Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mikið þarf til að mörg hundruð kílóa heyrúllur falli af tengivagni.
Mikið þarf til að mörg hundruð kílóa heyrúllur falli af tengivagni.
Mynd / ghp
Fréttir 18. nóvember 2022

Frágangur heyrúllufarms á tengivagni fyrir dóm

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Ökumaður dráttarvélar með tengivagni, sem bar heyrúllur, var sýknaður fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra af ákæru um umferðarlagabrot þann 25. október síðastliðinn.

Ákæran snerist um hvort ökumanni bar skylda að binda farm, fjórtán heyrúllur, meðan hann flutti þær. Dómurinn áleit eð ekki hafi verið sýnt fram á að frágangur hafi verið ótryggur.

Málsatvikum er lýst þannig í dómnum að þann 31. ágúst 2021 hafi lögreglumenn á ferð um Norðausturveg veitt athygli vagnlest sem ekið var til norðurs.

„Var um að ræða dráttarvél og óskráðan tengivagn á tveimur hásingum. Á vagninum voru heyrúllur sem var staflað í tvær hæðir, 14 rúllur í tveimur röðum í þeirri neðri og 6 rúllur ofan á, fyrir miðju. Farmurinn var óbundinn og akstur stöðvaður og rætt við ökumann“, segir í dómnum.

Hinn ákærði ökumaður taldi sér ekki skylt að binda farminn þar sem tengivagninn væri ekki ökutæki heldur landbúnaðartæki. Með bréfi 22. september 2021 var ákærða boðið að ljúka málinu með greiðslu 75.000 króna sektar en hann tók ekki því boði. Málið var dómtekið ári síðar.

Í framburði ákærða kemur fram að rúllunum hafi verið raðað mjög þétt og hefðu því ekki getað hreyfst. Því hafi ekki verið þörf á að binda farminn. Hann kvað hverja rúllu vega um 400 kíló.

Tveir lögreglumenn sem báru vitni sögðu tengivagninn mjög góðan, með aftur­ og framgöflum sem hafi hindrað fram­ og afturskrið rúlla í neðri röð. Ekkert hafi hins vegar varnað því að efri röð færi af stað. Þeir kváðu mikla umferð vera um þennan tiltekna veg, en þar færu yfir þúsund bílar á dag. Vegurinn væri dálítið slitinn og fremur mjór og þeir hafi vitað til þess að heyrúllur féllu af vögnum.

Í niðurstöðu dómsins kemur fram að þó það geti vafalaust verið til bóta í mörgum tilvikum að binda niður farm sé það ekki svo, samkvæmt ákvæðum laga og reglugerða, að farmur skuli undantekningalaust bundinn niður. Ekki var deilt um frágang farmsins en dómurinn taldi ekki sýnt fram á að hann hafi verið ótryggur, eða að hætta hafi verið á að farmurinn hreyfðist eða félli af vagninum. Ekkert kom fram sem benti til þess að ökumaður hafi ekið hratt eða ógætilega.

Ökumaðurinn var því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins og var allur sakarkostnaður og málsvarnarlaun greiddur úr ríkissjóði.

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara