Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Það tekur um hálft ár að ná sláturþyngd villisvíns upp í 80 kíló
Það tekur um hálft ár að ná sláturþyngd villisvíns upp í 80 kíló
Mynd / Limpopo
Fréttir 4. febrúar 2021

Finnskur bóndi stórgræðir á villisvínaeldi

Höfundur: ehg - Landbrugsavisen

Finnski bóndinn Johu Reinkainens er með 150 villisvín í eldi á tveggja hektara landsvæði. Hann skiptir svæðinu upp í tvennt, einn hluta fyrir gyltur og grísi og annan hluta fyrir dýr til slátrunar. Hann reynir að skapa villisvínunum náttúrlegar aðstæður en fyrir besta kjötið fær hann himinhátt verð á kílóið. 

Í austurhluta Finnlands, um klukkutíma frá rússnesku landamærunum, er Korpikarju-sveitabærinn þar sem villisvín eru alin til kjötframleiðslu. Í fyrstu var um hliðarbúgrein að ræða hjá bóndanum Johu en eftir því sem eftirspurnin jókst eftir kjöti frá honum hefur hann nýverið fjárfest í fleiri dýrum. Johu lýsir búskapnum sem einföldum þar sem villisvínin ganga frjáls á tveggja hektara svæði á sveitabænum. Hann er með 12 gyltur sem gjóta á vorin og koma á bilinu fjórir til sex grísir úr hverju goti. Dýrin eru heilsuhraust og hefur Johu afar sjaldan þurft að ráðfæra sig við dýralækni. Villisvínin lifa að mestu á korni og heyi.

Upp undir 9 þúsund krónur á kílóið

Það tekur um hálft ár að ná sláturþyngd upp í 80 kíló en eftir þann tíma segir Johu nást hið ekta villibragð sem viðskiptavinir hans leita eftir. Johu slátrar sjálfur gripunum og hefur til þess tilskilin leyfi og vottanir. Kjötverðið frá bænum er á bilinu 5.922 til 8.736 krónur íslenskar en fyrir villisvínahakk er kílóverðið 3108 krónur íslenskar. 

Villisvínaævintýri Johu er þó ekki áhyggjulaust því afrísk svínapest hefur nú þegar greinst í Rússlandi og nýleg tilfelli í Þýskalandi krefjast varkárni. Juho er með tveggja metra háa rafmagnsgirðingu í kringum stofninn sinn sem er grafin 40 sentímetra niður í jörðina. Hann er alltaf á vakt gagnvart smitleiðum og hefur neyðst til að skjóta villisvín utan girðingar á landareign sinni. 

Skylt efni: Finnland | villisvín

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...