Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Það tekur um hálft ár að ná sláturþyngd villisvíns upp í 80 kíló
Það tekur um hálft ár að ná sláturþyngd villisvíns upp í 80 kíló
Mynd / Limpopo
Fréttir 4. febrúar 2021

Finnskur bóndi stórgræðir á villisvínaeldi

Höfundur: ehg - Landbrugsavisen

Finnski bóndinn Johu Reinkainens er með 150 villisvín í eldi á tveggja hektara landsvæði. Hann skiptir svæðinu upp í tvennt, einn hluta fyrir gyltur og grísi og annan hluta fyrir dýr til slátrunar. Hann reynir að skapa villisvínunum náttúrlegar aðstæður en fyrir besta kjötið fær hann himinhátt verð á kílóið. 

Í austurhluta Finnlands, um klukkutíma frá rússnesku landamærunum, er Korpikarju-sveitabærinn þar sem villisvín eru alin til kjötframleiðslu. Í fyrstu var um hliðarbúgrein að ræða hjá bóndanum Johu en eftir því sem eftirspurnin jókst eftir kjöti frá honum hefur hann nýverið fjárfest í fleiri dýrum. Johu lýsir búskapnum sem einföldum þar sem villisvínin ganga frjáls á tveggja hektara svæði á sveitabænum. Hann er með 12 gyltur sem gjóta á vorin og koma á bilinu fjórir til sex grísir úr hverju goti. Dýrin eru heilsuhraust og hefur Johu afar sjaldan þurft að ráðfæra sig við dýralækni. Villisvínin lifa að mestu á korni og heyi.

Upp undir 9 þúsund krónur á kílóið

Það tekur um hálft ár að ná sláturþyngd upp í 80 kíló en eftir þann tíma segir Johu nást hið ekta villibragð sem viðskiptavinir hans leita eftir. Johu slátrar sjálfur gripunum og hefur til þess tilskilin leyfi og vottanir. Kjötverðið frá bænum er á bilinu 5.922 til 8.736 krónur íslenskar en fyrir villisvínahakk er kílóverðið 3108 krónur íslenskar. 

Villisvínaævintýri Johu er þó ekki áhyggjulaust því afrísk svínapest hefur nú þegar greinst í Rússlandi og nýleg tilfelli í Þýskalandi krefjast varkárni. Juho er með tveggja metra háa rafmagnsgirðingu í kringum stofninn sinn sem er grafin 40 sentímetra niður í jörðina. Hann er alltaf á vakt gagnvart smitleiðum og hefur neyðst til að skjóta villisvín utan girðingar á landareign sinni. 

Skylt efni: Finnland | villisvín

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...