Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá Flateyjarbúinu.
Frá Flateyjarbúinu.
Mynd / TB
Fréttir 18. nóvember 2016

Fimm stærstu búin með 5.369 tonna mjólkurframleiðslu á 12 mánuðum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Mesta innlegg af mjólk frá einstökum búum á yfirstandandi ári samkvæmt upplýsingum hjá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) er ekki endilega í takti við mestu meðalnyt. Enda er þar um allra stærstu kúabúin að ræða. Fimm stærstu innleggjendurnir eru:
 
Kúabúið Flatey á Mýrum, Hornafirði, er með mest innlegg af mjólk. Það er í eigu Selbakka ehf., sem aftur er í eigu útgerðarfélagsins Skinneyjar Þinganess á Hornafirði, er með 189,5 árskýr. Þar er meðalnyt 6,546 kg. Búið er samkvæmt því að skila inn rúmlega 1.240 tonnum af mjólk á einu ári, en nýja fjósið er með framleiðslugetu upp á tvær milljónir lítra.  
 
Hrafnagil í Eyjafirði er í öðru sæti það sem af er ári, en þar búa Jón Elvar Hjörleifsson og Berglind Kristinsdóttir með 158,4 árskýr. Meðalnyt hjá þeim var 7.261 á síðustu 12 mánuðum og búið var því að skila rúmlega 1.150 tonnum af mjólk á tólf mánaða tímabili. 
 
Þverholtsbúið á Mýrum er með langflestar árskýr, eða um 250. Það er í eigu Daða Einarssonar og fjölskyldu. Meðalnytin í sumar var 4.800 kg en skýrslur skortir með nýrri tölum samkvæmt gögnum RML. Áætluð framleiðsla á ári ætti miðað við þetta að vera í kringum 1.200 tonn á tólf mánuðum.
 
Birtingaholt 1 í Hrunamannahreppi er fjórði stærsti innleggjarinn það sem af er ári. Þar búa Bogi Pétur Eiríksson og Svava Kristjánsdóttir með 118,7 árskýr. Meðalnyt hjá þeim var 7.269 á síðustu 12 mánuðum og heildarframleiðslan því tæplega 869 tonn.
 
Garður í Eyjafirði er í fimmta sæti það sem af er ári. Búið er rekið undir nafninu Grænigarður ehf. Þar búa bræðurnir Aðalsteinn og Garðar  Hallgrímssynir ásamt fjölskyldum með 131,2 árskýr. Meðalnytin hjá þeim var 6.934 og heildarframleiðsla miðað við það á tólf mánuðum því tæplega 910 tonn. 
Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum
Fréttir 5. mars 2024

Styrkir til vatnsveitna á lögbýlum

Enn er opið fyrir umsóknir um framlög vegna vatnsveitna á lögbýlum sbr. regluger...

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...