Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fjarnámskeið RML um náttúruverndarverkefnið LOGN
Mynd / Bbl
Fréttir 17. apríl 2020

Fjarnámskeið RML um náttúruverndarverkefnið LOGN

Höfundur: Ritstjórn

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) stendur fyrir fjarnámskeiðahaldi þessar vikurnar, þar sem viðfangsefnið er náttúruvernd og landbúnaður. Til grundvallar námskeiðahaldinu er kynning á verkefninu LOGN, sem er beint framhald verkefnisins Landbúnaður og náttúruvernd. Markmiðið er að fá bændur til að flétta saman sinn landbúnað og störf tengd náttúruvernd.

Sigurður Torfi Sigurðsson
verkefnisstjóri LOGN.

Alls eru um tólf fyrirlestra að ræða, að jafnaði þrír á viku og er fyrsta vikan búin. Hver fyrirlestur tekur um 20-30 mínútur og er þeim streymt í gegnum forritið Teams. Nauðsynlegt er að skrá sig á fyrirlestrana til að fá tengingu. Nóg er að skrá sig einu sinni til að fá tengingu á allra fyrirlestraröðina.

Fyrirlestrarnir hefjast allir klukkan 13.

Áhugasamir geta skráð sig í gegnum vef RML.

 

 

Efni fyrirlestrarraðarinnar er eftirfarandi:

  • 14. apríl - Kynning á LOGN
  • 15. apríl - Kynning á erlendu verkefni
  • 17. apríl - Viðhorf bænda
  • 20. apríl - Náttúruvernd og friðlýsingar
  • 22. apríl - Gróður og vistgerðir
  • 24. apríl - Fuglar og dýralíf
  • 27. apríl - Líf í vötnum
  • 29. apríl - Endurheimt vistkerfa
  • 30. apríl - Búrekstur og náttúruvernd hagnýt atriði og reynsla af friðlandi
  • 4. maí - Endurheimt landnámsskóga
  • 6. maí - Náttúruvernd og landbúnaður í skipulagi sveitarfélaga
  • 8. maí - Náttúruvernd og landbúnaður, raunhæf nálgun, nýsköpun og rekstur
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...