Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fjölbreytt verkefni
Mynd / ghp
Fréttir 27. febrúar 2024

Fjölbreytt verkefni

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Margþættar umræður sköpuðust á deildarfundi hrossabænda. Stofnverndarsjóður, hrossakjötsafurðir, starf ábyrgðarmanns hrossaræktar, drómasýki og þóknun formanns báru á góma.

Nanna Jónsdóttir, formaður búgreinadeildarinnar, fór yfir störf deildarinnar á árinu og stöðu WorldFengs en fyrir liggur að uppfæra þarf upprunaættbókina. Aðkoma hrossabænda að búvörusamningum voru einnig rædd en fram kom að stjórn deildarinnar hafi átt fund með ráðherra vegna þeirra.

Á fundinum voru haldin nokkur erindi. Berglind Margo Þorvaldsdóttir kynnti starfsemi Horses of Iceland sem búgreinadeildin er aðili að. Fyrirhugað er að bjóða ræktendum upp á sérstakan samstarfssamning við verkefnið.

Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri RML kynnti hlutverk fyrirtækisins og verkefni þess tengt hrossarækt og hrossahaldi. Fram kom í máli Karvels að starf ábyrgðarmanns í hrossarækt verði auglýst og mun verkefni starfsmannsins ráðast af þeim einstaklingi sem ráðinn verður en verkefni verða einnig dreifð til annarra starfsmanna fyrirtækisins.

Fundurinn afgreiddi ellefu tillögur sem vísað var ýmist til stjórnar búgreinadeildarinnar eða til vinnslu hjá Bændasamtökum Íslands.

Tillögurnar fjölluðu um markaðssetningu hrossakjötsafurða, um áreiðanleika uppruna hests og fótabúnað hrossa á WR mótum, um aðgengi myndefnis Landsmóts á WorldFeng og um mikilvægi rannsókna á drómasýki. Einnig var samþykkt að leggja til hækkun á þóknun formanns búgreinadeildar hrossabænda. Þá samþykkti fundurinn að hætta að verðlauna kynbótaknapa ársins.

Breyting var á stjórn búgreinadeildarinnar. Vignir Sigurðsson og Eysteinn Leifsson gáfu ekki áfram kost á sér en í stað þeirra voru þeir Agnar Þór Magnússon og Jón Vilmundarson kjörnir í stjórn.

Þeir verða auk þess fulltrúar hrossabænda á búnaðarþingi ásamt Nönnu Jónsdóttur, formanns deildarinnar.

Skylt efni: deild hrossabænda

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.