Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frumvarp um vernd, velferð og veiðar á villtum dýrum
Fréttir 16. febrúar 2021

Frumvarp um vernd, velferð og veiðar á villtum dýrum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mælti fyrir skömmu á Alþingi fyrir frumvarpi um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Um er að ræða heildarendurskoðun laga, sem kveðið er á um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Í skýrslu nefndar um lagalega stöðu villtra fugla og spendýra frá apríl 2013, sem skipuð var af umhverfis- og auðlindaráðherra, voru ýmsar tillögur sem horft var til við gerð frumvarpsins.

Á vef umhverfis- og auðlinda­ráðuneytisins segir að umhverfi málaflokksins hafi tekið töluverðum breytingum frá því núverandi löggjöf tók gildi fyrir 25 árum, til að mynda með aukinni áherslu á umhverfis- og loftslagsmál, breyttum skuldbindingum Íslands á grundvelli alþjóðasamninga og fjölgun ferðamanna sem vilja skoða náttúru og dýralíf landsins.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra segir að lögfesting stjórnunar- og verndaráætlana fyrir villta dýrastofna sé í raun hjartað í þessu frumvarpi og meginbreytingin frá gildandi lögum um þetta efni.

„Með gerð stjórnunar- og verndaráætlana er lagður mikilvægur grunnur að því að ávallt verði byggt á haldbærum, faglegum og vísindalegum upplýsingum við vernd, stýringu og stjórnun á stofnum villtra dýra. Á þeim aldarfjórðungi síðan lögin tóku gildi hefur margt tekið breytingum, ekki einungis í náttúrunni sjálfri heldur líka í afstöðu til nýtingar og umgengni við hana. Ég er sérstakur talsmaður þess að við leggjum vísindin að leiðarljósi í allri okkar ákvarðanatöku og þetta frumvarp er því kærkomin breyting á núgildandi lögum.“

Meðal helstu áherslna í frum­varpinu er aukin dýravernd og dýravelferð. Þá er kveðið á um að allar veiðar á villtum dýrum, þar með talið hlunnindaveiðar, eigi að vera sjálfbærar, mælt er fyrir um virka veiðistjórnun og veiðieftirlit á landinu öllu og að tekið verði með markvissum hætti á tjóni sem villt dýr og fuglar valdi. Þá er þar komið til móts við sérstakar þarfir veiðimanna sem bundnir eru við hjólastól.

Skylt efni: Umhverfismál | refur

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...