Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Eplum að virði 100 milljón dala hent
Fréttir 22. júní 2015

Eplum að virði 100 milljón dala hent

Höfundur: Vilmundur Hansen

Metuppskera og launadeilur hafnarverkamanna á vestur­strönd Bandaríkjanna við viðsemjendur sína hafa orðið þess valdandi að birgðir af eplum hafa safnast upp hjá eplaræktendum í Washington-ríki.

Tíðin hefur verið eplabændum í Washington-ríki í Bandaríkjunum hagstæð í ár en langvarandi verkfall hafnarverkamanna hefur aftur á móti verið bændunum óhagstætt. Það er því víðar en á Íslandi sem vinnudeilur koma niður á bændum sem þriðja aðila sem er ótengdur kjaradeilunni.

Birgðir epla sem safnast hafa upp valda því að verð á eplum í ríkinu hefur lækkað það mikið að ekki borgar sig að vinna úr þeim eplasafa né geyma þau. Eplum að andvirði um 100 milljón Bandaríkjadali, ríflega 1,3 milljarðar íslenskra króna, hefur því verið dreift yfir eplaakra þar sem þau verða látin rotna og breytast í áburð.

Bændur í Washington-ríki eru stærstu framleiðendur epla í Bandaríkjunum og talið að árleg virði eplaræktarinnar þar sé um tveir milljarðar dalir. Um tveir þriðju eplanna eru flutt út til um 60 landa víðs vegar um heim.

Skylt efni: epli | matar sóun

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...