Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gimsteinn 21-001 frá Þernunesi hefur nú yfirgefið heimahagana og er kominn í hóp sæðingahrúta.
Gimsteinn 21-001 frá Þernunesi hefur nú yfirgefið heimahagana og er kominn í hóp sæðingahrúta.
Mynd / Eyþór
Fréttaskýring 28. október 2022

Gimsteinn kominn á sæðingastöð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Um miðjan ágúst tilkynnti Matvælastofnun að hún ætlaði að nýta sér undanþáguákvæði í lögum um dýrasjúkdóma og veita undanþágu fyrir sölu á líflömbum og kynbótagripum með mögulegar verndandi arfgerðir gegn riðusmiti yfir sauðfjárveikivarnalínur. Þann 23. september samþykkti matvælaráðherra breytingu á reglugerð þar að lútandi.

Reglum um viðbrögð við riðu hefur hins vegar ekki verið breytt – þannig að ef upp kemur riða í hjörðum þarf umsvifalaust að skera þær niður – alla gripina, þá sem eru með verndandi arfgerðir jafnt sem aðra.

Umsóknir um söluleyfi voru afgreiddar 12. september og þeir bæir sem hafa fengið leyfi eru Þernunes í Reyðarfirði, eini bærinn með gripi af ARR-arfgerð, og fjórir bæir þar sem arfgerðin T137 hefur fundist í gripum; Stóru-Hámundarstaðir á Árskógsströnd, Möðruvellir 3, Engihlíð og Reykir.

Hópmynd af gripum með ARR-arfgerð á Þernunesi. Á bænum eru allir þeir gripir á Íslandi sem staðfest er að bera þessa arfgerð.

Tvær sauðfjársæðingastöðvar eru reknar í landinu; sauðfjársæðingastöð Vesturlands á Hvanneyri og sauðfjársæðingastöð Suðurlands á Selfossi. Þangað veljast inn kynbótahrútar sem sauðfjárræktarráðunautar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) bera ábyrgð á að velja.

Eyþór Einarsson er í þeim hópi og segir hann að þrír hrútar með ARR-arfgerð og tveir með T137- arfgerð hafi verið keyptir til að nota á stöðvunum og hafi nýlega verið þangað fluttir.

Breytingar á reglum um viðbrögð við riðu

Eftir stórtækan niðurskurð á Norðurlandi vegna riðutilfella á nokkrum bæjum árið 2020, var Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir fengin til að ráðast í endurskoðun á reglum sem varða viðbrögð við riðuveiki, fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Hún skilaði sínum tillögum að nýjum reglum í desember 2021, sem fóru síðan í lokað umsagnarferli. Hjá matvælaráðuneytinu er nú unnið að því að móta nýjar reglur eftir yfirferð á umsögnum.

Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn um stöðu mála, kemur fram að tillögur yfirdýralæknis hafi falið í sér umtalsverðar breytingar á því regluverki sem snýr að riðuvörnum. „Við skoðun kom í ljós að þær breytingar taka einnig til ýmissa þátta sem varða skipulag almenns dýraheilbrigðis. Í ljósi þessa hefur sú ákvörðun verið tekin að fara í tímabæra heildarendurskoðun á þeim lagabálkum sem snúa að dýraheilbrigði. Sú vinna er umfangsmikil, og liggur því ekki ljóst fyrir á þessari stundu hvenær henni lýkur,“ segir í svarinu úr ráðuneytinu.

Forgangssvæði samkvæmt skilgreiningu Matvælastofnunar eru hér rauðmerkt, þar sem riða hefur greinst á síðustu sjö árum.

Verndandi arfgerðir dreifast um landið

Á meðan unnið er að nýju regluverki í ráðuneytinu dreifast hinir verðmætu gripir með verndandi arfgerðir um landið – einkum þó á þau svæði þar sem riða hefur oftast greinst og mestar líkur eru á að þar komi tilfelli aftur upp. Það eru forgangssvæði, samkvæmt skilgreiningu Matvælastofnunar, varðandi kaup á þessum gripum. Vitað er um 128 gripi með annað hvort ARR- eða T137-arfgerð.

Í öðrum Evrópulöndum er leitast við að vernda gripi með verndandi arfgerðir. Víða hafa gilt þær reglur að þegar upp kemur riða eru arfgerðir gripanna í hjörðinni strax yfirfarnar, til að meta líkur á smiti. Algengt er að kindum með ARR- arfgerð sé hlíft en aðrar aflífaðar.

Eyþór segir það bagalegt ef kæmi upp riða á þessum svæðum og ekki væri búið að breyta þessum reglum. „Til dæmis á næsta ári og bændur sem væru búnir að setja á gimbrahóp með ARR-arfgerðina og þá yrði væntanlega að lóga þeim jafnt og öðrum gripum á viðkomandi búum.“

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum
Fréttaskýring 4. desember 2025

Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum

Niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar leiða í ljós að í fæðuneyslu landsmanna...

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
Fréttaskýring 4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Hátt hlutfall gjörunninna matvæla í mataræði mannsins er orðið eitt stærsta lýðh...

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar
Fréttaskýring 22. nóvember 2025

Smávirkjanir til sérstakrar skoðunar

Umhverfis- og orkustofnun og Blámi hafa verið með frekari þróun í smávirkjanakos...

Áskorun að æfa úti á landi
Fréttaskýring 10. nóvember 2025

Áskorun að æfa úti á landi

Einn mikilvægasti þátturinn í uppvexti barna er þátttaka í hvers kyns íþrótta- o...

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi
Fréttaskýring 24. október 2025

Frumvarpið vekur spurningar um framtíð mjólkurframleiðslu á Íslandi

Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum nr. 99/1993, sem nú er ...

Mun auðugri auðlind en áður var talið
Fréttaskýring 13. október 2025

Mun auðugri auðlind en áður var talið

Milljarði íslenskra króna var á dögunum úthlutað til verkefna í átaki stjórnvald...

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði
Fréttaskýring 29. september 2025

Ýtt undir áburðarnýtni í landbúnaði

Talsvert er litið til bændastéttarinnar og landbúnaðarins í nýjum tillögum umhve...

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri
Fréttaskýring 29. september 2025

Innflutt hráefni algeng í veitingarekstri

Í íslenskum veitingarekstri er algengt að notast sé við innflutt hráefni. Ástæðu...