Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fjarnámskeið RML um náttúruverndarverkefnið LOGN
Mynd / Bbl
Fréttir 17. apríl 2020

Fjarnámskeið RML um náttúruverndarverkefnið LOGN

Höfundur: Ritstjórn

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) stendur fyrir fjarnámskeiðahaldi þessar vikurnar, þar sem viðfangsefnið er náttúruvernd og landbúnaður. Til grundvallar námskeiðahaldinu er kynning á verkefninu LOGN, sem er beint framhald verkefnisins Landbúnaður og náttúruvernd. Markmiðið er að fá bændur til að flétta saman sinn landbúnað og störf tengd náttúruvernd.

Sigurður Torfi Sigurðsson
verkefnisstjóri LOGN.

Alls eru um tólf fyrirlestra að ræða, að jafnaði þrír á viku og er fyrsta vikan búin. Hver fyrirlestur tekur um 20-30 mínútur og er þeim streymt í gegnum forritið Teams. Nauðsynlegt er að skrá sig á fyrirlestrana til að fá tengingu. Nóg er að skrá sig einu sinni til að fá tengingu á allra fyrirlestraröðina.

Fyrirlestrarnir hefjast allir klukkan 13.

Áhugasamir geta skráð sig í gegnum vef RML.

 

 

Efni fyrirlestrarraðarinnar er eftirfarandi:

  • 14. apríl - Kynning á LOGN
  • 15. apríl - Kynning á erlendu verkefni
  • 17. apríl - Viðhorf bænda
  • 20. apríl - Náttúruvernd og friðlýsingar
  • 22. apríl - Gróður og vistgerðir
  • 24. apríl - Fuglar og dýralíf
  • 27. apríl - Líf í vötnum
  • 29. apríl - Endurheimt vistkerfa
  • 30. apríl - Búrekstur og náttúruvernd hagnýt atriði og reynsla af friðlandi
  • 4. maí - Endurheimt landnámsskóga
  • 6. maí - Náttúruvernd og landbúnaður í skipulagi sveitarfélaga
  • 8. maí - Náttúruvernd og landbúnaður, raunhæf nálgun, nýsköpun og rekstur
Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...