Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mikið þarf til að mörg hundruð kílóa heyrúllur falli af tengivagni.
Mikið þarf til að mörg hundruð kílóa heyrúllur falli af tengivagni.
Mynd / ghp
Fréttir 18. nóvember 2022

Frágangur heyrúllufarms á tengivagni fyrir dóm

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Ökumaður dráttarvélar með tengivagni, sem bar heyrúllur, var sýknaður fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra af ákæru um umferðarlagabrot þann 25. október síðastliðinn.

Ákæran snerist um hvort ökumanni bar skylda að binda farm, fjórtán heyrúllur, meðan hann flutti þær. Dómurinn áleit eð ekki hafi verið sýnt fram á að frágangur hafi verið ótryggur.

Málsatvikum er lýst þannig í dómnum að þann 31. ágúst 2021 hafi lögreglumenn á ferð um Norðausturveg veitt athygli vagnlest sem ekið var til norðurs.

„Var um að ræða dráttarvél og óskráðan tengivagn á tveimur hásingum. Á vagninum voru heyrúllur sem var staflað í tvær hæðir, 14 rúllur í tveimur röðum í þeirri neðri og 6 rúllur ofan á, fyrir miðju. Farmurinn var óbundinn og akstur stöðvaður og rætt við ökumann“, segir í dómnum.

Hinn ákærði ökumaður taldi sér ekki skylt að binda farminn þar sem tengivagninn væri ekki ökutæki heldur landbúnaðartæki. Með bréfi 22. september 2021 var ákærða boðið að ljúka málinu með greiðslu 75.000 króna sektar en hann tók ekki því boði. Málið var dómtekið ári síðar.

Í framburði ákærða kemur fram að rúllunum hafi verið raðað mjög þétt og hefðu því ekki getað hreyfst. Því hafi ekki verið þörf á að binda farminn. Hann kvað hverja rúllu vega um 400 kíló.

Tveir lögreglumenn sem báru vitni sögðu tengivagninn mjög góðan, með aftur­ og framgöflum sem hafi hindrað fram­ og afturskrið rúlla í neðri röð. Ekkert hafi hins vegar varnað því að efri röð færi af stað. Þeir kváðu mikla umferð vera um þennan tiltekna veg, en þar færu yfir þúsund bílar á dag. Vegurinn væri dálítið slitinn og fremur mjór og þeir hafi vitað til þess að heyrúllur féllu af vögnum.

Í niðurstöðu dómsins kemur fram að þó það geti vafalaust verið til bóta í mörgum tilvikum að binda niður farm sé það ekki svo, samkvæmt ákvæðum laga og reglugerða, að farmur skuli undantekningalaust bundinn niður. Ekki var deilt um frágang farmsins en dómurinn taldi ekki sýnt fram á að hann hafi verið ótryggur, eða að hætta hafi verið á að farmurinn hreyfðist eða félli af vagninum. Ekkert kom fram sem benti til þess að ökumaður hafi ekið hratt eða ógætilega.

Ökumaðurinn var því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og var allur sakarkostnaður og málsvarnarlaun greiddur úr ríkissjóði.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...