Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fjarnámskeið RML um náttúruverndarverkefnið LOGN
Mynd / Bbl
Fréttir 17. apríl 2020

Fjarnámskeið RML um náttúruverndarverkefnið LOGN

Höfundur: Ritstjórn

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) stendur fyrir fjarnámskeiðahaldi þessar vikurnar, þar sem viðfangsefnið er náttúruvernd og landbúnaður. Til grundvallar námskeiðahaldinu er kynning á verkefninu LOGN, sem er beint framhald verkefnisins Landbúnaður og náttúruvernd. Markmiðið er að fá bændur til að flétta saman sinn landbúnað og störf tengd náttúruvernd.

Sigurður Torfi Sigurðsson
verkefnisstjóri LOGN.

Alls eru um tólf fyrirlestra að ræða, að jafnaði þrír á viku og er fyrsta vikan búin. Hver fyrirlestur tekur um 20-30 mínútur og er þeim streymt í gegnum forritið Teams. Nauðsynlegt er að skrá sig á fyrirlestrana til að fá tengingu. Nóg er að skrá sig einu sinni til að fá tengingu á allra fyrirlestraröðina.

Fyrirlestrarnir hefjast allir klukkan 13.

Áhugasamir geta skráð sig í gegnum vef RML.

 

 

Efni fyrirlestrarraðarinnar er eftirfarandi:

  • 14. apríl - Kynning á LOGN
  • 15. apríl - Kynning á erlendu verkefni
  • 17. apríl - Viðhorf bænda
  • 20. apríl - Náttúruvernd og friðlýsingar
  • 22. apríl - Gróður og vistgerðir
  • 24. apríl - Fuglar og dýralíf
  • 27. apríl - Líf í vötnum
  • 29. apríl - Endurheimt vistkerfa
  • 30. apríl - Búrekstur og náttúruvernd hagnýt atriði og reynsla af friðlandi
  • 4. maí - Endurheimt landnámsskóga
  • 6. maí - Náttúruvernd og landbúnaður í skipulagi sveitarfélaga
  • 8. maí - Náttúruvernd og landbúnaður, raunhæf nálgun, nýsköpun og rekstur
Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.