Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Það tekur um hálft ár að ná sláturþyngd villisvíns upp í 80 kíló
Það tekur um hálft ár að ná sláturþyngd villisvíns upp í 80 kíló
Mynd / Limpopo
Fréttir 4. febrúar 2021

Finnskur bóndi stórgræðir á villisvínaeldi

Höfundur: ehg - Landbrugsavisen

Finnski bóndinn Johu Reinkainens er með 150 villisvín í eldi á tveggja hektara landsvæði. Hann skiptir svæðinu upp í tvennt, einn hluta fyrir gyltur og grísi og annan hluta fyrir dýr til slátrunar. Hann reynir að skapa villisvínunum náttúrlegar aðstæður en fyrir besta kjötið fær hann himinhátt verð á kílóið. 

Í austurhluta Finnlands, um klukkutíma frá rússnesku landamærunum, er Korpikarju-sveitabærinn þar sem villisvín eru alin til kjötframleiðslu. Í fyrstu var um hliðarbúgrein að ræða hjá bóndanum Johu en eftir því sem eftirspurnin jókst eftir kjöti frá honum hefur hann nýverið fjárfest í fleiri dýrum. Johu lýsir búskapnum sem einföldum þar sem villisvínin ganga frjáls á tveggja hektara svæði á sveitabænum. Hann er með 12 gyltur sem gjóta á vorin og koma á bilinu fjórir til sex grísir úr hverju goti. Dýrin eru heilsuhraust og hefur Johu afar sjaldan þurft að ráðfæra sig við dýralækni. Villisvínin lifa að mestu á korni og heyi.

Upp undir 9 þúsund krónur á kílóið

Það tekur um hálft ár að ná sláturþyngd upp í 80 kíló en eftir þann tíma segir Johu nást hið ekta villibragð sem viðskiptavinir hans leita eftir. Johu slátrar sjálfur gripunum og hefur til þess tilskilin leyfi og vottanir. Kjötverðið frá bænum er á bilinu 5.922 til 8.736 krónur íslenskar en fyrir villisvínahakk er kílóverðið 3108 krónur íslenskar. 

Villisvínaævintýri Johu er þó ekki áhyggjulaust því afrísk svínapest hefur nú þegar greinst í Rússlandi og nýleg tilfelli í Þýskalandi krefjast varkárni. Juho er með tveggja metra háa rafmagnsgirðingu í kringum stofninn sinn sem er grafin 40 sentímetra niður í jörðina. Hann er alltaf á vakt gagnvart smitleiðum og hefur neyðst til að skjóta villisvín utan girðingar á landareign sinni. 

Skylt efni: Finnland | villisvín

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...