Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Upplýst hefur verið að skordýraeitrinu Spirodiclofen sé í einhverjum tilvikum sprautað í epli í Noregi.
Upplýst hefur verið að skordýraeitrinu Spirodiclofen sé í einhverjum tilvikum sprautað í epli í Noregi.
Fréttir 15. september 2015

Ekki skimað fyrir tilteknu skordýraeitri á Íslandi

Höfundur: smh
Í frétt Ríkisútvarpsins á dögunum var greint frá því að komið hafi í ljós í könnun matvælaeftirlitsins norska að efninu Spirodiclofen sé sprautað í grænmeti og ávexti þar í landi, til að mynda epli og jarðarber. 
 
Efnið geti valdi ófrjósemi og krabbameini í lifur, eistum og legi. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun er ekki skimað fyrir þessu efni í grænmetinu og ávöxtunum sem er flutt til landsins.
 
Notkun á því er bönnuð hér á landi
 
Ingibjörg Jónsdóttir, sérfræðingur í varnarefnum hjá Matvælastofnun, segir að Spirodiclofen sé plöntuvarnarefni, nánar tiltekið skordýraeitur, sem sé leyft í matvælum samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins um varnarefnaleifar í matvælum. „Sem stendur er ekki markaðsleyfi fyrir efnið á Íslandi og því ekki leyfilegt að flytja það inn eða nota sem plöntuvarnarefni hér á landi. Það er þó leyfilegt að það finnist í innfluttum vörum, meðal annars eplum og jarðarberjum. Það er skimað fyrir efninu í mörgum löndum og Matvælastofnun berast þær niðurstöður. Efnið hefur verið greint í 27 löndum Evrópusambandsins og árið 2013 fannst það í 153 sýnum af þeim 48.047 sem skimað var eftir því í. Í öllum tilfellum var það í magni undir hámarksgildi. Sem aðili að RASFF, viðvörunarkerfi ESB fyrir hættuleg matvæli, fær Matvælastofnun strax viðvörun ef efnið greinist yfir hámarksgildi og einhver grunur er um að varan hafi verið flutt til Íslands.
 
Skoðað verður hvort tilefni er að taka upp greiningar á efninu
 
Matvælastofnun mun skoða hvort tilefni er til að taka upp greiningar á efninu, sérstaklega ef vísbendingar eru um að meira finnist af efninu í matvörum en leyfilegt er,“ en efnið er ekki í dag á lista þeirra 96 efna sem skimað er fyrir á Íslandi í dag,“ segir Ingibjörg.  
 
Hún segir fjölda efna sem skim­að er fyrir hafa nýverið aukist með bættum tækjakosti hjá Matís, en áður voru það 60 efni. „Núna fljótlega mun efnunum fjölga aftur um rúmlega 30. Vinna við fjölgun efna heldur áfram og reynslan að aukast. Það er Matís sem sér um að greina sýnin sem tekin eru í eftirliti Matvælastofnunar með varnarefnaleifum.“
 

Skylt efni: skordýraeitur

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...