Halldór Runólfsson
Halldór Runólfsson
Fréttaskýring 8. júlí 2022

Of snemmt að breyta um aðferðarfræði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Halldór Runólfsson var yfir­ dýralæknir á árunum 1997 til 2012 þegar reglugerð Evrópu­ sambandsins um dýrasjúkdóma var innleidd að hluta til á Íslandi. Hann segir ástæðuna fyrir því að Ísland hafi sótt um undanþágu frá þeim hluta af reglugerðinni sem snýr að viðbrögðum við smiti hafi verið sú, annars vegar að íslenska niðurskurðaaðferðin væri að virka og hins vegar sú staðreynd að ARR hefði ekki fundist hér á landi.

Halldór segir að tillögu Evrópu­ sambandsins, um að Ísland gæti flutt inn slíkt sauðfé, hafi verið umsvifalaust hafnað, með tilvísun í innflutninga frá Evrópulöndum sem hefðu borið með sér sjúkdóma með hrikalegum afleiðingum.

„ESB var einnig í þessu sambandi bent á þá útbreiddu kenningu í vísindaheiminum, að með ræktun fyrir ARR gæti verið hætta á að sauðfé með þessa arfgerð smitaðist af riðu og gæti verið smitberar án þess að sýna einkenni. Með því að taka upp aðferðir ESB, gæti útrýming á riðu á Íslandi tekið mun lengri tíma,“ segir Halldór.

Baráttan hert árið 1986

„Í byrjun þessa tímabils míns sem yfirdýralæknir voru riðutilfelli orðin mjög fá – eða um tvö til fimm á ári – miðað við nokkur hundruð tilfelli á árinu 1978 þegar viðnám gegn riðuveiki hófst. Það er svo árið 1986 sem vitað var um riðu á um 100 bæjum, að ákveðið var að herða baráttuna og freista þess að útrýma veikinni úr landinu með skipulögðum niðurskurði á öllum bæjum þar sem riðan var staðfest.

Þessari stefnu hefur verið fylgt síðan og hún hefur borið þann árangur að á þessari öld hafa komið nokkur ár þar sem riða hefur ekki fundist.
Í september á síðasta ári birtist í Bændablaðinu grein Halldórs um baráttuna við riðuveikina, vegna ítrekaðra tilfella í Skagafjarðar­ og Húna­ vatnssýslum. Þar benti hann á góðan árangur af víðtækum niðurskurði á stórum svæðum, svo sem í Biskupstungum fyrir nær tuttugu árum, og ekki hefur komið þar upp riða síðan. Í þessari grein mælti hann með algjörum niðurskurði í Húna­ og Skagahólfi. „Ég er enn þeirrar skoðunar að allt of snemmt sé að breyta nú um þá aðferðarfræði í baráttunni við riðuveikina, sem hefur skilað okkur svo góðum árangri. Slíkt gæti haft alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið. Það hefur aldrei þótt gott að skipta um hest í miðri á.“

Sjálfsagt að halda rannsóknum áfram

„Nú hefur hins vegar komið í ljós, að ARR­arfgerðin hefur fundist hér á landi, þó í mjög takmörkuðum fjölda sauðfjár sé. Sjálfsagt er að halda þessum rannsóknum áfram til að fá betri mynd af útbreiðslunni og kanna hvernig hægt væri að nýta þá þekkingu í framtíðinni.

En ljóst er að ekki gengur upp að fara að rækta fyrir þessari arfgerð út frá fáum einstaklingum. Einnig þarf að afla meiri vitneskju um hvort slík ræktun gæti tafið fyrir útrýmingu sjúkdómsins á Íslandi, sem ég tel að sé raunhæft markmið,“ segir Halldór.

Landbúnaður í stríðshrjáðu landi
Fréttaskýring 27. júlí 2022

Landbúnaður í stríðshrjáðu landi

Innrás Rússa í Úkraínu hófst 24. febrúar síðastliðinn og ekki sér fyrir...

Of snemmt að breyta um aðferðarfræði
Fréttaskýring 8. júlí 2022

Of snemmt að breyta um aðferðarfræði

Halldór Runólfsson var yfir­ dýralæknir á árunum 1997 til 2012 þegar reglug...

Verkefnið fram undan mun felast í því að rækta upp þolinn stofn hratt og vel
Fréttaskýring 8. júlí 2022

Verkefnið fram undan mun felast í því að rækta upp þolinn stofn hratt og vel

Gera má ráð fyrir að riðusjúkdómur í sauðfé hafi verið landlæg plága í s...

Hvert er umfangið?
Fréttaskýring 23. júní 2022

Hvert er umfangið?

Efnahagslegt hlutverk íslenska hestsins hefur breyst töluvert á undan- förnu...

Framboð hráefna til fóðurframleiðslu á Íslandi ótryggt
Fréttaskýring 8. júní 2022

Framboð hráefna til fóðurframleiðslu á Íslandi ótryggt

Ógnarástand er á erlendum mörk­uðum með kornvörur og hráefni til fóðurger...

Fljótandi gjaldmiðlar með enga baktryggingu í raunverðmætum sagðir dæmdir til að hrynja
Fréttaskýring 1. júní 2022

Fljótandi gjaldmiðlar með enga baktryggingu í raunverðmætum sagðir dæmdir til að hrynja

Stríðsátökin í Úkraínu virðast vera að valda áhyggjum um að þau geti hrundið af ...

Leigukvóti fyrir milljarða
Fréttaskýring 30. maí 2022

Leigukvóti fyrir milljarða

Leiguviðskipti með þorskkvóta námu rúmlega sex milljörðum króna á árinu 2021. Al...

Um 50–75% Íslendinga eru með of lítið af D-vítamíni í blóði
Fréttaskýring 24. maí 2022

Um 50–75% Íslendinga eru með of lítið af D-vítamíni í blóði

Embætti landlæknis og Rann­sókna­stofa í næringarfræði við Heilbrigðisvísindasvi...