar, og heldur áfram:

„Í þessu tilfelli var um tilviljanakenndar ferðir starfsfólks að ræða á milli bæjanna og því gátum við ekki verið hundrað prósent viss um að smit bærist ekki til annarra hjarða.“

Miklar áhyggjur af frekari útbreiðslu 

Ótti um frekari smit var staðfestur miðvikudagskvöldið 10. mars á öðru býli fyrirtækisins, sem staðsett er rétt tæpa tvo kílómetra frá því búi sem fyrsta smitið uppgötvaðist. Reyndust prufur þar vera jákvæðar varðandi fuglaflensu, en á búinu voru 24.000 kalkúnar.

„Við höfum verulegar áhyggjur af þessu,“ sagði Tim Petersen.

„Þess vegna erum við að gera eins mikið og við getum til að takmarka útbreiðslu smits. Nú hefur sýkingin sýnt að hún getur farið frá húsi til húsa og þess vegna erum við líka vakandi fyrir öðrum smitleiðum.“ 

Fuglaflensuveiran sem alifuglabændur eru nú að berhjast við er nefnd  A(8H5N8) HPAI.

Átta bú sem áður voru í eigu Harboe

Bæirnir átta sem nú eru undir eftirliti voru sem fyrr segir áður í eigu brugghússins Harboe. Brugghúsið hætti framleiðslu í kalkúnum árið 2004 og síðan var aðstaðan leigð af matvælafyrirtæki í eigu Þjóðverja. Þýska fyrirtækið keypti svo búin undir nafni APM Danmark A/S og er nú alls með níu býli undir kjúklingarækt sína. 

Ekki er lengur eiginlegt kalkúna­sláturhús í Danmörku og þess vegna verður í flestum tilfellum að flytja alifuglana til Þýskalands þar sem kalkúniðnaðurinn er mun  viðameiri. Þessi níu kalkúnabú skiluðu APM Danmark A / S samtals 1,5 milljónir danskra króna í hagnað á fjárhagsárinu 2019/2020.

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...