Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Eplum að virði 100 milljón dala hent
Fréttir 22. júní 2015

Eplum að virði 100 milljón dala hent

Höfundur: Vilmundur Hansen

Metuppskera og launadeilur hafnarverkamanna á vestur­strönd Bandaríkjanna við viðsemjendur sína hafa orðið þess valdandi að birgðir af eplum hafa safnast upp hjá eplaræktendum í Washington-ríki.

Tíðin hefur verið eplabændum í Washington-ríki í Bandaríkjunum hagstæð í ár en langvarandi verkfall hafnarverkamanna hefur aftur á móti verið bændunum óhagstætt. Það er því víðar en á Íslandi sem vinnudeilur koma niður á bændum sem þriðja aðila sem er ótengdur kjaradeilunni.

Birgðir epla sem safnast hafa upp valda því að verð á eplum í ríkinu hefur lækkað það mikið að ekki borgar sig að vinna úr þeim eplasafa né geyma þau. Eplum að andvirði um 100 milljón Bandaríkjadali, ríflega 1,3 milljarðar íslenskra króna, hefur því verið dreift yfir eplaakra þar sem þau verða látin rotna og breytast í áburð.

Bændur í Washington-ríki eru stærstu framleiðendur epla í Bandaríkjunum og talið að árleg virði eplaræktarinnar þar sé um tveir milljarðar dalir. Um tveir þriðju eplanna eru flutt út til um 60 landa víðs vegar um heim.

Skylt efni: epli | matar sóun

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...