Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf. vegna fiskeldis á landi í Auðlindagarði HS Orku við Garð á Reykjanesi.

Samherji stefnir að umfangsmikilli fiskeldisstöð og rekstrarleyfið gerir ráð fyrir allt að 20.000 tonna lífmassa á hverjum tíma vegna seiða- og áframeldis á laxi, regnbogasilungi og bleikju. Framleiðslugetan yrði allt að 40.000 tonn á ári. Fyrirhugaður Eldisgarður yrði í nálægð við Reykjanesvirkjun og yrði m.a. nýttur ylsjór sem til fellur úr virkjuninni en einnig yrði borað eftir jarðsjó innan lóðar.

Skipulagsstofnun leitaði umsagna 12 aðila vegna áforma Samherja fiskeldis sem undirstrikuðu m.a. mikilvægi þess að kanna áhrif grunnvatnsvinnslu svæðisins og hvernig vatnstakan takmarkar vatnsvinnslu annarra notenda á svæðinu.

Hafrannsóknastofnun benti á að um stóra framkvæmd væri að ræða og ef frárennslið væri það sama og áætluð vatnstaka þá yrði það um fjórfalt meðalrennsli Elliðaáa. Það væri mikilvægt að nota nægilega næmar aðferðir við vöktun til þess að meta áhrif losunar frá eldisstöðinni og hafa viðbragðsáætlun til staðar ef fiskur slyppi úr kerjum.

Frestur til að senda Matvælastofnun athugasemdir um tillöguna að rekstrarleyfi eldisstöðvarinnar rennur út 1. júlí 2025.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...