Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ráðist verður í allsherjarhreinsun á íslensku strandlengjunni á næstu 3–5 árum.
Ráðist verður í allsherjarhreinsun á íslensku strandlengjunni á næstu 3–5 árum.
Mynd / smh
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Höfundur: smh

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju Íslands, samtals um 20 milljónir króna.

Styrkirnir eru veittir sem hluti aðgerðaráætlunar umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í plastmálefnum sem heitir Úr viðjum plastsins. Aðgerðin felur í sér að sett er af stað átak til 3 – 5 ára til allsherjarhreinsunar strandlengjunnar af plasti og öðrum úrgangi.

Styrkhafarnir eru eftirfarandi:

 Styrkhafi
 Styrkupphæð

 Blái herinn

 7,500.000 kr.

 Veraldarvinir

 7,500.000 kr.

 Ocean Missions

 2,500.000 kr.

 Seeds

 2,500.000 kr.

Í tilkynningu úr ráðuneytinu kemur fram að hreinleiki sjávar sé Íslandi afar mikilvægur og strandhreinsanir gegni þar veigamiklu hlutverki. Tilgangurinn með styrkveitingunum sé að strandlengja Íslands verði hreinsuð með skipulegum hætti, hreinsuðum ströndum verði haldið við, efla vitundarvakningu hjá almenningi um mikilvægi strandhreinsana og virkja áhugasama aðila til þátttöku í átaki um hreinsun strandlengjunnar.

„Það þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi þess að draga úr plastmengun á ströndum og á hafi. Frjáls félagasamtök og sjálfboðaliðar hafa gegnt lykilhlutverki við þessa hreinsun. Við viljum styðja þau í þessu verki,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...