Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Við höfnina á Vestnes í Mæri- og Raumsdal liggja nú um 13 þúsund óseldar
gróffóðursheyrúllur frá Íslandi en salan hefur verið dræmari en menn áætluðu
í fyrstu.
Við höfnina á Vestnes í Mæri- og Raumsdal liggja nú um 13 þúsund óseldar gróffóðursheyrúllur frá Íslandi en salan hefur verið dræmari en menn áætluðu í fyrstu.
Mynd / Felleskjøpet Agri
Fréttir 18. mars 2019

Erfitt að selja íslenskar heyrúllur

Höfundur: Bondebladet - ehg

Nærri helmingur af heyinu sem sent var frá Íslandi til Noregs í haust er enn óselt og hafa innflutningsaðilar í Noregi áhyggjur af stöðu mála.

Vegna mikilla þurrka síðasta sumar í Noregi, sem leiddi til fóðurkrísu þar í landi, var ákveðið að flytja inn hey frá Íslandi til bænda í Suður-Noregi. Samvinnufélög bænda þar í landi, Tine, Felleskjøpet Agri og Nortura, fluttu inn 30 þúsund heyrúllur með gróffóðri frá Íslandi en nú þurfa félögin að bregðast við heldur minni sölu en áætlað var. Um 13 þúsund heyrúllur liggja nú enn óseldar við hafnarsvæði í Mæri- og Raumsdal.

Heyið sagt gott að gæðum

Svæðisstjóri Felleskjøpet Agri í Mæri- og Raumsdal segir að ákveðið hafi verið að kaupa heyið af öruggu svæði og sem hefur álíkt dýraheilbrigði og í Noregi. Undanfarnar vikur hafi selst töluvert af heyinu sem sé gott að gæðum.

Á samfélagsmiðlum hafa margir látið gamminn geisa og hafði einn hestaeigandi á orði í innleggi á dögunum:

„Það er ótrúlega sorglegt að heyið hafi ekki komist til þeirra sem þurfa mest á því að halda. Þetta hjálpar lítið fyrir bændur í Norðurog Suður-Noregi þegar fóðrið liggur við höfn á vesturlandinu.“

Hestaeigandinn hefur þá skoðun að verðið á fóðrinu sé aðalástæða dræmrar sölu því það sé töluvert dýrara en að kaupa það beint af bændum á Íslandi.

Rúllan á 24.200 krónur til bænda í Noregi

Verðið á heyrúllu afhent við höfn á Íslandi var 12.600 krónur íslenskar en Felleskjøpet Agri selur rúlluna til bænda í Noregi á 24.220 krónur íslenskar. 

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...