Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Framleiðir ís fyrir smábátasjómenn
Líf og starf 4. júlí 2016

Framleiðir ís fyrir smábátasjómenn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gunnsteinn Gíslason, fyrrverandi oddviti í Árneshreppi, lætur ekki deigan síga þrátt fyrir að vera 84 ára gamall.

Eftir að hann lét af störfum sem oddviti Árneshrepps og kaupfélagsstjóri í Norðurfirði keypti hann ísvél og selur smábátasjómönnum ís til að kæla aflann.

Verið að lengja hafnargarðinn

„Hér eru rúmlega tuttugu bátar sem gera út á strandveiðar og veiðarnar ganga ágætlega en þetta eru ekki menn með fasta búsetu hér. Það er verið að stórbæta aðstöðuna í höfninni með því að lengja hafnargarðinn og hugsanlega koma fleiri bátar á næsta ári í kjölfar þess.“

Síðasta húsið byggt fyrir 23 árum

Gunnsteinn, sem man tímana tvenna í Árneshreppi, segir leiðinlegt að horfa upp á hversu fátt fólk býr í hreppnum. „Mér skilst að það séu rétt 50 manns á íbúaskrá núna en í mesta lagi 35 sem búa hér allt árið. Líklega er kjörskráin besti mælikvarðinn á íbúaþróun hér og samkvæmt henni fækkar ungu fólki hér í hvert sinn sem er kosið.

Samkvæmt lögum  þarf 50 manns til að hér geti verið sjálfstætt sveitarfélag og lögin kveða á um að ef íbúatala sveitarfélags er undir 50 tvö ár í röð beri félagsmálaráðuneytinu að sameina það örðu sveitarfélagi.

Ég og eiginkonan ­byggðum síðasta íbúðarhúsið í hreppnum, Bergistanga, fyrir 23 árum og þar sem enginn byggir hús getur enginn búið. Við sem eftir erum hér enn erum öll komin á aldur og hætt að búa til börn þannig að ég er hræddur um að heilsársbyggð hér eigi eftir að leggjast af eftir að við sérvitringarnir yfirgefum þennan heim.“

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...