Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frá Flateyjarbúinu.
Frá Flateyjarbúinu.
Mynd / TB
Fréttir 18. nóvember 2016

Fimm stærstu búin með 5.369 tonna mjólkurframleiðslu á 12 mánuðum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Mesta innlegg af mjólk frá einstökum búum á yfirstandandi ári samkvæmt upplýsingum hjá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) er ekki endilega í takti við mestu meðalnyt. Enda er þar um allra stærstu kúabúin að ræða. Fimm stærstu innleggjendurnir eru:
 
Kúabúið Flatey á Mýrum, Hornafirði, er með mest innlegg af mjólk. Það er í eigu Selbakka ehf., sem aftur er í eigu útgerðarfélagsins Skinneyjar Þinganess á Hornafirði, er með 189,5 árskýr. Þar er meðalnyt 6,546 kg. Búið er samkvæmt því að skila inn rúmlega 1.240 tonnum af mjólk á einu ári, en nýja fjósið er með framleiðslugetu upp á tvær milljónir lítra.  
 
Hrafnagil í Eyjafirði er í öðru sæti það sem af er ári, en þar búa Jón Elvar Hjörleifsson og Berglind Kristinsdóttir með 158,4 árskýr. Meðalnyt hjá þeim var 7.261 á síðustu 12 mánuðum og búið var því að skila rúmlega 1.150 tonnum af mjólk á tólf mánaða tímabili. 
 
Þverholtsbúið á Mýrum er með langflestar árskýr, eða um 250. Það er í eigu Daða Einarssonar og fjölskyldu. Meðalnytin í sumar var 4.800 kg en skýrslur skortir með nýrri tölum samkvæmt gögnum RML. Áætluð framleiðsla á ári ætti miðað við þetta að vera í kringum 1.200 tonn á tólf mánuðum.
 
Birtingaholt 1 í Hrunamannahreppi er fjórði stærsti innleggjarinn það sem af er ári. Þar búa Bogi Pétur Eiríksson og Svava Kristjánsdóttir með 118,7 árskýr. Meðalnyt hjá þeim var 7.269 á síðustu 12 mánuðum og heildarframleiðslan því tæplega 869 tonn.
 
Garður í Eyjafirði er í fimmta sæti það sem af er ári. Búið er rekið undir nafninu Grænigarður ehf. Þar búa bræðurnir Aðalsteinn og Garðar  Hallgrímssynir ásamt fjölskyldum með 131,2 árskýr. Meðalnytin hjá þeim var 6.934 og heildarframleiðsla miðað við það á tólf mánuðum því tæplega 910 tonn. 
Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...