Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fuglaflensa breiðist út með villtum fuglum
Fréttir 1. desember 2016

Fuglaflensa breiðist út með villtum fuglum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir / Vilmundur Hansen

Staðfest hefur verið af Matvæla­stofnun Danmerkur að nokkur tilfelli fuglaflensu af völdum H5N8 veirunnar hafi greinst í landinu. Smit hefur einnig greinst í fjölmörgum löndum í Evrópu.

Undanfarnar vikur hafa nokkur tilfelli fuglaflensu greinst á villtum fuglum í Evrópu sem hefur meðal annars leitt til smits á hænsnabúum. Þetta hefur einnig uppgötvast hjá fiðurfé í Danmörku og Svíþjóð. Nú fylgjast norsk stjórnvöld vel með ástandinu og hafa nú sett bann á ákveðnum svæðum við útigöngu fiðurfénaðar.

Matvælastofnunin á Íslandi (MAST) telur litlar líkur á að fuglaflensan berist hingað til lands. Þar ræður árstíminn og strangar reglur um innflutning á lifandi fuglum þyngst.

Fuglaflensan í Danmörku

Flensan er af A(H5N8)-stofni. Fyrstu tilfelli í Danmörku greindust í þrjátíu öndum á býli á Sjálandi. Sýkingin hafði áður greinst í villtum fuglum í Danmörku og í kjölfarið er búið að banna alla lausagöngu alifugla í landinu. Smit hefur einnig greinst í Þýskalandi, Sviss, Austurríki, Ungverjalandi, Póllandi, Hollandi og Króatíu svo dæmi séu nefnd. 

Hækka viðbúnaðarstig

Frá því að upp komst um sýkinguna í Danmörku hafa yfirvöld í Þýskalandi fyrirskipað að tæplega 9.000 gæsum verði slátrað vegna smits á fuglaalibúi í Slésvík-Holstein-héraði.

Fyrir nokkrum vikum var slátrað um 30.000 hænsnum og þriggja ferkílómetra svæði einangrað í Slésvík-Holstein vegna hættu á smiti eftir að sýking greindist í mávum í nágrenni við alifuglabú. Um svipað leyti var 300.000 eggjum í Þýskalandi, sem ætluð voruð til áframeldis í Danmörku, fargað í varúðarskyni.
Í Austurríki er búið að slátra rúmlega 4.000 hænsnum á búi skammt frá landamærum Þýskalands og Sviss.

Fuglaflensusmit í Svíþjóð

Í lok nóvember tilkynntu sænsk yfirvöld að fundist hefði fuglaflensusmit í villtum fugli þar í landi. Á svipuðum tíma var einnig tilkynnt að uppgötvast hefði inflúensuvírus á varphænubúi. Bæði tilfellin voru á Skáni. Sænsk yfirvöld hafa nú hækkað viðbúnaðarstig í kjölfar frétta um smit í nágrannalöndum  sínum og bannað lausagöngu alifugla.

Hættusvæði lýst í Austur-Noregi

Nú hafa svæði í Austur-Noregi verið skilgreind sem áhættusvæði þar sem bændum er gert skylt að gera ráðstafanir sem hindrar beint samband milli hænsna sem geta farið á útisvæði og villtra fugla. Krafan á við um allar tegundir hænsnabúa utandyra, einnig til þeirra sem hafa einungis nokkur dýr og stunda svokallaðan hobbíbúskap. Ástæðan fyrir því að Matvælastofnun í Noregi setur þessar tafarlausu reglur nú er að komið hefur upp „höypatogen-fuglainflúensa“ í Åland í Finnlandi.

Talin berast með fuglum frá Asíu

Sýkingin hefur aðallega fundist í villtum fuglum en hefur einnig borist í alifugla og þá einkum alifugla í opnum búum. Stofn fuglaflensuveirunnar A(H5N8) er útbreiddur í Asíu og talið er að veiran hafi borist með farfuglum frá Asíu til Evrópu í haust og er það í annað skipti sem það gerist svo vitað sé. Berst veiran aðallega með lifandi fuglum og fugladriti.

Matvælastofnunin metur á hverjum tíma líkur á að smit geti borist í alifugla hér á landi. Matið er í meginatriðum tvíþætt, annars vegar hversu miklar líkur eru á að veirurnar berist til landsins og hins vegar á að þær berist í alifugla hér á landi.

Að svo stöddu telur Matvæla­stofnun litlar líkur á að þetta smit berist til landsins, þar sem lítið er um komur fugla á þessum árstíma, annarra en stöku flækinga.

Ekki hægt að útiloka smit í fólk

Sýkingar í fólki af völdum þessa fuglaflensustofns, A(H5n1), eru ekki þekktar en skyldir stofnar, A(H5N1) og A(H5N6), hafa valdið alvarlegum veikindum í fólki í Kína. Því er ekki hægt að útiloka að smit geti borist úr fuglum í menn og fólki er því ávallt ráðlagt að gæta smitvarna. Fuglaflensa er ekki talin smitast við neyslu kjöts eða eggja. 

Skylt efni: lýðheilsa | fuglaflensa

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...