Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Eplum að virði 100 milljón dala hent
Fréttir 22. júní 2015

Eplum að virði 100 milljón dala hent

Höfundur: Vilmundur Hansen

Metuppskera og launadeilur hafnarverkamanna á vestur­strönd Bandaríkjanna við viðsemjendur sína hafa orðið þess valdandi að birgðir af eplum hafa safnast upp hjá eplaræktendum í Washington-ríki.

Tíðin hefur verið eplabændum í Washington-ríki í Bandaríkjunum hagstæð í ár en langvarandi verkfall hafnarverkamanna hefur aftur á móti verið bændunum óhagstætt. Það er því víðar en á Íslandi sem vinnudeilur koma niður á bændum sem þriðja aðila sem er ótengdur kjaradeilunni.

Birgðir epla sem safnast hafa upp valda því að verð á eplum í ríkinu hefur lækkað það mikið að ekki borgar sig að vinna úr þeim eplasafa né geyma þau. Eplum að andvirði um 100 milljón Bandaríkjadali, ríflega 1,3 milljarðar íslenskra króna, hefur því verið dreift yfir eplaakra þar sem þau verða látin rotna og breytast í áburð.

Bændur í Washington-ríki eru stærstu framleiðendur epla í Bandaríkjunum og talið að árleg virði eplaræktarinnar þar sé um tveir milljarðar dalir. Um tveir þriðju eplanna eru flutt út til um 60 landa víðs vegar um heim.

Skylt efni: epli | matar sóun

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...

Sala á 3.357 ærgildum
Fréttir 5. desember 2023

Sala á 3.357 ærgildum

Á innlausnarmarkaði með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. nóvember, bár...

Sæðingar verða niðurgreiddar
Fréttir 5. desember 2023

Sæðingar verða niðurgreiddar

Sæðingar verða niðurgreiddar til að innleiða verndandi arfgerðir gegn riðu.

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.