Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf. vegna fiskeldis á landi í Auðlindagarði HS Orku við Garð á Reykjanesi.

Samherji stefnir að umfangsmikilli fiskeldisstöð og rekstrarleyfið gerir ráð fyrir allt að 20.000 tonna lífmassa á hverjum tíma vegna seiða- og áframeldis á laxi, regnbogasilungi og bleikju. Framleiðslugetan yrði allt að 40.000 tonn á ári. Fyrirhugaður Eldisgarður yrði í nálægð við Reykjanesvirkjun og yrði m.a. nýttur ylsjór sem til fellur úr virkjuninni en einnig yrði borað eftir jarðsjó innan lóðar.

Skipulagsstofnun leitaði umsagna 12 aðila vegna áforma Samherja fiskeldis sem undirstrikuðu m.a. mikilvægi þess að kanna áhrif grunnvatnsvinnslu svæðisins og hvernig vatnstakan takmarkar vatnsvinnslu annarra notenda á svæðinu.

Hafrannsóknastofnun benti á að um stóra framkvæmd væri að ræða og ef frárennslið væri það sama og áætluð vatnstaka þá yrði það um fjórfalt meðalrennsli Elliðaáa. Það væri mikilvægt að nota nægilega næmar aðferðir við vöktun til þess að meta áhrif losunar frá eldisstöðinni og hafa viðbragðsáætlun til staðar ef fiskur slyppi úr kerjum.

Frestur til að senda Matvælastofnun athugasemdir um tillöguna að rekstrarleyfi eldisstöðvarinnar rennur út 1. júlí 2025.

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu
Fréttir 14. júlí 2025

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu

Landsáætlun stjórnvalda og bænda um útrýmingu á sauðfjárriðu var nýlega endurútg...