Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Helsingi. Umhverfisstofnun beinir þeim tilmælum til veiðimanna að vera á varðbergi varðandi sjúka og dauða fugla.
Helsingi. Umhverfisstofnun beinir þeim tilmælum til veiðimanna að vera á varðbergi varðandi sjúka og dauða fugla.
Mynd / wikipedia.org
Fréttir 22. september 2022

Fuglaflensa greind í helsingjum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fuglaflensu hefur verið vart í helsingjum á Suðausturlandi frá komu þeirra í vor. Flensan virðist hafa ágerst þegar líða tók á sumar og nokkur fjöldi tilkynninga um sjúka og dauða fugla á svæðinu.

Rannsókn á fugladauða fór fram dagana 22. og 23. ágúst 2022 og 5. og 6. september síðastliðinn. Gengið var um þéttbýl helsingjasvæði og einnig var notast við flygildi. Talningar voru framkvæmdar á fjölda lifandi fugla, sjúkra fugla og dauðra. Bráðabirgðaniðurstöður frá Náttúrustofu Suðausturlands staðfesta að flensan geisar enn á svæðinu. Í heildina hafi fundist 45 dauðir helsingjar í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Náttúrustofan bendir á að það beri að túlka niðurstöðurnar varlega þar sem sveitarfélagið sé víðfeðmt og takmarkaður tími hafi verið fyrir hendi og ekki hafi tekist að meta umfangið nákvæmlega en verið er að rýna niðurstöðurnar, meðal annars út frá fjölda dauðra merktra helsingja.

Veiðitímabil helsingja hafið

Þann 10. september hófst veiðitímabil á helsingja í A- og V-Skaftafellssýslum. Umhverfisstofnun beinir þeim tilmælum til veiðimanna að vera á varðbergi varðandi sjúka og dauða fugla. Í því sambandi bendir Umhverfisstofnun á síðu Matvælastofnunar þar sem finna má upplýsingar um fuglaflensu. Á síðunni má finna leiðbeiningar um hvað skal gera ef villtur fugl finnst dauður eða veikur og grunur er um fuglaflensu.

Veiðimenn með veiðihunda og aðrir hundaeigendur eru hvattir til að hafa hunda sína í taumi svo þeir komist síður í snertingu við dauða fugla.

Vetursetur á Bretlandseyjum

Á Bretlandseyjum, vetrarstöðvum íslenska og grænlenska helsingjastofnsins, varð vart við töluverðan fugladauða vegna fuglaflensu veturinn 2021 til 2022.

Grænlenski farstofninn hefur viðkomu á Íslandi og við talningar á honum í vor á Norðvesturlandi benti ekki til þess að fuglaflensa hafi herjað illa á stofninn. 

Hins vegar gáfu ábendingar frá almenningi og vísindamönnum um fjölda dauðra helsingja síðari part sumars 2022 vísbendingu um að íslenski varpstofninn á Suðausturlandi væri að fara illa út úr fuglaflensunni.

Nýtt Bændablað kom út í dag

Skylt efni: fuglaflensa

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...