Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Framleiðir ís fyrir smábátasjómenn
Líf og starf 4. júlí 2016

Framleiðir ís fyrir smábátasjómenn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gunnsteinn Gíslason, fyrrverandi oddviti í Árneshreppi, lætur ekki deigan síga þrátt fyrir að vera 84 ára gamall.

Eftir að hann lét af störfum sem oddviti Árneshrepps og kaupfélagsstjóri í Norðurfirði keypti hann ísvél og selur smábátasjómönnum ís til að kæla aflann.

Verið að lengja hafnargarðinn

„Hér eru rúmlega tuttugu bátar sem gera út á strandveiðar og veiðarnar ganga ágætlega en þetta eru ekki menn með fasta búsetu hér. Það er verið að stórbæta aðstöðuna í höfninni með því að lengja hafnargarðinn og hugsanlega koma fleiri bátar á næsta ári í kjölfar þess.“

Síðasta húsið byggt fyrir 23 árum

Gunnsteinn, sem man tímana tvenna í Árneshreppi, segir leiðinlegt að horfa upp á hversu fátt fólk býr í hreppnum. „Mér skilst að það séu rétt 50 manns á íbúaskrá núna en í mesta lagi 35 sem búa hér allt árið. Líklega er kjörskráin besti mælikvarðinn á íbúaþróun hér og samkvæmt henni fækkar ungu fólki hér í hvert sinn sem er kosið.

Samkvæmt lögum  þarf 50 manns til að hér geti verið sjálfstætt sveitarfélag og lögin kveða á um að ef íbúatala sveitarfélags er undir 50 tvö ár í röð beri félagsmálaráðuneytinu að sameina það örðu sveitarfélagi.

Ég og eiginkonan ­byggðum síðasta íbúðarhúsið í hreppnum, Bergistanga, fyrir 23 árum og þar sem enginn byggir hús getur enginn búið. Við sem eftir erum hér enn erum öll komin á aldur og hætt að búa til börn þannig að ég er hræddur um að heilsársbyggð hér eigi eftir að leggjast af eftir að við sérvitringarnir yfirgefum þennan heim.“

Starfshópur um stofnun þjóðgarðs
Fréttir 9. september 2024

Starfshópur um stofnun þjóðgarðs

Drífa Hjartardóttir hefur verið skipuð formaður starfshóps sem á að undirbúa og ...

Atrenna að minni losun landbúnaðar
Fréttir 6. september 2024

Atrenna að minni losun landbúnaðar

Í uppfærðri aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, sem kynnt var í vor og e...

Verkefnisstjórn loftslagsaðgerða
Fréttir 6. september 2024

Verkefnisstjórn loftslagsaðgerða

Ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum var kynnt um miðjan júní. Nýlega var skipuð ve...

Nýr hornsteinn lagður að Sögu
Fréttir 5. september 2024

Nýr hornsteinn lagður að Sögu

Lagður var nýr hornsteinn að húsinu sem lengst af gekk undir nafninu Bændahöllin...

Upplýsingasíða um riðuvarnir
Fréttir 5. september 2024

Upplýsingasíða um riðuvarnir

Karólína Elísabetardóttir í Hvammshlíð, frumkvöðull í riðumálum, hefur tekið sam...

Hálfíslenskur bóndi á lífrænu búi
Fréttir 5. september 2024

Hálfíslenskur bóndi á lífrænu búi

Á ferð sinni um Jótland hitti Magnús Halldórsson, umsjónarmaður Vísnahorns Bænda...

Viðfangsefnin spanna alla virðiskeðjuna
Fréttir 5. september 2024

Viðfangsefnin spanna alla virðiskeðjuna

Matís gaf Grænmetisbókina út í sumar, sem er heildstætt vefrit um margar hliðar ...

Óviðjafnanleg fágun
Fréttir 5. september 2024

Óviðjafnanleg fágun

Bændablaðið fékk til prufu EQE SUV rafmagnsbílinn frá Mercedes Benz. Um er að ræ...

Brögðóttur Aðalsteinn
10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði
10. september 2024

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði

Manstu vorið?
10. september 2024

Manstu vorið?

Berjaflóra Íslendinga
10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Af hverju lífræni dagurinn?
10. september 2024

Af hverju lífræni dagurinn?