Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Framlög til loftslagsaðgerða aukin um milljarð á ári
Fréttir 23. mars 2021

Framlög til loftslagsaðgerða aukin um milljarð á ári

Höfundur: Vilmundur Hansen

Framlög til loftslagsmála verða aukin um 1 ma.kr. á ári á tímabilinu 2022-2031 samkvæmt áætlunum ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fjármálaáætlun 2022-2026 sem fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í gær og er liður í að mæta hertum markmiðum Íslands um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Fjármununum verður einkum varið til aðgerða á sviði náttúrumiðaðra lausna, landbúnaðar, orkuskipta og í frekari stuðning við breyttar ferðavenjur. 

 Fyrir liggur á Alþingi frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um skattalegar ívilnanir vegna grænna fjárfestinga. Þar er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs lækki um 1,2 ma.kr. á ári á árunum 2024-2026 vegna ívilnananna.

Framlögin sem nú hafa verið kynnt eru til viðbótar þeim framlögum sem þegar höfðu verið ákveðin til loftslagsmála. Aldrei hefur verið varið eins miklum fjármunum til loftslagsmála eins og ráðgert er 2022, en þá munu 13 ma.kr. renna til málaflokksins. 

 

Hertar aðgerðir á fjórum sviðum

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er grundvöllur þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa sett fram til að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum hingað til. Aðgerðirnar sem settar eru fram á grundvelli aukins framlags koma til viðbótar fyrri aðgerðum, eða eru nánari útfærsla á þeim og lúta að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og aukinni kolefnisbindingu. Aðgerðirnar eru settar fram í fjórum meginliðum:

  1. Náttúrumiðaðar lausnir í loftslagsmálum
    Efling þess starfs sem þegar er unnið að í landgræðslu og skógrækt, vernd og endurheimt votlendis, m.a. í samstarfi við bændur og aðra landeigendur.
  2. Loftslagsaðgerðir í landbúnaði
    Loftslagsaðgerðum í landbúnaði í aðgerðaáætlun í loftslagsmálum verður hraðað og þær auknar í samstarfi við bændur, einkum aðgerð E1 um loftslagsvænni landbúnað í því skyni að fjölga verulega bændum sem taka þátt í loftslagstengdum verkefnum.
  3. Aukinn stuðningur við orkuskipti
    Orkuskiptum í samgöngum á landi, hafi og í lofti verður hraðað. Í samgöngum á landi verður lögð áhersla á orkuskipti á sviði ferðaþjónustu og þungaflutninga. Styðja þarf við innlenda framleiðslu endurnýjanlegs eldsneytis til að mæta þörfum. Áframhaldandi stuðningur verður við orkuskipti í haftengdri starfsemi með bættum innviðum og nýrri tækni.
  4. Efling umhverfisvænni almenningssamgangna og betri innviðir fyrir virka ferðamáta
    Áhersla verður lögð á að efla vistvænar almenningssamgöngur með fjölgun umhverfisvænni ferðavagna og að bæta innviði fyrir virka ferðamáta, m.a. með uppsetningu hleðslustöðva.

Aðgerðirnar verða unnar í samstarfi stjórnvalda og atvinnulífs og eru settar fram sem hluti af grænni endurreisn eftir kórónuveirufaraldurinn. Áherslan er á að forgangsraða verkefnum sem stuðla að mestum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Þá verði auknum hluta framlaga til þróunarsamvinnu veitt til loftslagstengdra verkefna.

Aðgerðirnar stuðla að uppfyllingu markmiða Íslands

Forsætisráðherra tilkynnti um hert markmið Íslands í loftslagsmálum á leiðtogafundi í desember sl. Ísland hefur sett það markmið að stefna að 55% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2030, í samstarfi við Evrópusambandið og Noreg. Þá hefur Ísland einnig sett sér markmið um að ná kolefnishlutleysi árið 2040.  

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...