Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Halldór Runólfsson
Halldór Runólfsson
Fréttaskýring 8. júlí 2022

Of snemmt að breyta um aðferðarfræði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Halldór Runólfsson var yfir­ dýralæknir á árunum 1997 til 2012 þegar reglugerð Evrópu­ sambandsins um dýrasjúkdóma var innleidd að hluta til á Íslandi. Hann segir ástæðuna fyrir því að Ísland hafi sótt um undanþágu frá þeim hluta af reglugerðinni sem snýr að viðbrögðum við smiti hafi verið sú, annars vegar að íslenska niðurskurðaaðferðin væri að virka og hins vegar sú staðreynd að ARR hefði ekki fundist hér á landi.

Halldór segir að tillögu Evrópu­ sambandsins, um að Ísland gæti flutt inn slíkt sauðfé, hafi verið umsvifalaust hafnað, með tilvísun í innflutninga frá Evrópulöndum sem hefðu borið með sér sjúkdóma með hrikalegum afleiðingum.

„ESB var einnig í þessu sambandi bent á þá útbreiddu kenningu í vísindaheiminum, að með ræktun fyrir ARR gæti verið hætta á að sauðfé með þessa arfgerð smitaðist af riðu og gæti verið smitberar án þess að sýna einkenni. Með því að taka upp aðferðir ESB, gæti útrýming á riðu á Íslandi tekið mun lengri tíma,“ segir Halldór.

Baráttan hert árið 1986

„Í byrjun þessa tímabils míns sem yfirdýralæknir voru riðutilfelli orðin mjög fá – eða um tvö til fimm á ári – miðað við nokkur hundruð tilfelli á árinu 1978 þegar viðnám gegn riðuveiki hófst. Það er svo árið 1986 sem vitað var um riðu á um 100 bæjum, að ákveðið var að herða baráttuna og freista þess að útrýma veikinni úr landinu með skipulögðum niðurskurði á öllum bæjum þar sem riðan var staðfest.

Þessari stefnu hefur verið fylgt síðan og hún hefur borið þann árangur að á þessari öld hafa komið nokkur ár þar sem riða hefur ekki fundist.
Í september á síðasta ári birtist í Bændablaðinu grein Halldórs um baráttuna við riðuveikina, vegna ítrekaðra tilfella í Skagafjarðar­ og Húna­ vatnssýslum. Þar benti hann á góðan árangur af víðtækum niðurskurði á stórum svæðum, svo sem í Biskupstungum fyrir nær tuttugu árum, og ekki hefur komið þar upp riða síðan. Í þessari grein mælti hann með algjörum niðurskurði í Húna­ og Skagahólfi. „Ég er enn þeirrar skoðunar að allt of snemmt sé að breyta nú um þá aðferðarfræði í baráttunni við riðuveikina, sem hefur skilað okkur svo góðum árangri. Slíkt gæti haft alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið. Það hefur aldrei þótt gott að skipta um hest í miðri á.“

Sjálfsagt að halda rannsóknum áfram

„Nú hefur hins vegar komið í ljós, að ARR­arfgerðin hefur fundist hér á landi, þó í mjög takmörkuðum fjölda sauðfjár sé. Sjálfsagt er að halda þessum rannsóknum áfram til að fá betri mynd af útbreiðslunni og kanna hvernig hægt væri að nýta þá þekkingu í framtíðinni.

En ljóst er að ekki gengur upp að fara að rækta fyrir þessari arfgerð út frá fáum einstaklingum. Einnig þarf að afla meiri vitneskju um hvort slík ræktun gæti tafið fyrir útrýmingu sjúkdómsins á Íslandi, sem ég tel að sé raunhæft markmið,“ segir Halldór.

Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju
Fréttaskýring 12. janúar 2023

Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju

Ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna undanþágubeiðni bónda um að nautgripur, se...

Ná markmiðum sex árum fyrr
Fréttaskýring 29. desember 2022

Ná markmiðum sex árum fyrr

Framleiðsla nautakjöts á Íslandi hefur gengið í gegnum visst breytingaskeið unda...

Íslendingar verða rukkaðir á nýju ári fyrir syndaaflausnir af eigin raforku
Fréttaskýring 29. desember 2022

Íslendingar verða rukkaðir á nýju ári fyrir syndaaflausnir af eigin raforku

Í júní 2015 greindi Sveinn A. Sæland, fyrrverandi formaður Sambands garðyrkjubæn...

Hvenær skal gripið til aðgerða gegn illri meðferð á dýrum?
Fréttaskýring 28. desember 2022

Hvenær skal gripið til aðgerða gegn illri meðferð á dýrum?

Dýravelferðarmál hafa verið ofarlega á baugi þjóðfélagsumræðunnar á undanförnum ...

Fagna frumvarpi um heimild kjötafurðastöðva til samvinnu
Fréttaskýring 9. desember 2022

Fagna frumvarpi um heimild kjötafurðastöðva til samvinnu

Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) undirbúa nú að stilla upp sinni starfsemi ...

Skýrar leikreglur um kolefnisjöfnun
Fréttaskýring 7. desember 2022

Skýrar leikreglur um kolefnisjöfnun

Í ágúst á þessu ári gaf Staðlaráð Íslands út tækniforskrift um kolefnisjöfnun se...

Seiglan er ótrúleg
Fréttaskýring 5. desember 2022

Seiglan er ótrúleg

Á Matvælaþingi fjallaði hin úkraínska Olga Trofimtseva um framtíðarþróun matvæla...

Vindmyllugarður í Fljótsdal til framleiðslu á rafeldsneyti í Orkugarði Austurlands
Fréttaskýring 25. nóvember 2022

Vindmyllugarður í Fljótsdal til framleiðslu á rafeldsneyti í Orkugarði Austurlands

Í lok síðasta árs var í Bændablaðinu greint frá áformum um upp­ byggingu á Orkug...