Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Eplum að virði 100 milljón dala hent
Fréttir 22. júní 2015

Eplum að virði 100 milljón dala hent

Höfundur: Vilmundur Hansen

Metuppskera og launadeilur hafnarverkamanna á vestur­strönd Bandaríkjanna við viðsemjendur sína hafa orðið þess valdandi að birgðir af eplum hafa safnast upp hjá eplaræktendum í Washington-ríki.

Tíðin hefur verið eplabændum í Washington-ríki í Bandaríkjunum hagstæð í ár en langvarandi verkfall hafnarverkamanna hefur aftur á móti verið bændunum óhagstætt. Það er því víðar en á Íslandi sem vinnudeilur koma niður á bændum sem þriðja aðila sem er ótengdur kjaradeilunni.

Birgðir epla sem safnast hafa upp valda því að verð á eplum í ríkinu hefur lækkað það mikið að ekki borgar sig að vinna úr þeim eplasafa né geyma þau. Eplum að andvirði um 100 milljón Bandaríkjadali, ríflega 1,3 milljarðar íslenskra króna, hefur því verið dreift yfir eplaakra þar sem þau verða látin rotna og breytast í áburð.

Bændur í Washington-ríki eru stærstu framleiðendur epla í Bandaríkjunum og talið að árleg virði eplaræktarinnar þar sé um tveir milljarðar dalir. Um tveir þriðju eplanna eru flutt út til um 60 landa víðs vegar um heim.

Skylt efni: epli | matar sóun

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...