Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ragnhildur Helga Jónsdóttir, umhverfisfræðingur og safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri.
Ragnhildur Helga Jónsdóttir, umhverfisfræðingur og safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri.
Fréttir 27. september 2018

Erlendir ferðamenn fræddir um íslenskan landbúnað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Færst hefur í aukana að hópar erlendra ferðamanna heimsæki Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri og hljóti þar fræðslu um íslenskan landbúnað, leiðsögn um safnið og Hvanneyrartorfuna.

Ragnhildur Helga Jónsdóttir, umhverfisfræðingur og safnstjóri Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri, sér um móttöku hópanna og fræðslu henni tengdri með ítarlegum fyrirlestri.

Krefjandi hópar

Ragnhildur segir að þetta séu aðallega hópar sem koma frá Bandaríkjunum í gegnum Ferðaþjónustu bænda, Hey Iceland. Um tuttugu ár eru síðan fyrstu hóparnir komu og fá þeir fyrirlestur á vegum Landbúnaðarsafnsins. „Í byrjun voru þetta fáir og frekar litlir hópar en undanfarin ár hefur þeim fjölgað mikið og hóparnir stækkað. Að öllu jöfnu eru þetta liðlega tuttugu manns af báðum kynjum, flestir um og yfir sextugt, vel menntað fólk með háskólabakgrunn á ýmsum sviðum og því með víðtæka þekkingu.
Flestir eru búnir að lesa sér vel til um landið fyrirfram en markmiðið með þessari heimsókn að Hvanneyri er að fræða það um íslenskan landbúnað með ítarlegum fyrirlestri.

Að fyrirlestrinum loknum spyr fólkið mann í þaula um alls konar mál sem snerta íslenskan landbúnað og stundum geta spurningarnar verið ansi sérhæfðar, enda gerir fólkið kröfur um að fræðslan sé í lagi.
Einn gesta sem kom nýlega spurði ítarlega um búfjársjúkdóma og af hverju við værum að flytja inn fósturvísa af nýju nautgripakyni til kjötframleiðslu en ekki sæði og hvaða sjúkdómar það væru sem gætu borist til landsins með sæði. Í svona tilfellum verður maður einfaldlega að viðurkenna að maður veit ekki allt.“

Hreinleikinn vekur athygli

„Fyrirlesturinn er um klukkustundar langur og þar fjalla ég um sögu íslensks landbúnaðar, uppruna búfjárkynjanna og segi frá sérkennum þeirra og svo hvernig landbúnaður er í dag. Eitt af því sem hóparnir horfa til er hvað er lítið notað af eiturefnum hér á landi og að bannað sé að gefa búfé vaxtarhormóna og að sýklalyfjagjöf með fóðri sé bönnuð.

Hóparnir ræða oft um reynslu sína af landbúnaði í Bandaríkjunum og bera saman við það sem hér er að loknum fyrirlestrinum og dást að því sem við erum að gera. Oft og tíðum lýsir fólk aðdáun sinni á þessu að fyrra bragði og varar okkur við að fara inn á þá braut sem bandarískur landbúnaður er á hvað þetta varðar,“ segir Ragnhildur.

Leiðsögn um safnið og torfuna

Auk fyrirlestursins fá hóparnir leiðsögn um Landbúnaðarsafnið, Ullarselið, kirkjuna og Hvann­eyrartorfuna. „Yfirleitt eru þetta rólegir hópar sem gefa sér góðan tíma til að spá, spekulera og njóta í þá tvo tíma sem heimsóknin tekur.“

Ragnhildur segir að vörurnar í Ullarselinu veki alltaf mikla hrifningu fyrir gæði og hreinleika og eins uppbygging Landbúnaðarsafnsins. „Og ófáir sem segja að safnið sé það flottasta sem þeir hafa heimsótt.“

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...