Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Frá íslensku kalkúnabúi.
Frá íslensku kalkúnabúi.
Mynd / ghp
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins í Auðsholti í Ölfusi.

Matvælaráðherra hefur fyrirskipað niðurskurð og skilgreint tíu kílómetra takmörkunarsvæði umhverfis búið.

Í húsinu þar sem smitið kom upp eru 1.300 fuglar. Undirbúningur fyrir aflífun fuglanna var þegar hafinn þegar þetta er ritað og fyrirmæli gefin til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Þegar grunur kom upp um smit á þriðjudaginn voru fuglar sendir til rannsóknar á Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum og lágu niðurstöður rannsókna fyrir sama dag. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vef Matvælastofnunar.

Uppruni smitsins er óljós, en veiran er af sömu gerð og greinst hefur í villtum fuglum í haust. Fuglainflúensa getur mögulega smitað fólk sem er í náinni snertingu við veika fugla en engin hætta stafar af neyslu afurða.

Skylt efni: fuglaflensa

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...