Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Við höfnina á Vestnes í Mæri- og Raumsdal liggja nú um 13 þúsund óseldar
gróffóðursheyrúllur frá Íslandi en salan hefur verið dræmari en menn áætluðu
í fyrstu.
Við höfnina á Vestnes í Mæri- og Raumsdal liggja nú um 13 þúsund óseldar gróffóðursheyrúllur frá Íslandi en salan hefur verið dræmari en menn áætluðu í fyrstu.
Mynd / Felleskjøpet Agri
Fréttir 18. mars 2019

Erfitt að selja íslenskar heyrúllur

Höfundur: Bondebladet - ehg

Nærri helmingur af heyinu sem sent var frá Íslandi til Noregs í haust er enn óselt og hafa innflutningsaðilar í Noregi áhyggjur af stöðu mála.

Vegna mikilla þurrka síðasta sumar í Noregi, sem leiddi til fóðurkrísu þar í landi, var ákveðið að flytja inn hey frá Íslandi til bænda í Suður-Noregi. Samvinnufélög bænda þar í landi, Tine, Felleskjøpet Agri og Nortura, fluttu inn 30 þúsund heyrúllur með gróffóðri frá Íslandi en nú þurfa félögin að bregðast við heldur minni sölu en áætlað var. Um 13 þúsund heyrúllur liggja nú enn óseldar við hafnarsvæði í Mæri- og Raumsdal.

Heyið sagt gott að gæðum

Svæðisstjóri Felleskjøpet Agri í Mæri- og Raumsdal segir að ákveðið hafi verið að kaupa heyið af öruggu svæði og sem hefur álíkt dýraheilbrigði og í Noregi. Undanfarnar vikur hafi selst töluvert af heyinu sem sé gott að gæðum.

Á samfélagsmiðlum hafa margir látið gamminn geisa og hafði einn hestaeigandi á orði í innleggi á dögunum:

„Það er ótrúlega sorglegt að heyið hafi ekki komist til þeirra sem þurfa mest á því að halda. Þetta hjálpar lítið fyrir bændur í Norðurog Suður-Noregi þegar fóðrið liggur við höfn á vesturlandinu.“

Hestaeigandinn hefur þá skoðun að verðið á fóðrinu sé aðalástæða dræmrar sölu því það sé töluvert dýrara en að kaupa það beint af bændum á Íslandi.

Rúllan á 24.200 krónur til bænda í Noregi

Verðið á heyrúllu afhent við höfn á Íslandi var 12.600 krónur íslenskar en Felleskjøpet Agri selur rúlluna til bænda í Noregi á 24.220 krónur íslenskar. 

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.