Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Fiskur hefur nú verð settur í þrjá 25 metra áframeldistankana hjá First Water í Þorlákshöfn.
Fiskur hefur nú verð settur í þrjá 25 metra áframeldistankana hjá First Water í Þorlákshöfn.
Mynd / aðsend
Fréttir 18. september 2025

Fjárfest fyrir um 8 milljarða á athafnasvæði First Water

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Landeldisfyrirtækið First Watter hefur tekið í notkun fyrstu 25 metra áframeldistankana á athafnasvæði sínu í Þorlákshöfn og hefur fiskur verið settur í þrjá tanka.

First Water hefurstarfrækt laxeldi á landi síðan 2022 í minni tönkum en það hefur fjárfest fyrir um 8 milljarða á athafnasvæði sínu við Laxabraut í Þorlákshöfn, fyrst og fremst í tönkum, búnaði og innviðum sem tengjast áframeldi.

Gert er ráð fyrir að fyrsta fasa af 6 verði lokið á þriðja ársfjórðungi árið 2027 og að framleiðslugeta í hverjum fasa verði 10.000 tonn af slægðum laxi. Það er á pari við framleiðslugetu stærstu landeldisfyrirtækja bæði í Noregi og Bandaríkjunum.

Fiskurinn dafnar vel í tönkunum

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, segir laxfiskinn dafna vel í tönkunum og að allur tæknibúnaður virki sem skyldi. „Já, við erum afar ánægð með þennan mikilvæga áfanga í uppbyggingu félagsins að taka þessa nýju tanka í rekstur.  Á næstu vikum munum við hefja slátrun og útflutning á slægðum fimm kílóa laxi sem er mjög eftirsótt vara á alþjóðlegum mörkuðum og við höfum þegar fyllt upp í pantanir,“ segir Eggert Þór.

Atvinnumálaráðherra í heimsókn

Hanna Katrín Friðriksson atvinnumálaráðherra heimsótti athafnasvæði First Water nýlega þar sem stjórnendur og starfsmenn  kynntu starfsemina, sýndu henni nýju áframeldistankana og þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á svæðinu og fóru yfir framtíðaráform félagsins.

First Water flutti út um 1.300 tonn af laxi á síðasta ári en heildarútflutningur frá 2023 eru um 2000 tonn.

Eggert Þór segir að framleiðslan lofi mjög góðu þar sem um 94% þeirra afurða sem framleiddar hafa verið séu flokkaðar sem hágæða afurðir og hafi hlotið mjög góðar viðtökur hjá erlendum kaupendum. „Það er mikil þörf á aukinni próteinframleiðslu í heiminum,“ segir  Eggert og bætir við að út frá magni og umhverfisáhrifum sé laxeldi einn hagfelldasti kosturinn þegar kemur að því.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.