Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá íslensku kalkúnabúi.
Frá íslensku kalkúnabúi.
Mynd / ghp
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins í Auðsholti í Ölfusi.

Matvælaráðherra hefur fyrirskipað niðurskurð og skilgreint tíu kílómetra takmörkunarsvæði umhverfis búið.

Í húsinu þar sem smitið kom upp eru 1.300 fuglar. Undirbúningur fyrir aflífun fuglanna var þegar hafinn þegar þetta er ritað og fyrirmæli gefin til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Þegar grunur kom upp um smit á þriðjudaginn voru fuglar sendir til rannsóknar á Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum og lágu niðurstöður rannsókna fyrir sama dag. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vef Matvælastofnunar.

Uppruni smitsins er óljós, en veiran er af sömu gerð og greinst hefur í villtum fuglum í haust. Fuglainflúensa getur mögulega smitað fólk sem er í náinni snertingu við veika fugla en engin hætta stafar af neyslu afurða.

Skylt efni: fuglaflensa

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...