Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Upplýst hefur verið að skordýraeitrinu Spirodiclofen sé í einhverjum tilvikum sprautað í epli í Noregi.
Upplýst hefur verið að skordýraeitrinu Spirodiclofen sé í einhverjum tilvikum sprautað í epli í Noregi.
Fréttir 15. september 2015

Ekki skimað fyrir tilteknu skordýraeitri á Íslandi

Höfundur: smh
Í frétt Ríkisútvarpsins á dögunum var greint frá því að komið hafi í ljós í könnun matvælaeftirlitsins norska að efninu Spirodiclofen sé sprautað í grænmeti og ávexti þar í landi, til að mynda epli og jarðarber. 
 
Efnið geti valdi ófrjósemi og krabbameini í lifur, eistum og legi. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun er ekki skimað fyrir þessu efni í grænmetinu og ávöxtunum sem er flutt til landsins.
 
Notkun á því er bönnuð hér á landi
 
Ingibjörg Jónsdóttir, sérfræðingur í varnarefnum hjá Matvælastofnun, segir að Spirodiclofen sé plöntuvarnarefni, nánar tiltekið skordýraeitur, sem sé leyft í matvælum samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins um varnarefnaleifar í matvælum. „Sem stendur er ekki markaðsleyfi fyrir efnið á Íslandi og því ekki leyfilegt að flytja það inn eða nota sem plöntuvarnarefni hér á landi. Það er þó leyfilegt að það finnist í innfluttum vörum, meðal annars eplum og jarðarberjum. Það er skimað fyrir efninu í mörgum löndum og Matvælastofnun berast þær niðurstöður. Efnið hefur verið greint í 27 löndum Evrópusambandsins og árið 2013 fannst það í 153 sýnum af þeim 48.047 sem skimað var eftir því í. Í öllum tilfellum var það í magni undir hámarksgildi. Sem aðili að RASFF, viðvörunarkerfi ESB fyrir hættuleg matvæli, fær Matvælastofnun strax viðvörun ef efnið greinist yfir hámarksgildi og einhver grunur er um að varan hafi verið flutt til Íslands.
 
Skoðað verður hvort tilefni er að taka upp greiningar á efninu
 
Matvælastofnun mun skoða hvort tilefni er til að taka upp greiningar á efninu, sérstaklega ef vísbendingar eru um að meira finnist af efninu í matvörum en leyfilegt er,“ en efnið er ekki í dag á lista þeirra 96 efna sem skimað er fyrir á Íslandi í dag,“ segir Ingibjörg.  
 
Hún segir fjölda efna sem skim­að er fyrir hafa nýverið aukist með bættum tækjakosti hjá Matís, en áður voru það 60 efni. „Núna fljótlega mun efnunum fjölga aftur um rúmlega 30. Vinna við fjölgun efna heldur áfram og reynslan að aukast. Það er Matís sem sér um að greina sýnin sem tekin eru í eftirliti Matvælastofnunar með varnarefnaleifum.“
 

Skylt efni: skordýraeitur

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.