Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Gimsteinn 21-001 frá Þernunesi hefur nú yfirgefið heimahagana og er kominn í hóp sæðingahrúta.
Gimsteinn 21-001 frá Þernunesi hefur nú yfirgefið heimahagana og er kominn í hóp sæðingahrúta.
Mynd / Eyþór
Fréttaskýring 28. október 2022

Gimsteinn kominn á sæðingastöð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Um miðjan ágúst tilkynnti Matvælastofnun að hún ætlaði að nýta sér undanþáguákvæði í lögum um dýrasjúkdóma og veita undanþágu fyrir sölu á líflömbum og kynbótagripum með mögulegar verndandi arfgerðir gegn riðusmiti yfir sauðfjárveikivarnalínur. Þann 23. september samþykkti matvælaráðherra breytingu á reglugerð þar að lútandi.

Reglum um viðbrögð við riðu hefur hins vegar ekki verið breytt – þannig að ef upp kemur riða í hjörðum þarf umsvifalaust að skera þær niður – alla gripina, þá sem eru með verndandi arfgerðir jafnt sem aðra.

Umsóknir um söluleyfi voru afgreiddar 12. september og þeir bæir sem hafa fengið leyfi eru Þernunes í Reyðarfirði, eini bærinn með gripi af ARR-arfgerð, og fjórir bæir þar sem arfgerðin T137 hefur fundist í gripum; Stóru-Hámundarstaðir á Árskógsströnd, Möðruvellir 3, Engihlíð og Reykir.

Hópmynd af gripum með ARR-arfgerð á Þernunesi. Á bænum eru allir þeir gripir á Íslandi sem staðfest er að bera þessa arfgerð.

Tvær sauðfjársæðingastöðvar eru reknar í landinu; sauðfjársæðingastöð Vesturlands á Hvanneyri og sauðfjársæðingastöð Suðurlands á Selfossi. Þangað veljast inn kynbótahrútar sem sauðfjárræktarráðunautar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) bera ábyrgð á að velja.

Eyþór Einarsson er í þeim hópi og segir hann að þrír hrútar með ARR-arfgerð og tveir með T137- arfgerð hafi verið keyptir til að nota á stöðvunum og hafi nýlega verið þangað fluttir.

Breytingar á reglum um viðbrögð við riðu

Eftir stórtækan niðurskurð á Norðurlandi vegna riðutilfella á nokkrum bæjum árið 2020, var Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir fengin til að ráðast í endurskoðun á reglum sem varða viðbrögð við riðuveiki, fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Hún skilaði sínum tillögum að nýjum reglum í desember 2021, sem fóru síðan í lokað umsagnarferli. Hjá matvælaráðuneytinu er nú unnið að því að móta nýjar reglur eftir yfirferð á umsögnum.

Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn um stöðu mála, kemur fram að tillögur yfirdýralæknis hafi falið í sér umtalsverðar breytingar á því regluverki sem snýr að riðuvörnum. „Við skoðun kom í ljós að þær breytingar taka einnig til ýmissa þátta sem varða skipulag almenns dýraheilbrigðis. Í ljósi þessa hefur sú ákvörðun verið tekin að fara í tímabæra heildarendurskoðun á þeim lagabálkum sem snúa að dýraheilbrigði. Sú vinna er umfangsmikil, og liggur því ekki ljóst fyrir á þessari stundu hvenær henni lýkur,“ segir í svarinu úr ráðuneytinu.

Forgangssvæði samkvæmt skilgreiningu Matvælastofnunar eru hér rauðmerkt, þar sem riða hefur greinst á síðustu sjö árum.

Verndandi arfgerðir dreifast um landið

Á meðan unnið er að nýju regluverki í ráðuneytinu dreifast hinir verðmætu gripir með verndandi arfgerðir um landið – einkum þó á þau svæði þar sem riða hefur oftast greinst og mestar líkur eru á að þar komi tilfelli aftur upp. Það eru forgangssvæði, samkvæmt skilgreiningu Matvælastofnunar, varðandi kaup á þessum gripum. Vitað er um 128 gripi með annað hvort ARR- eða T137-arfgerð.

Í öðrum Evrópulöndum er leitast við að vernda gripi með verndandi arfgerðir. Víða hafa gilt þær reglur að þegar upp kemur riða eru arfgerðir gripanna í hjörðinni strax yfirfarnar, til að meta líkur á smiti. Algengt er að kindum með ARR- arfgerð sé hlíft en aðrar aflífaðar.

Eyþór segir það bagalegt ef kæmi upp riða á þessum svæðum og ekki væri búið að breyta þessum reglum. „Til dæmis á næsta ári og bændur sem væru búnir að setja á gimbrahóp með ARR-arfgerðina og þá yrði væntanlega að lóga þeim jafnt og öðrum gripum á viðkomandi búum.“

Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju
Fréttaskýring 12. janúar 2023

Yfir tonni af kjöti sóað að ósekju

Ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna undanþágubeiðni bónda um að nautgripur, se...

Ná markmiðum sex árum fyrr
Fréttaskýring 29. desember 2022

Ná markmiðum sex árum fyrr

Framleiðsla nautakjöts á Íslandi hefur gengið í gegnum visst breytingaskeið unda...

Íslendingar verða rukkaðir á nýju ári fyrir syndaaflausnir af eigin raforku
Fréttaskýring 29. desember 2022

Íslendingar verða rukkaðir á nýju ári fyrir syndaaflausnir af eigin raforku

Í júní 2015 greindi Sveinn A. Sæland, fyrrverandi formaður Sambands garðyrkjubæn...

Hvenær skal gripið til aðgerða gegn illri meðferð á dýrum?
Fréttaskýring 28. desember 2022

Hvenær skal gripið til aðgerða gegn illri meðferð á dýrum?

Dýravelferðarmál hafa verið ofarlega á baugi þjóðfélagsumræðunnar á undanförnum ...

Fagna frumvarpi um heimild kjötafurðastöðva til samvinnu
Fréttaskýring 9. desember 2022

Fagna frumvarpi um heimild kjötafurðastöðva til samvinnu

Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) undirbúa nú að stilla upp sinni starfsemi ...

Skýrar leikreglur um kolefnisjöfnun
Fréttaskýring 7. desember 2022

Skýrar leikreglur um kolefnisjöfnun

Í ágúst á þessu ári gaf Staðlaráð Íslands út tækniforskrift um kolefnisjöfnun se...

Seiglan er ótrúleg
Fréttaskýring 5. desember 2022

Seiglan er ótrúleg

Á Matvælaþingi fjallaði hin úkraínska Olga Trofimtseva um framtíðarþróun matvæla...

Vindmyllugarður í Fljótsdal til framleiðslu á rafeldsneyti í Orkugarði Austurlands
Fréttaskýring 25. nóvember 2022

Vindmyllugarður í Fljótsdal til framleiðslu á rafeldsneyti í Orkugarði Austurlands

Í lok síðasta árs var í Bændablaðinu greint frá áformum um upp­ byggingu á Orkug...